Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Side 26

Skessuhorn - 18.03.2015, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Hvers vegna ætlar þú að fermast? (Spurt í Stykkishólmi) Theodóra Björk Ægisdóttir. Ég trúi á Guð og vil þjóna hon­ um. Hermann Kristinn Magnússon. Til að komast nær Guði. Vignir Steinn Pálsson. Ég fermist til að staðfesta trúna og skírnina. Guðrún Elena Magnúsdóttir. Mig langar til þess. Haraldur Björgvin Helgason. Með fermingunni staðfesti ég trú mína á Guð. Spurningin „Greiðslan var klassík níunda áratugarins“ Særún segir athöfnina hafi verið eftirminnilega, þá sérstaklega þegar kom að því að fara með ritninguna. „Þegar röðin kom að mér, fraus ég alveg og í kjölfarið fóru allir krakk­ arnir í hláturskast, eða öllu heldur ekta unglingafliss. Það var því erf­ itt að halda áfram,“ segir hún og brosir. Fermingarveislan var held­ ur fjölmenn en þó haldin heima. Hátt í sjötíu manns var boðið, þó ekki alveg allir hafi komist. „Til að rýma til fyrir veisluborði var hjónarúmi foreldra minna einfald­ lega kippt út í bílskúr. Boðið var uppá kalt borð, léttreykt svínakjöt og kjúklingaleggi sem var mjög vinsælt og fullt af meðlæti að auki. Ekki var um eiginlegt litaþema að ræða en í veislunni voru bleik­ ar áritaðar fermingarservéttur sem voru merktar mér með nafni og fermingardegi. Borðið var skreytt með hefðbundnu fermingarkerti úr Kirkjuhúsinu og blómaskreyt­ ingu,“ rifjar Særún upp. Særún fékk margar góðar gjaf­ ir. Skartgripi, hring og hálsmen, myndavél og sveppalampa sem minnir á tískuna í dag. „Sömuleiðis fékk ég orðabækur sem voru mik­ ið notaðar fyrstu tvö árin en hafa síðan staðið uppi í skáp. Það sem stendur uppúr er að ég fékk ferð í enskuskóla í Bournemouth í Bret­ landi.“ Fór hún sumarið eftir ferm­ ingu í tíu daga og lærði ensku. Það þótti ekki tiltökumál í fjölskyldu Særúnar að hún færi ein ytra þrátt fyrir ungan aldur. Særún fékk að ráða sumu í undirbúningi ferming­ arinnar, hún fór ein til Reykjavík­ ur og valdi sér fermingarfötin og hún minnist þess að hún hafi verið spurð álits um veitingarnar en full­ orðna fólkið hafi þó ráðið á end­ anum. Það var séra Jón Þorsteins­ son sem fermdi 1971 árganginn í Grundarfirði. Hann fór svo í allar fermingarveislurnar í röð og hitti fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra. Særún segir það ekki hafa tíðkast að fermingarbörnin færu í veislur hvors annars. „Aðalsport­ ið var svo að hittast eftir veislurn­ ar og fara saman í Ásakaffi þar sem við fengum gefins ís í tilefni ferm­ ingardagsins,“ segir Særún að end­ ingu. eha/grþ Særún Sigurjónsdóttir fermdist árið 1985: Á fallegum hvítasunnudegi árið 1985 fermdust tíu börn í Grundarfirði. Í þeirra hópi var Særún Sigurjónsdóttir og segir hún daginn hafa einkennst af spennu og gleði. „Fullt af ættingjum voru komnir frá Reykjavík til að hjálpa til við undirbúning veislunnar og til að samgleðjast mér,“ segir hún. Særún minnist þess að hafa vaknað eldsnemma til að fara í hárgreiðslu en það kom hárgreiðslukona úr Reykjavík til að greiða öllum fermingarstelpunum í Grundarfirði. „Greiðslan var klassík níunda áratugarins; „vængir í kamb“ með brúðars- löri sem voru pínulítil hvít blóm næld í kambinn. Dressið var sömuleiðis í stíl níunda áratugarins. Bleikt pils, hvít skyrta og grátt bindi. Ég var svo í gráum hælaskóm í stíl við bindið og í bleikum jakka yfir.“ Fermingarbarnið við veisluborðið. Særún Sigurjónsdóttir fermdist fyrir þrjátíu árum í Grundarfirði. Hér er hún ásamt börnum sínum, Aniku Védísi og Antoni Bjarma. „Þegar ég fermdist skipti máli að vera fínn í tauinu“ Ögmundur Runólfsson fermdist árið 1954: „Þegar ég fermdist skipti máli að vera fínn í tauinu því ekki var byrj­ að að hylja fermingabörnin með kyrtli. Sá siður var tekinn upp ári síðar í Ólafsvík. Hans árgangur hafi því verið sá síðasti til að fermast án kyrtilsins. Einhverju eftir ferm­ inguna var Ögmundur svo sendur aftur til Reykjavíkur þar sem hann fór í myndatöku í fermingafötunum. „Sú mynd hefur aldrei birst áður þar sem ég var heldur ósáttur við hvern­ ig kona föðurbróður míns greiddi mér fyrir myndatökuna,“ segir hann og hlær við endurminninguna. „Á fermingardaginn sjálfan var vaknað snemma og ég klædd­ ur í nýju fötin og pússaður til. At­ höfnin var eftir hádegið og það var Séra Magnús Guðmundsson sem fermdi ´40 árganginn eins og svo marga aðra árganga í Ólafsvík, því hann þjónaði sókninni í 40 ár. Eft­ ir athöfnina kom Séra Magnús svo í veislu Ögmundar ásamt konu sinni Frú Rósu Einarsdóttur Thorla­ cius.“ Séra Magnús fór reyndar í all­ ar veislurnar en sérstaklega kært var milli Frú Rósu, eins og hún var jafn­ an kölluð, og fjölskyldu Ögmund­ ar. „Það var vegna þess að Frú Rósa tók á móti mér í þennan heim. Ég á enn gjafir sem prestshjónin gáfu mér á skírnardaginn og bankabók­ in sem þau gáfu mér í fermingar­ gjöf fylgdi mér þar til Sparisjóður­ inn féll í hruninu,“ segir Ögmundur. Hann rifjar upp að hann hafi fengið, það sem þótti á þessum tíma, tölu­ verða fjármuni í fermingagjöf og einhverjar bækur. „Fermingarpen­ ingarnir dugðu mér fyrir 100 krónu Kodak kassamyndavél og reiðhjóli sem var einhverju dýrara en mynda­ vélin.“ Ögmundur segir fermingar­ börnin hafa haldið hópinn þau sex­ tíu ár sem liðin eru frá merkisdegin­ um. Það þrátt fyrir að hafa ekki öll ílengst í Ólafsvík. Ögmundur tek­ ur fram að nokkur þeirra hafi hist í seinasta mánuði og öll síðasta sum­ ar. Það verður að teljast merkileg samheldni fermingarbarnahóps. eha Alls fermdust níu börn í Ólafsvík þann 31. maí árið 1954. Eitt þeirra var Ögmundur Runólfsson og segir hann ljóma yfir fermingardeginum. „Ég var sendur til föðurbróður míns í Reykjavík, þar sem farið var með mig í búðir til að kaupa fermingarfötin. Þau voru hámóðins og keypt í verslun Ander- sen & Lauth við Laugaveg,“ segir Ögmundur þegar hann er spurður út í undirbúning fermingarinnar. Hann bætir því við að hann hafi verið mjög sáttur með fötin. Árgangur ‘41 úr Ólafsvík. Myndin er tekin árið 2004 á 50 ára fermingarafmæli hópsins. Efri röð talið frá vinstri: Sævar Þórjónsson, Ögmundur Runólfsson, Bragi Eyjólfsson og Þorleifur Magnússon. Neðri röð talið frá vinstri: Kristbjörg Elíasdóttir, Svava Alfonsdóttir, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Hulda Ingvadóttir og Guðrún Tryggvadóttir. Fermingardrengurinn í nýju fermingardressi, heldur ósáttur við hárgreiðsluna. Það er eitthvað sem mörg fermingarbörn kannast við. Fermingarbörn liðinna áratuga í máli og myndum. Framhald

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.