Morgunblaðið - 20.05.2019, Síða 9

Morgunblaðið - 20.05.2019, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is STIMPILPRESSUR Loftpressur af öllum stærðum og gerðum Mikið úrval af aukahlutum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Við ákváðum að gera eitthvað sam- eiginlega og það mæltist mjög vel fyr- ir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um Alþingisdag- inn sem haldinn var sl. föstudag, en þar var fundað með bæði þing- mönnum og starfs- fólki þingsins og farið yfir ýmis mál sem snerta þingið sem sameigin- legan vinnustað. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem dagur af þessu tagi er haldinn í þinginu þar sem bæði þing- menn og starfsmenn koma saman, ut- an jólahlaðborða, og segir Stein- grímur að það sé ekki ólíklegt að dagurinn verði haldinn aftur. „Bæði þingmenn og starfsmenn sem ég heyrði í voru mjög ánægðir, og þetta undirstrikar það að við erum einn vinnustaður og eitt samfélag. Við vinnum í miklu návígi og erum hvert öðru háð í þeim skilningi að starfsemi Alþingis væri ekki beysin nema fyrir okkar starfsfólk,“ segir Steingrímur. Útboð hefjist á næstunni Á Alþingisdeginum var meðal ann- ars farið yfir stöðuna á fyrirhuguðum nýbyggingum þingsins í Vonarstræti, en Steingrímur segir þau áform vera vel á veg komin og að útboð hefjist fljótlega. Fyrst verði boðin út vinna við steinklæðningu hússins og svo jarðvegsframkvæmdir á þessu ári, og sjálfar byggingarframkvæmdirnar á næsta ári. Steingrímur segir að líklegt sé að byggingin verði tekin í notkun á árinu 2023, en að vonandi verði mestu framkvæmdirnar afstaðnar ári fyrr. Auk nýbyggingarinnar hlaut þing- ið einnig viðurkenningu Umhverfis- stofnunar fyrir að hafa stigið annað Græna skrefið í umhverfismálum, og tók Steingrímur við þeirri viðurkenn- ingu fyrir hönd þingsins. Þá var einn- ig farið yfir nýjar reglur um hags- munaskráningu og að lokum var farið yfir fyrirhugaða könnun á starfsum- hverfi og líðan meðal fyrrverandi og núverandi þingmanna og starfs- manna. Segir Steingrímur að m.a. verði spurt um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum, og þeim hluta háttað þannig að hægt sé að bera niðurstöð- urnar saman við nýlega könnun al- þjóðaþingmannasamtakanna. „En þetta verður líka könnun um almenna líðan fólks og samskipti á vinnustaðn- um,“ segir Steingrímur og segir að m.a. hafi verið tekið mið af könnun sem sænska þingið lét gera árið 2016, en gert er ráð fyrir að könnunin hefj- ist í haust. Nýbyggingin kynnt þingmönnum  Þingmenn og starfsfólk þingsins héldu sameiginlegan fund um málefni vinnustaðarins  Nýbygg- ing í Vonarstræti vonandi tekin í notkun árið 2023  Líðan þingmanna og starfsfólks könnuð í haust Ljósmynd/Alþingi Nýbyggingin Farið var m.a. yfir byggingaráform þingsins á Alþingisdeg- inum, en vonir standa til að byggingin verði tekin í notkun árið 2023. Steingrímur J. Sigfússon Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einn af þeim sem héldu erindi á opnu húsi Brakkasamtakanna í gær. Þar sagði hann meðal annars að stökkbreyting í BRCA-geni, sem eykur til muna líkurnar á krabba- meini, væri það gjald sem nokkrir einstaklingar þyrftu að greiða fyrir þróun mannkynsins enda stökk- breytingar forsenda þess að maður- inn geti haldið áfram að þróast. „Þið sem berið þessa stökkbreyt- ingu eruð svo sannarlega að borga prís fyrir okkur hin svo okkur hinum ber skylda til þess að hlúa að ykkur, takast á við þessa stökkbreytingu og sjá til þess að sá prís sem þið borgið fyrir hana sé eins lítill og mögulegt er.“ Opna húsið var haldið í tilefni opn- unar á heimasíðu Brakkasamtak- anna. Þar eru nú aðgengilegar mun meiri upplýsingar en áður fyrir þau sem greinst hafa með stökkbreyt- inguna. ragnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Hari BRCA Þeir sem bera stökkbreytinguna eru allir í mikilli hættu, sagði Kári. Arfberar greiða fyrir þróun manna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.