Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Side 35
Fjölmiðlun og menning 2003
33
Inngangur
Ritið Fjölmiðlun og menning er nú gefið út á ný. Líkt og
heiti ritsins ber með sér fjallar það um starfsemi fjölmiðla og
menningastarfsemi í tölum. Auð auki er þar að finna ýmislegt
talnaefni um síma og fjarskipti og tölvur, Netið og marg-
miðlun. Frá því að Fjölmiðlun og menning kom fyrst út árið
1999 hefur verið aukið talsvert við efnið og það endurbætt
að nokkru.
Tilgangur ritsins er tvíþættur: Því er ætlað að gagnast sem
uppsláttarrit öllum þeim sem þurfa á að halda aðgengilegum
og samræmdum tímaröðum um fjölmiðla og menningarstarf
hvort heldur er til að varpa ljósi á sögulega framvindu eða
til samanburðar við önnur þjóðfélög. í annan stað er því
ætlað að nýtast sem undirstöðuheimild fyrir þá sem leggja
stund á fjölmiðlarannsóknir og þá sem fást við skipulag
menningarmála og stefnumótun.
Þessi útgáfa Fjölmiðlunar og menningar skiptist í 25
efniskafla, auk viðauka, sem hafa að geyma vel yfir 500
töflur og tæplega hálft annað hundrað myndrita. Fyrri
tímamörk ritsins eru breytileg og ráðast í flestum tilfella af
því hve langt aftur töluleg gögn ná. Síðari tímamörk eru að
öllu jöfnu sett við árin 2001 og 2002, eða eins langt fram og
tölur voru tiltækar er lokahönd var lögð á ritið fyrir útgáfu.
Efnið er mismikið eftir köflum. Stafar það að sjálfsögðu af
ólíku umfangi tiltækra heimilda eftir efnisflokkum. Sumt af
efninu hefur ekki birst áður.
Fjölmiðlun og menning er nú gefin bæði út á bók og disk.
Sá háttur hefur verið hafður hér á að tímaraðir taflna og
myndrita sem bókin hefur að geyma miðast að öllu jöfnu
árabilið 1991 og fram til þess tíma að seinustu tölur voru
tiltækar, en á diski eru tímaraðir birtar eins langt aftur og
töluleg gögn leyfa. Til hæginda fyrir lesendur er töflunúmer
og árabil tilgreint í hornklofa fyrir neðan töflur í bók ef
tímaröð, framsetning og flokkun talna er önnur á diski.
Efni bókarinnar er af margvíslegum uppruna: úr gagna-
safni Flagstofunnar, skýrslum opinberra stofnanna og
upplýsingar fyrirtækja og samtaka. Upphafs skýrslugerðar
Flagstofunnar um fjölmiðla og menningu er að leita til
aðildar Islands að Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu
þjóðanna, UNESCO, árið 1964. Skýrslur um menningarmál
voru birtar nær árvisst í Hagtíðindum á árunum 1969-1981
og í samandregnu formi í Tölfrœðihandbók 1967, 1974 og
1984. Er fram í sótti dróst skýrslugerðin saman og var næsta
takmörkuð allt fram til ársins 1996 er gagnasöfnun var hafin
á ný.
Arlega óskar Hagstofan eftir tölulegum upplýsingum frá
stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum í fjölmiðlun
og menningarstarfsemi. Arangur slíks starfs næst trauðla
nema sanngirni ráði för. Því hefur ávalt verið haft að
leiðarljósi að svarbyrði sé stillt í hóf og að gagnasöfnunin
fari fram með sem bestu samkomulagi við alla hlutaðeigandi.
Skemmst er frá því að segja að heimtur hafa verið með
ágætum. Öllum þeim fjölmörgu sem sinnt hafa beiðni
Hagstofunnar og veitt upplýsingar er þakkað heilshugar.
Leitast hefur verið við að ritið dragi upp sem gleggsta
mynd af fjölmiðla- og menningarstarfseminni frá einum
tíma til annars. Hér er þó ekki um tæmandi úttekt að ræða,
hvorki í félagslegu, menningarlegu eða efnahagslegu tilliti.
Næsta víst er að einhverjir hefðu kosið að efnisval og
efnistök væru með öðrum hætti en hér birtist. Því er til að
svara að verki sem þessu eru eðlilega reistar skorður, tímans
og rúmsins vegna.1 Kapp hefur verið lagt á að velja efnið
eins nálægt frumheimild og framast er kostur. Aður birt efni
hefur verið endurbætt og leiðrétt í samræmi við aukin og
endurskoðuð talnagögn án þess sé getið sérstaklega.
Flokkun efnis er miðuð við alþjóðlega staðla þar sem
þeirra nýtur við, um leið hefurþess verið gætt að framsetning
efnisins endurspegli séríslenskar aðstæður. Aðaláhersla er
lögð á landstölur, en tölur fyrir einstök landsvæði eru
takmarkaðari. Mest af talnaefni bókarinnar er grunntölur
ásamt samtölum þeirra. Lesendum til hæginda eru tölur um
hlutfallslega skiptingu og magntölur m.v. fjölda íbúa birtar
þar sem slíkt á við efni málsins samkvæmt. Notendum
ritsins er að öðru leyti látið eftir að reikna út afleiddar
stærðir. Allar fjárhæðir eru sýndar á verðlagi viðkomandi
árs. Neðst við hverja töflu er heimilda getið og nauðsynlegar
upplýsingar um eðli og umfang talnanna. I sumum taflanna
er brot í tímaröðum. A það einkum við um lengri tímaraðir.
Stafar það ýmist af því að skilgreiningar hafa breyst eða að
tölulegar heimildir skortir um lengra eða skemmra árabil.
Eru lesendur beðnir að taka mið af þessu við túlkun talna frá
einum tíma til annars. Töflur og myndrit eru bæði á íslensku
og ensku. Á innra kápublaði er getið helstu tákna sem fyrir
koma í töflum.
Hér á eftir skal lítillega gerð grein fyrir efni hvers kafla
ritsins (bókar og disks) um sig:
I. Atvinnugreinar. I þessum kafla er birt efni um nokkrar
rekstarstærðir fjölmiðlunar, fjarskipta og menningar-
starfsemi, s.s. um veltu, mannafla, launagreiðslur og hagnað
og þýðingu þessara greina í landsframleiðslunni. Atvinnu-
greinum er hér skipt samkvæmt ISIC-staðli fram til 1997,
sem er talsvert frábrugðin þeirri skiptingu sem notuð er
annars staðar í þessu riti. Tölur frá 1998 og síðar eru hins
vegar birtar samkvæmt ISAT-atvinnugreinaflokkuninni.
Samanburður talna fyrir og eftir 1998 er því erfiðleikum
bundinn.2
1 I þessu riti er til að mynda ekki að finna neitt efni um íþróttir og
æskulýðsmál, trúmál, starfsemi þjóðbókasafns og rannsóknar-
bókasafna og skjalasafna sem gjarnan hafa flotið með í tölfræði
um menningarmál. Færa má fyrir því rök að betur fari á því að
sumt af þessu efni heyri undir aðra málaflokka í opinberri
tölfræði á meðan annað myndi sjálfstæða efnisflokka. Ymislegt
talnaefni um þessa efnisflokka er m.a. að finna í Landshögum
1991 o.áfr.
2 Flafi einhverjir hug á að skyggnast lengra aftur en það yfirlit sem
hér er birt nær til, þá skal hlutaðeigandi bent á útgáfur fyrrum
Þjóðhagsstofnunar, einkum Atvinnuvegaskýrslur. -Um umfang
upplýsingatækniiðnaðarins skal bent á úttekt norrænu hag-
stofanna, Nordic Information Society Statistics 2002 (Kaup-
mannahöfn, 2002; einnig á vef Hagstofunnar undir útgáfur:
www.hagstofa.is/) og fyrri útgáfur.