Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Fallegar borðskreytingar hafa tíðk­ ast í fermingum um árabil. Undan­ farin ár hafa þær þróast og breyst í takt við breytta tíma og eru í dag ansi fjölbreyttar. Oftar en ekki er notast við einhvers konar þema, bæði lita­ þema og reynt að tengja skreyting­ ar við áhugamál fermingarbarnsins. Víða má finna hluti sem geta gef­ ið veisluborðinu og veislunni sjálfri meiri lit. Í blómaverslunum og víðar eru oftar en ekki seldir ýmsir fallegir hlutir sem ætlaðir eru til skreytinga í fermingarveislum. Dúkar, renning­ ar, kerti, servíettur og skraut af ýmsu tagi. Einnig er hægt að gera ýmis­ legt sniðugt sjálfur í bland við hið keypta. Veraldarvefurinn er fullur af frábærum hugmyndum og hægt er að gleyma sér lengi við að skoða myndir af svokölluðum „diy verk­ efnum“ þar sem diy stendur fyrir „do it your self“. Ýmislegt er hægt að gera til að út­ búa skraut sjálfur og gera það pers­ ónulegt og skemmtilegt. Instagram myndir af fermingarbarninu, hengd­ ar upp á vegg eða lagðar á borð eru til dæmis einfalt en persónulegt skraut sem hægt er að leika sér með. Nóg af hugmyndum eru í gangi varðandi fermingarkerti, sem geta verið með ýmsum útfærslum. Skemmtilegt er til dæmis að setja mynd af ferming­ arbarninu á kertið, kirkjunni sem barnið fermist í eða ritningargrein­ inni sem fermingarbarnið velur sér. Í föndurbúðum fæst allt til slíks fönd­ urs, bæði pappírinn sem prentað er á og þau efni sem þarf til að bera á kertið ásamt fallegu skrauti sem hægt er að skreyta kertið með. Þar er einnig hægt að fá upphafsstafi ferm­ ingarbarnsins og skreyta þá á ýmsa vegu eða jafnvel nota þá sem gesta­ bók. Svokallað „pom pom“ pappírs­ skraut er vinsælt til skreytinga í ár og eru þau hengd upp eða lögð á borð. Hægt er að kaupa þau tilbúin eða útbúa sjálfur, til dæmis ef rétti lit­ urinn fæst ekki í búð. Þá er auðvelt að skreyta krukkur til að nota undir kerti eða blóm og svona mætti lengi telja. Það er um að gera að leyfa hug­ myndafluginu að njóta sín og þeim sem dettur ekkert í hug sjálfum geta nýtt sér vefsíður á borð við google, youtube og pinterest þar sem má finna ógrynni mynda og myndbanda af skemmtilegu skrauti. grþ Skreytið veislusalinn sjálf! Myndir af fermingarbarninu eru fallegt og persónulegt skraut. Hægt er að hengja myndirnar upp hvar sem er á einfaldan hátt með bandi og litlum klemmum. Fánaveifur af ýmsu tagi eru frábærar í veisluna. Hægt er að leika sér með liti og munstur eða að skrifa nafn fermingarbarnsins á veifurnar. Franskar makkarónur eru fallegar á borði í hvaða lit sem er og ekki spillir hvað þær eru gómsætar. Það getur komið skemmtilega út að mála eða spreyja flöskur. Skreyta má blómavasa á ýmsa vegu. Hér er búið að dýfa þeim í glimmer í rétta litnum. Einnig er hægt að búa til sæt pappírsblóm og líma á greinar. Hvolfið rauðvínsglösum yfir blóm eða annað skraut og setjið kerti ofan á. Glerkrukkur hafa óteljandi möguleika. Skemmti- legt er að mála þær, skreyta með glimmeri eða blúndu. Svo má nota þær undir kerti, blóm eða falleg rör. Falleg pappírsrör geta verið skemmtileg viðbót við veisluskrautið og hitta oftast í mark hjá yngri kynslóðinni. EN N EM M N M 67 85 9 Tækniborg | Borgarbraut 61 | 422 2210 GRÆJAÐU FERMINGUNA CANON POWERSHOT SX610 Verð: 46.900 kr. Hágæða myndir og vídeó. Mjög nett með 18x aðdráttarlinsu. Wi-Fi og NFC fyrir snjalltækin. CANON PIXMA MG5650 Verð: 19.900 kr. Háþróaður fjölnota prentari með Wi-Fi. Prentun, ljósritun og skönnun. LENOVO A10-70 10,1" Verð: 44.990 kr. Bráðsnjöll 10" spjaldtölva á frábæru verði. Kjörin til að spila leiki, lesa eða horfa á kvikmyndir. Innbyggt 3G og 16 GB. LENOVO Y50 15,6" Verð: 199.900 kr. Frábær Full HD leikjavél með ótrúlega afkastamiklum Haswell i7 örgjörva og öflugu 4 GB GeForce GTX 860m leikjaskjákorti. 3G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.