Skessuhorn - 23.11.2005, Page 32
32
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005
.-tSllli...
X
Frá Stykkishólmi.
Verslun í Stykldshólmi
I Stykkishólmi eru góðar versl-
anir sem margar hverjar byggja á
langri hefð. Þar skal fyrst telja þá
elstu; Stykkishólmsapótek. Fyrir
utan hefðbundnar lyfsöluvörur,
fæst þar úrval snyrtivara fyrir húð
og hár, ilmvörur, gjafavörur, skart-
gripir, og margt fleira.
Verslunin Heimahornið er rekin
í húsi Bónus við Borgarbraut.
Verslunin var stofhuð 6. júní 1992
og er alhliða fataverslun fyrir börn
og fullorðna, svo sem íþróttafatn-
að og fl. Heimahornið er einnig
með skófatnað, heimilisvöru og
gjafavöru marvíslega.
Skipavík rekur byggingavöru-
verslun en þar eru einnig seld raf-
magnstæki, vinnufatnaður og
tengdar vörur. I húsnæðinu er
einnig rekin Vínbúð.
Verslunin Sjávarborg er niður
við höfiiina í Stykkishólmi. Versl-
unin var stofnuð 30. júní 1994. Þar
eru seldar bækur, ritföng, gjafavör-
ur, garn, hannyrðavörur, leikföng,
símar og margt fleira. Þar er
einnig umboð fyrir happdrættin
og fatahreinsun.
Bakarí er líka í Hólminum. Á
bolludaginn í fyrra var opnað nýtt
bakarí sem byggir á gömlum
meiði, en Bakarí hefur verið rekið
í Stykkishólmi frá árinu 1911.
Heitir það Nesbrauð og þar er
hægt að fá brauð og bakkelsi eftir
því sem hugurinn girnist. Fyrir
jólin verður til úrval af smákökum
og tertubotnum, svo önnum kafið
fólk þarf ekkert að baka. Svo er þar
rekin veitingastofa, með súpu og
smáréttum.
Ekki má gleyma Bónus, en sú
verslun hefur nú verið í Stykkis-
hólmi í rúmt ár við góðan orðstír.
Þar er allt sem fæst í Bónus versl-
ununum og á sama góða verðinu.
A Bensínstöðinni er Uppgrips-
verslun sem leynir á sér en þar fæst
ýmislegt.
Nýjasta verslunin er svo Blóma-
búðin Ilmur. Hún er reyndar í
húsnæði þar sem áður var rekin
blómabúð, í húsi Bónus við Borg-
arbraut. Er það blóma- og gjafa-
vöruverslun.
Það er því margt að finna í
Stykkishólmi, fjölbreytt úrval af
flestu sem fólk þarfnast og er full á-
stæða til að benda Hólmurum og
nágrönnum á að skoða úrvalið áður
en farið er að leita annað. Einnig er
ástæða til að minna fólk á að fleira
leynist hér en búðirnar í Bónushús-
inu og er fallegt að aka um Stykkis-
hólm á aðventunni, skoða aðrar
verslanir, heimsækja Norska húsið,
setjast niður á kaffihúsunum og fá
sér heitt súkkulaði og kökusneið.
Gamla slagorðið_er enn í fullu
gildi: „Verslið í heimabyggð."
DSG
Jólastemning í Alfhól
Nú í ár, sem og undanfarið,
stendur handverksfólk í Hvalfirði
fyrir jólamarkaði í gamalli hlöðu og
súrheysgryfju á Bjarteyjarsandi.
Markaðurinn verður um næstu og
þarnæstu helgi. Það má segja að
komin sé hefð á þennan viðburð,
en þetta er fimmta árið sem mark-
aðurinn er haldinn. Segja má að
hann sé með nokkuð óhefðbundnu
sniði, þar sem hægt er að tylla sér
niður, hlusta á lifandi tónlist og
gæða sér á ekta heitu súkkulaði og
nýbökuðum smákökum með í boði
hússins. Þetta skapar notalega og
jólalega stemningu og fyrir marga
er þetta ómissandi þáttur á aðvent-
unni og í jólaundirbúningnum yfir
höfuð.
Aðspurð segja aðstandendur Álf-
hóls að undirbúningi sé að ljúka en
í ár verður úrvalið fjölbreytt sem
endranær. Glerlist verður áberandi,
sem og ýmis útsaumur, prjónaskap-
ur, leirlist, trélist og margt fleira.
Þá verður einnig hægt að fjárfesta í
jólakökum, rúgbrauði, sveitaklein-
um og fleira góðgæti. „Við erum
bara orðnar nokkuð spenntar og
hlökkum til að hitta vini og vanda-
menn sem heimsækja okkur í Álf-
hól á hverju ári, en bjóðtun jafn-
ffamt ný andlit hjartanlega velkom-
in til okkar í súkkulaði og sæta-
brauð,“ segja þær stöllur Kolbrún,
Asrún og Rebekka glaðbeittar að
lokum.
MM
l/tUlAhó’tfltíí
Sýpur dauðann samt úr skel - sextug, rauð og galin
Það er ekki of-
sögum sagt af
njósnaneti mínu.
Varla var síðasti
þáttur kominn
fyrir almenn-
ingssjónir þegar
mér bárust þær
upplýsingar að
vísan „Barnið kenndi barni bam,“ væri eftir
Þura í Garði. Ekki munu þó mínir menn
hafa beitt neinum ólöglegum pyntingarað-
ferðum til öflunar þessarar vimeskju og yfir-
höfuð mun mildari aðferðum en CIA og
engir fangaflumingar hafa átt sér stað í þessu
sambandi svo sannað verði. Eru mínum
mönnum hér með færðar besm þakkir fyrir
ffammistöðuna. Fyrst farið er að minnast
hér á Þuru í Garði er ekki úr vegi að rifja upp
vísu sem hún orti einn blíðan sunnudags-
morgun í Lystigarðinum á Akureyri sem hún
hafði eftirlit með í fjölda sumra. Nú bar svo
við einn morgun þegar Þura gekk um garð-
inn að á einum afviknum stað var grasið bælt
mjög. Þar fann hún buxnatölu og orti:
Morgungolan svala svalar
syndugum hugsunum.
Sínu máli talan talar,
- talan úr buxunum.
Eitt sinn í hálku og leiðindaveðri bauð
piltur Þuru staf tdl stuðnings en ekki virtist
það freista hennar mjög:
Hvab stobar bara stafurinn?
Styrkur enginn fyrir mig!
C erbu betur góbi minn
- gefbu mér nú sjálfan þig.
Ekki mun henni þó hafa orðið að ósk sinni
í þessu efni því ógiff var hún alla tíð.
Eftir að rúllubyltingin varð í sveitum
landsins er sem betur fer næsta fátítt að þurfi
að leysa upp hey í hlöðum sem var illt verk
þegar svo hafði hitnað í að eldur varð laus ef
loft komst að. Sigurður Sveinsson á Sleggju-
læk orti um nágranna sinn sem var ásamt
fleirum að bjarga heyi úr bruna og logaði
það í fangi hans:
Björn ei hótib hraustur vék,
hulinn sóti í framan,
milli fóta loginn lék
lengi um snótagaman.
Guðmundur Magnússon í Stóru Skógum
var góður hagyrðingur og léttur í lundu en
sárfátækur alla tíð. Honum hafa verið eign-
aðar ýmsar landsþekktar vísur sem einnig
eru kenndar öðrum en engin tilraun verður
gerð til að leysa úr þeim flækjum að sinni. Á
yngri árum sínum var hann trúlofaður stúlku
en ekki varð þó meira úr því. Löngu síðar
hittust þau þar sem hún átti ekki von á hon-
um og þekkti hún hann þá ekki. Þá sagði
Guðmundur:
Þú mátt grunda í þankareit,
þar býr undir frami.
Ástar bundum ábur heit,
er Cubmundur sami.
Það má kalla árvisst þegar skólar hefja
starf sitt á haustin að þá blossar upp lúsafar-
aldur þó talið væri að lús hefði verið útrýmt
á Islandi í mínu tmgdæmi. Nú eru reyndar
sendar legionir fólks til útlanda ár hvert til
að draga að ný ræktunardýr í stofninn. 9.
október 1988 birti Morgunblaðið á baksíðu
ff étt þess efnis að lús í skólum væri í svipuðu
magni og undanfarin ár. Af því tilefni kvað
Sigtryggur Símonarson:
Clebjist þjóbin fréttafús.
Fregn þá Morgunblabib gefur
ab Reykvíkingar rœkti lús
- reyndar líkt og verib hefur.
Fyrir margt löngu vann Magnús Finnsson
við húsbyggingu ásamt manni sem Jón hét
og syni hans á unglingsaldri. Drengnum
þótti Magnús skemmtilegur og hélt sig
gjarnan nærri honum en faðir hans aðvaraði
hann og taldi að karlinn væri lúsugur sem
mun þó ekki hafa verið rétt. „Og svo verður
húsið strax fullt af þessum óþverra." Ein-
hvern ávæning hafði Magnús af þessum
orðaskiptum og orti:
Til ab fylla tvílyft hús
talabi jón vib drenginn,
ei þarf nema eina lús
ef hún vceri fengin.
Þessi barátta manns og lúsar hefur fylgt
mannkyninu æði lengi og ýmsum veitt betur
í þeim orrustum. I orðastað kerlingar nokk-
urrar kvað Kristján Jónsson Fjallaskáld:
Flýgst ég oft á vib fló og lús
fagna þó sigri snjöllum.
Hjálpa þú mér nú minn hesthús
miskunnar aus úr döllum.
Þeir sem óforþént angra mig
óska ég helst ab skeri sig.
Feitt er ketib á Fjöllum.
Margir hagyrðingar hafa stytt sér and-
vökunæmr með því að raða saman orðum í
eins og eina eða tvær ferskeytlur og örugg-
lega hefur þessi tilhneiging manna haff góða
þroskamöguleika á baðstofutímabilinu. Ekki
man ég fyrir víst hvort ég hef heyrt nefndan
höfund að eftirfarandi vísu en mér finnst þó
að hún gæti verið vestan úr Breiðafjarðareyj-
um. Allavega væri gaman ef einhver gæti
upplýst mig þar um;
Fyrst ab allt er orbib hljótt
eins og lús á maga
og ég verb ab vaka í nótt
vendi ég mér til Braga.
J' 5
Nú hefur skáldaguðinn Bragi löngum haft
í mörgu að snúast og enda misríflegur í út-
lámm við hirðmenn sína. Fáir hafa hinsveg-
ar farið alveg á mis við útlát þeirra Amors og
ástargyðjunnar Freyju enda kvað Hjörjeifur
Jónsson á Gilsbakka:
Margur hlabinn er um of
allra handa trússum,
ástina vebur upp í klof
og upp fyrir - á bússum.
Jón Ingvar Jónsson kvað um eina kórsyst-
ur sína, valinkunna sómakonu:
Sífellt aubvalds veikir vél,
varla blaub er talin.
Sýpur daubann samt úr skel
sextug, raub og galin.
Eftir Hermann Jónasson fyrrverandi for-
sætisráðherra er þessi ágæta vísa sem mörg-
um ungum mönnum hefur orðið nokkuð
stefnumótandi:
Ýmsir fara illa á því
og skal þar ab vikib,
kvennafar og fyllerí
flestir spara of mikib.
Þorleifur Konráðsson ffá Frostastöðum
lýsti svo gleðskap nokkrum og hafa aðstand-
endur þeirrar samkomu greinilega ekki spar-
að veitingar enda vísan væntanlega yngri en
ráðleggingar Hermanns:
Margir dag sér glaban gerbu,
glatt var drukkinn landi.
Urbu menn ab innanverbu
alveg hundrennandi.
Pétur Stefánsson kvað um einn ágætan
kunningja sinn og laxveiðimann:
Hans er lukkan happasein,
hleypur þó á sncerib,
er bítur hrygna ein og ein
á amorsveibarfcerib.
Eins og stundum gerist hefur þessi þátmr
nú leitt mig á aðrar slóðir en ég ætlaði í upp-
hafi og verður ekki við því gert héðan af. Er
því rétt að hann kveðji hér með orðum Hjör-
leifs Jónssonar:
Þetta er orbinn þungur róbur,
þolinmcebin dró í naust.
Þab er dýrmcett, Cub minn góbur
ab geta dáib hjálparlaust.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367 og 849 2715
dd@hvippinn.is