Úti - 15.12.1929, Síða 8
6
ÚTI
til, að allir hundarnir höfðu strokið frá okk-
ur um nóttina. Sennilegt er, að hreindýra-
hópur hafi farið fram hjá okkur áveðurs
um nóttina, og hundarnir haft veður af
þeim og ætlað að elta þau uppi. Við Nat-
kusiak fórum nú sinn veg hvor til þess að
leita hundanna, en jeg rakst þá á hóp
hreindýra og veiddi eitt þeirra.
Nú virtist engin von um að elta bjarn-
dýrið uppi, svo að við lögðum hreindýríð
á sleða okkar og snerum aftur til strandar,
þó að okkur vantaði enn besta hundinn;
hinir höfðu tínst heim að tjaldstaðnum
smátt og smátt um daginn, nema einn kom
til okkar, þar sem við vorum að flá hrein-
dýrið.
Við vorum tvo daga til strandar, en grip-
um þar í tómt. Skrælingjarnir höfðu tekið
sig upp og haldið vestur eftir til þess að
leita uppi vistirnar, sem við skildum eftir
við Oliktok. Dimt var orðið, þegar við kom-
um til strandar, en slóð skrælingjanna var
glögg, svo að við hjeldum vestur og
náðum fjelögum okkar um miðnætti. Þá
var Lindy, hundurinn góði, kominn þang-
að skömmu á undan okkur. Hann hafði
vilst og verið að flækjast í tvo daga í
óbygðunum. Hann var bæði þreyttari og
hungraðri en hundarnir, sem dregið höfðu
sleða okkar. Mjer sýndist hann vera hrygg-
ur yfir því, að hafa ekki hjálpað okkur að
draga sleðann. Mjer datt aldrei í hug, að
hann hefði hlaupið frá okkur til þess að
komast hjá að draga sleðann. Það var ekki
honum líkt. Þau tvö ár, sem við vorum
saman, lá hann aldrei á liði sínu, hvorki í
blíðu eða stríðu. Hann virtist telja sjer það
bæði Ijúft og skylt, að leggja sig allan
fram. Jeg hafði eignast hann við Mackenzie-
fljót fjórum mánuðum áður en þetta gerð-
ist, og við vorum þá nýfarnir að kynnast.
Næstu tvö árin urðum við hvor öðrum kær-
ari með degi hverjum. Jeg veit ekki, hvor-
um þótti vænna um hinn. Þegar hann fjell
frá, misti jeg besta vin minn, sem jeg mun
aldrei gleyma.
Þegar við vorum á heimleið úr bjarn-
dýrsleitinni 6. nóvember, hreptum við mót-
vind um kvöldið. Vindhraðinn var um 15
mílur á klukkustund, og var það nóg til »
þess, að skafrenningur var nokkur. Þó að
vetrarveðrátta hefði þá haldist tvo mánuði,
hafði engan okkar kalið, en þetta kvöld
kól Natkusiak talsvert í andliti. Það er al-
geng bábilja meðal hvítra manna, að skræl-
ingjar þoli frost betur en hvítir menn. En
það fer eftir einstaklingseðli manna en ekki
þjóðerni, hvort einum er hættara en öðr-
um við kali. Það er líka komið undir blóð-
rásinni. Þó að Natkusiak þyldi kulda betur
en nokkur annar í flokki okkar, þá kól
hann í andliti fyrst af okkur á hverju ári,
og var alt af að kala allan veturinn. En
vitanlega er kal á kinnum eða nefi ekki
hættulegra en sólbruni, ef menn gæta þess,
að þíða jafnóðum með heitri hendinni.
Jafnvel landkönnuðum í norðurvegi hættir
til þess, að leggja lengi trú á ýmislegar
hjegiljur, sem þeir hafa heyrt um heim-
skautslöndin í uppvexti sínum í heitari lönd-
um. Ein af þessum hjegiljum er sú, að menn
eigi að nudda kalbletti með snjó. Fátt gæti
verið heimskulegra. Jafnvel inni í heitu her-
bergi mætti takast að frysta alt andlit manns
með því að núa það úr snjó, sem borinn
væri inn úr 40 stiga frosti eða þar um bil.
Allur vandinn við að verjast kali er að
halda höndunum hlýju n, og strjúka þeim
við og við yfir andlitið (þegar verið er úti
í miklu frosti), til þess að vita, hvort það
sje kalið. Venjulega geta menn farið nærri
um, hvort þá sje að kala í andliti, með
því að »skæla« sig. Ef einhver blettur á
andlitinu er kalinn, þá verða menn þess
varir, ef þeir gretta sig. Og þá er ráðið
þetta, að bregða hlýrri hendinni úr vetl-
ingnum og leggja hana þjett að kalblett-
unum, þangað til frostfölvinn hverfur og
stirðleikurinn.
En í aftaka frostum hafa menn þó dálítið
aðra aðferð. Þegar menn eru rjettilega búnir
í kulda, eru þeir í víðum frakka eða treyju
yst klæða, og ermarnar hafðar svo víð-
ar, að menn geti dregið hendurnar gegn-
.