Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 28

Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Hvers vegna ætlar þú að fermast? (Spurt í Borgarnesi) Ólafur Kristján Fjeldsted. Trú á minn mann og svolítið vegna pakkanna. Sölvi Freyr Björnsson. Gaman að sýna að maður trú­ ir á Guð, en ég hef alltaf trúað á Guð. Svo er gaman að hitta ættingjana og að fá gjafir. Daníel Victor Hewigsson. Vegna þess að ég er Kristinnar trúar og ég sé enga ástæðu til að fermast ekki. Lára Sif Jóhannesdóttir. Af því að ég trúi á Jesú. Bára Sara Guðfinnsdóttir. Ég ætla að fermast vegna þess að ég trúi að það sé eitthvað æðra og trúi að það sé Guð. Spurningin „Hugsaði fermingardaginn sem minn eigin prinsessudag“ „Ég greiddi mér sjálf en fyrir ferm­ inguna fór ég til Reykjavíkur á hár­ greiðslustofuna Kristu í Kringl­ unni og fékk permanent. Ferming­ argreiðslan var því ekki mikið ann­ að en að setja ægifagran og íburðar­ mikinn blómakrans á höfuðið,“ út­ skýrir Sonja. Það má segja að íburð­ ur hafi verið fermingarþema Sonju, en hún hafði ákveðið að eftir ferm­ inguna myndi hún sætta sig við að vera venjuleg alþýðustúlka en ekki af konungsættum líkt og hún hafði gælt við um langa hríð. „Ég hugsaði mér því fermingardaginn sem minn eigin prinsessudag og fékk frjálsar hendur til þess, enda minn dagur.“ Konunglegar kenndir Til að rekja forsögu málsins þá er þannig mál með vexti að langa­ langafi Sonju er óþekktur, en langa langamma hennar hafði unnið fyr­ ir dönsku hirðina um hríð og snéri þaðan með barni. Eftir að barnið var fætt bárust dýrindis kjólar og fá­ dæma gjafir og gaf það sögum byr að barnið væri í raun konungborið. Sé þetta raunin þá er Sonja með sanni frænka Þórhildar Danadrottningar og því ekki langsótt að hún hafi haft konunglegar kenndir. „Þær lýstu sér meðal annars með þeim hætti að mér þótti með öllu óskiljanlegt að ekki væri hægt að nota jólastell­ ið hversdags né fá nýja kjóla á hverj­ um degi. Var því fermingardagur­ inn ákveðið uppgjör og fékk ég al­ geran prinsessudag. Ég valdi mér kjól í Brúðarkjólaleigu Dóru, en það mátti ekki minnast á hvaðan kjóll­ inn var fenginn því mömmu þótti það helst til vandræðalegt. Það var hinn veglegi undirkjóll sem heillaði svo mjög og þó kjóllinn væri heldur síður var það leyst með því að ferm­ ingarskórnir voru svokallaðir hippa­ skór, með fylltum sóla og hækkaði ég nægilega við að vera í þeim og þá gilti einu þó þeir væru eldrauðir á litinn,“ segir Sonja. Eftir mínu höfði Aðspurð út í veisluna þá var hún haldin í Golfskálanum á Hamri og komu um 70 manns. Skreytingarn­ ar voru í hóflegri kantinum enda tíðkaðist ekki að skreyta salinn eftir þema, eins og þekkist í dag. „Ég var þó með gylltar áletraðar fermingar­ servéttur. Boðið var uppá lambalæri með hefðbundnu meðlæti og svo var kransakaka í eftirrétt frá Fríðu, æskuvinkonu mömmu.“ Sonja fékk töluvert af skartgripum úr Kristý í fermingargjöf og einnig ríkisskulda­ bréf sem kom sér vel tíu árum síðar þegar hún var blankur námsmaður í Reykjavík. „Eftirminnilegasta gjöf­ in var þó þriggja geisladiska hljóm­ flutningsgræjur ásamt geisladiskn­ um Fire on Babylon með Sinéad O’Connor sem mamma gaf mér. En ég stóð í þeirri trú að brúðarkjóla­ leigukjóllinn hefði verið ferming­ argjöfin frá henni. Ég er sömuleið­ is þakklát og fegin að hafa fengið að hafa þennan dag nákvæmlega eft­ ir mínu höfði en ekki þurft að lúta skoðunum eða vilja mömmu minn­ ar eða annarra þegar kom að ferm­ ingarundirbúningnum.“ Það verð­ ur að segjast að líklega er Sonja eitt eftirminnilegasta fermingarbarnið á þessum tíma, þegar haft er í huga að fermingartískan ´95 voru neonlitað­ ir stuttir kjólar úr sundbolaefnum, en alls ekki íburðarmiklir (brúðar) kjólar. eha Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir fermdist árið 1995: Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir er fædd 1981 og fermdist á skírdag 12. apríl 1995 í Borgarnesi ásamt 15 bekkjarfélögum sínum. Það var séra Árni Pálsson sem fermdi árganginn í Borgarnesi í tveimur athöfnum en alls voru 34 börn fermd þennan dag. Sonja rifjar upp að dagurinn hafi verið bjartur og fínn. Sonja fagnar í ár tuttugu ára fermingarafmæli. Sonja fermdist í íburðarmiklum brúðarkjól enda taldi hún sig konungborna. Fermingarbörn liðinna áratuga í máli og myndum. Framhald Rammar og Myndir Skólabraut 27 431-1313akrafjall@simnet.is Fermingar boðskort Útprentun-stækkun mynda Strigaprentun Skrautskrifum í gestabækur og á plögg Falleg plaköt Stækkum & prentum fermingarmyndir Passamyndir

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.