Skessuhorn - 23.11.2005, Síða 46
46
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005
§£lé£sijlÍ1i@!£KI
Hvaðan koma aðventuljósin?
Fyrsta sunnudag í aðventu seil-
ast landsmenn niður í geymslur
og draga fram aðventuljósin sín
til að setja út í glugga. Þegar
þessi sérkennilegu ljósaskreyt-
ingar eru komnar á sinn stað
finnst okkur mörgum jólin vera
að sönnu á næsta leyti. En hvað-
an koma aðventuljósin? Hér á
eftir verður gerð frekari grein
fyrir uppruna aðventuljósanna og
sögu þeirra hér á landi.
Hugmyndin um ljósin sjö er
komin úr Gamla testamentinu
þar sem sjö arma ljósastikan var
mikill helgidómur í musterinu.
Þar virðist ljósastikan þó hafa
verið lárétt og var ekki á al-
mannafæri.
Kaupsýslumaður einn í
Reykjavík hét Gunnar Asgeirs-
son, ættaður úr Önundarfirði.
Hann átti mikil skipti við sænsk
fyrirtæki og flutti til að mynda
bæði inn Volvo og Husquarna. I
einni verslunarferð sinni í Stokk-
hólmi fyrir jól kringum 1964
rakst hann á einfalda trépýramída
með sjö ljósum og allavegana í
laginu. Hér var um að ræða nýj-
ung í Svíþjóð; lítt þekktir smá-
framleiðendur voru að reyna að
koma föndri sínu á framfæri í
jólavertíðinni. Þessi framleiðsla
hafði þá ekki slegið í gegn í Sví-
þjóð og mun ekki hafa gert fyrr
en um 1980. Jólastjörnur og litlir
stjakar voru þar hin hefðbundna
gluggaskreyting á aðventu.
Gunnari datt hinsvegar í hug að
þetta gæti verið sniðugt að gefa
gömlum frænkum sínum slík ljós.
Hann keypti þrjú lítil ljós og þau
gerðu mikla lukku hjá frænkun-
um og vinkonum þeirra. Gunnar
keypti því fleiri ljós næsta ár til
gjafa sem hlutu sömu viðtökur.
Þá fyrst fór hann að flytja þetta
inn sem verslunarvöru og smám
saman þótti það naumast hús
með húsi ef ekki er slíkt glingur í
gluggum.
Þetta fyrirbæri hefur vakið
mikla athygli útlendinga sem
hingað koma um jólaleytið. Þjóð-
minjasafnið fær oft upphringing-
ar utan úr heimi vegna þessa og
margir Biblíufróðir spyrja hvort
gyðingdómur sé mjög rótgróinn
á Islandi. Það þykir sannast sagna
heldur snautlegt þegar upplýst er
hversu ofur ung og veraldleg
þessi skreyting í rauninni er.
(af Vísindavefnum)
Blak krakkar í
Grundarfirði
Krakkablak hefur verið stundað í
Grundarfirði í tvo vetur og eru 45
-50 börn og unglingar að æfa í
hverri viku en þau eru á aldrinum 6
til 16 ára. Strax frá fyrsta degi hef-
ur verið mikill áhugi hjá krökkun-
um að æfa blak. Nýverið fengu síð-
an unglingarnir að spreyta sig á
sínu fyrsta fullorðins blakmóti, sem
haldið var í Stykkishólmi. Þau
stóðu sig vonum ffamar og var
gaman að sjá hvað þau lögðu sig
fram á mótinu. Öll höfðu þau bæði
mikið gagn og gaman af þessu og
voru harðákveðin í að gera betur á
næsta móti. KH
_ A
Frábœrtframtak
Lionsklúbburinn Eðna á Akra-
nesi á þakkir skildar fyrir að hafa
staðið fyrir minningartónleikum
um Karl J. Sighvatsson. Það var
löngu tímabært að hans minning
yrði heiðruð hér á Akranesi og í
Bíóhöllinni á Akranesi, þeim stað
þar sem hann kom fyrst ffam opi-
berlega eftir því sem ég veit best
áriðl958. Tónleikar þessir voru
magnaðir og öllum til sóma, ekki
bara Lionskonunum heldur líka
tónlistarfólkinu sem þar kom ffam.
Það fór líka vel á því að hagnaður af
tónleikunum rann til Tónlistarkól-
ans á Akranesi. I Bíóhöllinni árið
1958 söng Kalli á árshátíð Barna-
skóla Akraness með hljómsveit
skólans og lék á bassatromu með
Lúðrasveitinni. Hann söng upp-
hafslag kvikmyndarinnar „79 af
stöðinni" við texta eftir sjálfan sig
sem ég veit ekki hvort er til á blaði
en rifjaðist upp fyrir mér eftir
minningartónleikana. Textinn lýsir
Kalla vel á þessum tíma.
Nú er þessu öllu lokið
við þökkum ykkur komuna
við vonum að þetta hafi verið
við hæfi bamanna.
Og héðan öll við höldum heim
heim til pahba og mömmu
og síðan alla söguna
við segjum afa og 'ómmu.
Það voru ekki bara þessir tónleik-
ar sem hafa gert þessar vikur
skemmtilegar á Akranesi. Haldnir
voru svokallaðir Vökudagar með
margvíslegum uppákomum sem er
frábært framtak, leiksýning hjá
Grundaskóla á söngleiknum Hun-
angsflugum og villiköttum sem er
mjög gott verk og vel gert. Við
Skagamenn megum vera stolt af
öllum þessum listviðburðum.
Gunnar Sigurðsson.
Bæjarfidtrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skólahljómsveitin sem um rœðir. Hér er Kalli lengst til hægri.
Hér er meistarinn sitjandi við trommuna jyrir miðju.
Hvað er raunveruleiki?
Um þessar mundir hellast yfir
okkur íslenskir og erlendir „raun-
veruleika"- þættir sem flestir eiga
það sammerkt að höfða til ungs
fólks. Skilaboðin í þessum þáttum
eru mörg hver á þann veg að laus-
læti og skemmtanir séu það sem
gefur lífinu gildi. Til viðbótar við
þessa þætti eru sýndir snemma á
kvöldin íslenskir grínþætti r sem
einnig ganga að miklu leyti út á að
höfða til lægstu hvata auk þess sem
reynt er á margvíslegan hátt að
ganga ffam af fólki með heimsku-
legri og jafnvel hættulegri hegðun.
Síðastliðið vor vöktu Heimili og
skóli ásamt Umboðsmanni barna
athygli á því að sjónvarpsstöðvar
væru í auknum mæli farnar að bjóða
upp á efni á kjörtíma á kvöldin sem
ekki gæti talist við hæfi barna. Bent
var á að tími væri kominn til að
staldra við og skoða þessa þróun.
Heyrist í foreldrum í
gegnum „hávaðann“?
Óumdeilt er að foreldrar bera á-
byrgð á uppeldi barna sinna og hver
og einn getur slökkt á sínu tæki eða
sagt upp þeim stöðvum sem bjóða
upp á dagskrá af þessu tagi. Ljóst er
að sjónvarp er sterkur miðill og
reynslan sýnir að það sem börnin
horfa á hefur mikil áhrif á þau. Því
er mikilvægt að foreldrar séu með-
vitaðir um það hvað börnin horfa á
en hvert og eitt foreldri getur að-
eins tekið ábyrgð á sínu bami en
ekki annarra manna börnum.
Margir foreldrar spyrja sig þessa
dagana hvaða tilgangi það þjónar að
vera að sýna svona þætti á þeim
tíma sem íjölskyldan vill gjarnan
eiga notalega stuiutTyrir framan
sjónvarpið? Hvaða siðferðislegu
skilaboð viljum við að börnin og
unglingarnir fái í gegnum sjónvarp?
Hvaða hugmyndir um t.d. hlutverk
kynjanna era þau að fá? Foreldrar
sem uppalendur miðla til barnanna
þeim siðferðislegu gildum sem
samfélagið er samstíga um að gildi í
okkar þjóðfélagi. Rödd foreldra
getur aftur á móti orðið ansi
hjáróma þegar önnur skilaboð
dynja sífellt á börnunum annars
staðar ffá.
Stöldrum við!
Foreldrar þurfa að vera vakandi
yfir því sem börnin og unglingarnir
þeirra era að horfa á. Upplagt er að
slökkva á sjónvarpinu og nýta þess-
ar fáu mínútur sem fjölskyldan hef-
ur til umráða eftir langan vinnudag
til að gera eitthvað skemmtilegt og
uppbyggilegt saman. Foreldrar vilja
samt ekki þurfa að loka sig ffá um-
heiminum til þess að vernda börnin
gegn þeim óæskilegu skilaboðum
sem tröllríða nú öldum ljósvaka-
miðlanna. Því er tími til kominn að
staldra við og skoða af alvöru
hvernig fjölmiðla við viljum hafa og
hvort setja þurfi reglur til þess að
stoppa þessa þróun af, en þá leið
hafa sum nágrannalönd okkar farið.
Sagt hefur verið að það þurfi heilt
þorp til þess að ala upp barn og ljóst
er að allir í samfélaginu bera ábyrgð
sem þeir þurfa að axla - líka fjöl-
miðlarnir.
Elín Thorarensen, framkvæmda-
stjóri Heimilis og skóla
Hjörtur áfram
Hjörtur Hjartarson, framherji ÍA og
Knattspymuféiag ÍA hafa komist
að samkomulagi um að ieikmað-
urinn verði hjá félaginu næsta
sumar en samningur hans rann út
núna í haust. Hjörtur, sem varð
markakóngur úrvalsdeildarinnar
2001 lék vel fyrir-ÍA f sumar og
skoraði meðal annars sex mörk.
Það er því Ijóst að það er fengur
fyrir ÍA að hafa tryggt sér krafta
hans áfram og fyrir hann sjáifan
því hann hefur lýst því yfir að
hann vilji helst hvergi annarsstað-
ar spila. Á hinn bóginn liggur fyrir
að ÍA vantar framherja fyrir næsta
sumar þar sem Sigurður Ragnar
Eyjólfsson leikur ekki með næsta
ár.
GE
Víða rólegt
hjá brids-
félögunum
Félagsstarf flestra bridsfélaganna
á Vesturlandi er með rólegra móti
í haust og svo virðist sem þátt-
taka í íþróttinni sé á undanhaldi.
Undantekning er þó líflegt starf
hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar, en
þar hófst fyrir tveimur vikum aðal-
tvímenningur vetrarins með þátt-
töku 40 spilara. Hjá Bridsfélaginu
á Akranesi fengust þær upplýs-
ingar að undanfarið hefur verið
spilað á 4-6 borðum og er það
svipuð eða heldur minni þátttaka
en undanfarin ár. Þó gerir Einar
Guðmuhdsson, formaður félags-
ins ráð fyrir því að fleiri muni taka
þátt í Akranesmeistaramótunum í
sveitakeppni og tvímenningi sem
hefjast eftir áramót. Bridsfélagið í
Borgarnesi hefur verið líflftið að
undanförnu, en nokkrir félagar
þaðan sækja Borgfirðinga heim í
Logaland. Svipaða sögu er að
segja úr Grundarfirði en þar er
brids spilað á tveimur borðum í
heimahúsi um þessar mundir.
Það er því Ijóst að víða þarf að
hlúa vel að nýliðun í þessum fé-
lögum til að starfsemi þeirra eigi
ekki að leggjast endanlega af.
MM
Gera það
gott með
Heerenveen
Það er óhætt að segja að Skaga-
mennirnir tveir hjá hollenska fé-
laginu Heerenveen séu að gera
það gott þessa dagana. Arnór
Smárason lék um helgina með 19
ára liði félagsins sem sigraði ná-
granna sína í Groningen 3-2 á úti-
velli. Á sama tíma töpuðu keppi-
nautarnir hjá Ajax og Feyenoord
gerði jafntefli þannig að lið Heer-
enveen er nú f 2. sæti deildarinn-
ar, tveimur stigum á eftir liði
Feyenoord. Arnór lék sem fram-
herji í leiknum og stóð sig mjög
vel.
Björn Jónsson lék á sama tíma
með 17 ára liðinu og átti einnig
frábæran leik. Þeir gerðu sér lítið
fyrir og unnu lið Ajax 2-1 á heima-
velli og skoraði Björn sigurmarkið
í leiknum. Með sigrinum skaust
liðið upp að hlið Ajax í annað sæti
deildarinnar. Það er því Ijóst að
þessir ungu Skagamenn eru að
gera það gott í Hollandi í firna-
sterkum unglingaliðum Heeren-
veen sem er að skáka stóru liðun-
um í unglingastarfi sem Hollend-
ingar eru þekktir fyrir um heim all-
an. MM