Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Page 35

Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Page 35
Fjölmiðlun og menning 2003 33 Inngangur Ritið Fjölmiðlun og menning er nú gefið út á ný. Líkt og heiti ritsins ber með sér fjallar það um starfsemi fjölmiðla og menningastarfsemi í tölum. Auð auki er þar að finna ýmislegt talnaefni um síma og fjarskipti og tölvur, Netið og marg- miðlun. Frá því að Fjölmiðlun og menning kom fyrst út árið 1999 hefur verið aukið talsvert við efnið og það endurbætt að nokkru. Tilgangur ritsins er tvíþættur: Því er ætlað að gagnast sem uppsláttarrit öllum þeim sem þurfa á að halda aðgengilegum og samræmdum tímaröðum um fjölmiðla og menningarstarf hvort heldur er til að varpa ljósi á sögulega framvindu eða til samanburðar við önnur þjóðfélög. í annan stað er því ætlað að nýtast sem undirstöðuheimild fyrir þá sem leggja stund á fjölmiðlarannsóknir og þá sem fást við skipulag menningarmála og stefnumótun. Þessi útgáfa Fjölmiðlunar og menningar skiptist í 25 efniskafla, auk viðauka, sem hafa að geyma vel yfir 500 töflur og tæplega hálft annað hundrað myndrita. Fyrri tímamörk ritsins eru breytileg og ráðast í flestum tilfella af því hve langt aftur töluleg gögn ná. Síðari tímamörk eru að öllu jöfnu sett við árin 2001 og 2002, eða eins langt fram og tölur voru tiltækar er lokahönd var lögð á ritið fyrir útgáfu. Efnið er mismikið eftir köflum. Stafar það að sjálfsögðu af ólíku umfangi tiltækra heimilda eftir efnisflokkum. Sumt af efninu hefur ekki birst áður. Fjölmiðlun og menning er nú gefin bæði út á bók og disk. Sá háttur hefur verið hafður hér á að tímaraðir taflna og myndrita sem bókin hefur að geyma miðast að öllu jöfnu árabilið 1991 og fram til þess tíma að seinustu tölur voru tiltækar, en á diski eru tímaraðir birtar eins langt aftur og töluleg gögn leyfa. Til hæginda fyrir lesendur er töflunúmer og árabil tilgreint í hornklofa fyrir neðan töflur í bók ef tímaröð, framsetning og flokkun talna er önnur á diski. Efni bókarinnar er af margvíslegum uppruna: úr gagna- safni Flagstofunnar, skýrslum opinberra stofnanna og upplýsingar fyrirtækja og samtaka. Upphafs skýrslugerðar Flagstofunnar um fjölmiðla og menningu er að leita til aðildar Islands að Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, árið 1964. Skýrslur um menningarmál voru birtar nær árvisst í Hagtíðindum á árunum 1969-1981 og í samandregnu formi í Tölfrœðihandbók 1967, 1974 og 1984. Er fram í sótti dróst skýrslugerðin saman og var næsta takmörkuð allt fram til ársins 1996 er gagnasöfnun var hafin á ný. Arlega óskar Hagstofan eftir tölulegum upplýsingum frá stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum í fjölmiðlun og menningarstarfsemi. Arangur slíks starfs næst trauðla nema sanngirni ráði för. Því hefur ávalt verið haft að leiðarljósi að svarbyrði sé stillt í hóf og að gagnasöfnunin fari fram með sem bestu samkomulagi við alla hlutaðeigandi. Skemmst er frá því að segja að heimtur hafa verið með ágætum. Öllum þeim fjölmörgu sem sinnt hafa beiðni Hagstofunnar og veitt upplýsingar er þakkað heilshugar. Leitast hefur verið við að ritið dragi upp sem gleggsta mynd af fjölmiðla- og menningarstarfseminni frá einum tíma til annars. Hér er þó ekki um tæmandi úttekt að ræða, hvorki í félagslegu, menningarlegu eða efnahagslegu tilliti. Næsta víst er að einhverjir hefðu kosið að efnisval og efnistök væru með öðrum hætti en hér birtist. Því er til að svara að verki sem þessu eru eðlilega reistar skorður, tímans og rúmsins vegna.1 Kapp hefur verið lagt á að velja efnið eins nálægt frumheimild og framast er kostur. Aður birt efni hefur verið endurbætt og leiðrétt í samræmi við aukin og endurskoðuð talnagögn án þess sé getið sérstaklega. Flokkun efnis er miðuð við alþjóðlega staðla þar sem þeirra nýtur við, um leið hefurþess verið gætt að framsetning efnisins endurspegli séríslenskar aðstæður. Aðaláhersla er lögð á landstölur, en tölur fyrir einstök landsvæði eru takmarkaðari. Mest af talnaefni bókarinnar er grunntölur ásamt samtölum þeirra. Lesendum til hæginda eru tölur um hlutfallslega skiptingu og magntölur m.v. fjölda íbúa birtar þar sem slíkt á við efni málsins samkvæmt. Notendum ritsins er að öðru leyti látið eftir að reikna út afleiddar stærðir. Allar fjárhæðir eru sýndar á verðlagi viðkomandi árs. Neðst við hverja töflu er heimilda getið og nauðsynlegar upplýsingar um eðli og umfang talnanna. I sumum taflanna er brot í tímaröðum. A það einkum við um lengri tímaraðir. Stafar það ýmist af því að skilgreiningar hafa breyst eða að tölulegar heimildir skortir um lengra eða skemmra árabil. Eru lesendur beðnir að taka mið af þessu við túlkun talna frá einum tíma til annars. Töflur og myndrit eru bæði á íslensku og ensku. Á innra kápublaði er getið helstu tákna sem fyrir koma í töflum. Hér á eftir skal lítillega gerð grein fyrir efni hvers kafla ritsins (bókar og disks) um sig: I. Atvinnugreinar. I þessum kafla er birt efni um nokkrar rekstarstærðir fjölmiðlunar, fjarskipta og menningar- starfsemi, s.s. um veltu, mannafla, launagreiðslur og hagnað og þýðingu þessara greina í landsframleiðslunni. Atvinnu- greinum er hér skipt samkvæmt ISIC-staðli fram til 1997, sem er talsvert frábrugðin þeirri skiptingu sem notuð er annars staðar í þessu riti. Tölur frá 1998 og síðar eru hins vegar birtar samkvæmt ISAT-atvinnugreinaflokkuninni. Samanburður talna fyrir og eftir 1998 er því erfiðleikum bundinn.2 1 I þessu riti er til að mynda ekki að finna neitt efni um íþróttir og æskulýðsmál, trúmál, starfsemi þjóðbókasafns og rannsóknar- bókasafna og skjalasafna sem gjarnan hafa flotið með í tölfræði um menningarmál. Færa má fyrir því rök að betur fari á því að sumt af þessu efni heyri undir aðra málaflokka í opinberri tölfræði á meðan annað myndi sjálfstæða efnisflokka. Ymislegt talnaefni um þessa efnisflokka er m.a. að finna í Landshögum 1991 o.áfr. 2 Flafi einhverjir hug á að skyggnast lengra aftur en það yfirlit sem hér er birt nær til, þá skal hlutaðeigandi bent á útgáfur fyrrum Þjóðhagsstofnunar, einkum Atvinnuvegaskýrslur. -Um umfang upplýsingatækniiðnaðarins skal bent á úttekt norrænu hag- stofanna, Nordic Information Society Statistics 2002 (Kaup- mannahöfn, 2002; einnig á vef Hagstofunnar undir útgáfur: www.hagstofa.is/) og fyrri útgáfur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340
Page 341
Page 342
Page 343
Page 344
Page 345
Page 346
Page 347
Page 348
Page 349
Page 350
Page 351
Page 352
Page 353
Page 354
Page 355
Page 356
Page 357
Page 358
Page 359
Page 360
Page 361
Page 362
Page 363
Page 364
Page 365
Page 366
Page 367
Page 368
Page 369
Page 370
Page 371
Page 372
Page 373
Page 374
Page 375
Page 376
Page 377
Page 378
Page 379
Page 380
Page 381
Page 382
Page 383
Page 384
Page 385
Page 386
Page 387
Page 388
Page 389
Page 390
Page 391
Page 392
Page 393
Page 394
Page 395
Page 396
Page 397
Page 398
Page 399
Page 400
Page 401
Page 402
Page 403
Page 404
Page 405
Page 406
Page 407
Page 408
Page 409
Page 410
Page 411
Page 412
Page 413
Page 414
Page 415
Page 416
Page 417
Page 418
Page 419
Page 420
Page 421
Page 422
Page 423
Page 424
Page 425
Page 426
Page 427
Page 428
Page 429
Page 430
Page 431
Page 432
Page 433
Page 434
Page 435
Page 436
Page 437
Page 438
Page 439
Page 440
Page 441
Page 442
Page 443
Page 444
Page 445
Page 446
Page 447
Page 448
Page 449
Page 450
Page 451
Page 452
Page 453
Page 454
Page 455
Page 456
Page 457
Page 458
Page 459
Page 460
Page 461
Page 462
Page 463
Page 464
Page 465
Page 466
Page 467
Page 468

x

Fjölmiðlun og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölmiðlun og menning
https://timarit.is/publication/1385

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.