Morgunblaðið - 20.06.2019, Síða 54

Morgunblaðið - 20.06.2019, Síða 54
Wasabi er vinsælt í japanskri matar- gerð, þá ekki síst með sushi, en fæstir átta sig á því að hið græna mauk sem boðið er upp á á veit- ingastöðum er bara piparrótar- mauk með græn- um matarlit. Það er því sannarlega gleði- efni að loks skuli hægt að fá alvöru rót hér á landi og ekki síður að hér sé um íslenska framleiðslu að ræða. Ljósmynd/Nordic Wasabi Gleðitíðindi Það er mikill happafengur fyrir íslenska matgæðinga að geta nú keypt ferska wasabi-rót hér á landi. Ferskt wasabi komið í Hagkaup Þau gleðitíðindi berast nú að hægt sé að fá ferska wasabi-rót frá Nordic Wasabi í verslunum Hagkaups. Wasabi hefur verið illfáanlegt enda hægvaxta rót sem ekki er á allra færi að rækta. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Hamborgarar 4 stk. hamborgari + brauð 1 pk. Toro bernaise-sósa Bezt á borgarann krydd 4 ostsneiðar Kál, tómatar, paprika, rauðlaukur, súrar gúrkur Útbúið bernaise-sósu samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leggið til hliðar, hrærið reglulega í henni á meðan annað er útbúið. Grillið hamborgara, kryddið með vel af Bezt á borgarann og setjið ost- sneið á hvert kjöt. Skerið grænmetið niður og raðið að lokum á borgarann ásamt vel af bernaise-sósu.Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Það er fátt einfaldara og betra en að grilla hamborgara enda hefur sala á hamborgurum sjaldan verið meiri. Hér erum við með svaðalega útgáfu úr smiðju Berg- lindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is þar sem hún setur bernaise-sósu á borgarann og geri aðrir betur. Bernaise-borgarar og kótelettuveisla Góðborgari Bernaise á borgarann hljómar eins og sannkallaður draumaborgari. 700 g úrbeinuð kjúklingalæri (ég nota Rose Poultry) 200 g matreiðslurjómi 40 g parmesanostur ½ teningur kjúklingakraftur 3 hvítlauksrif Ein lúka fersk basilíka 60 g sólþurrkaðir tómatar Aðferð: 1. Steikið kjúklingalæri á pönnu í 16 mínútur eða þar til þau verða fullelduð og setjið salt og pipar eftir smekk 2. Skerið sólþurrkaða tómata í litla bita 3. Pressið hvítlauksrifin 4. Raspið parmesanostinn 5. Saxið basilíku 6. Blandið þessu öllu saman ásamt rjómanum í pott og bræð- ið saman 7. Berið sósuna fram með kjúklingnum Kjúklingur í basil- parmesansósu Ljósmynd/Íris Blöndahl Þessi uppskrift að kjúklingi þykir algjört sælgæti. Það er engin önnur en Íris Blöndahl á GRGS.is sem á heiðurinn af henni en hér er hún innblásin af því besta sem ítölsk matar- gerð hefur upp á að bjóða. Ómótstæðilegur Það er fátt sem toppar bragð- góðan kjúklingarétt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.