Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
Hvers vegna ætlar
þú að fermast?
(Spurt í Grundaskóla á Akranesi)
Aþena Ósk Eiríksdóttir.
Til að staðfesta trú mína á Jesú.
Eva María Jónsdóttir.
Til að staðfesta trú mína.
Haukur Stefán Jakobsson.
Það er gaman að fá gjafir.
Brynjar Már Ellertsson.
Til að ganga í fullorðinna
manna tölu.
Hafsteinn Orri Hilmarsson.
Til að staðfesta trú mína og
til að geta keypt mér eitthvað
seinna fyrir fermingarpeningana.
Spurningin
Hvers vegna ætlar
þú að fermast?
(Spurt í Snæfellsbæ)
Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir.
Ég elska að fá pakka og kök
ur og það er líka gaman að fá
góða gesti í veisluna. Svo hafa
líka allir í fjölskyldunni fermst.
Mikael Atli Óskarsson.
Út af gjöfunum og veislunni
og smá út af trúnni, svo verður
gaman að hitta ættingja og vini.
Elín Dögg Þráinsdóttir.
Til þess að hitta ættingja og
vini, það er gaman að fá góða
veislu. Svo verður líka gaman
að fá gjafir og líka út af trúnni,
ég trúi alveg á Guð.
Bjarni Arason.
Ég vil fermast út af gjöfunum
og veislunni. Svo verður gaman
að fá ættingja og vini í veisluna
og svo ég vona bara að það verði
gott veður á fermingardaginn.
Arnheiður Guðmundsdóttir.
Ég vil fermast af því að allir í
fjölskyldunni hafa fermst. Svo
er líka gaman að hitta ættingja
og vini í fermingarveislunni, og
svo finnst mömmu svo gaman
að elda góðan mat.
Spurningin
Fermingartískan 2015
Hvíti liturinn er vinsælastur hjá
fermingarstúlkunum í ár.
Ljósm. ntc.is
Rósbleikur litur kemur sterkur inn í
fermingarkjólum, ásamt blómakrönsum
til að setja á höfuðið. Ljósm. ntc.is
Fermingarföt piltanna eru gjarnan
þröngar, dökkar gallabuxur, skyrta og
stakur jakki. Ljósm. ntc.is
Fermingartískan er breytileg á
milli ára líkt og aðrir tískustraum
ar. Í gegnum tíðina hefur ferming
artískan farið í marga hringi og oft
ar en ekki hefur verið al
gengt að stúlkur hafi keypt
fermingarkjóla fyrir til
efnið sem aðeins var not
aður einu sinni. Í dag er
algengara að fermingar
stúlkur velji sér fatnað
sem þeim finnst flottur
og nýtist við önnur til
efni seinna meir. Líkt
og undanfarin ár eru
stuttir kjólar vinsæl
ir meðal stúlknanna.
„Liturinn í ár er hvítur.
Við erum með nokkra liti
af kjólum en hvítur er lang
vinsælastur,“ segir Ragnheiður
Ísdal aðstoðarverslunarstjóri hjá
Gallerí Sautján í Kringlunni. Hún
segir þó að rósableikur njóti tölu
verðra vinsælda og komi næstur á
eftir hvíta litnum. „Algengast er
að stelpurnar velji sér kjóla til að
vera í á fermingardaginn. Þeir eru
með svokölluðu „skatersniði,“ eru
þröngir að ofan og svo er pilsið að
eins víðara. Sá kjóll sem er lang
vinsælastur hjá okkur í ár er með
blúndutopp að ofan og svona ska
ter sniði að neðan. Þetta eru fínleg
ir kjólar en það er vel hægt að nota
þá áfram.“ Ragnheiður segir sum
ar stelpur taka jakka við kjólinn.
„Þeir eru stuttir og opnir að fram
an, þannig að kjóllinn nær að njóta
sín vel. Svo velja þær ballerínuskó
við, eða sandala með fylltum botni.
Þær geta þá notað þá áfram og vin
sælasti liturinn í skónum er svart
ur,“ útskýrir Ragnheiður. Aðspurð
um fylgihluti segir hún að margar
fermingarstúlkur vilji hafa blóma
krans á höfðinu. „Við seljum
hárbönd
m e ð
þremur rósum og spangir með rós
um og svo kransa. Þessir aukahlutir
eru mjög vinsælir í ár.“
Stakir jakkar vinsælli en
jakkaföt
Drengir hafa oftar en ekki verið
hefðbundnari í klæðaburði á ferm
ingardaginn en stúlkurnar. Jakka
fötin hafa í gegnum tíðina verið
fyrsta val fermingardrengja en tísk
an á þeim breytist þó á milli ára,
bæði varðandi snið og liti. Í ár eru
jakkafötin þó ekki vinsælasti klæða
burður fermingardrengja. „Það er
mjög mikið um staka jakka í ár, það
er helsta breytingin frá því í fyrra.
Þó að jakkafötin séu alltaf í boði og
margir vilji bara þau, þá hafa stöku
jakkarnir aðeins tekið völdin núna.
Við jakkafötin vilja strákarnir vera
í þröngum, dökkum gallabuxum,
annað hvort svörtum eða dökk
bláum,“ segir Bjartur Snorrason
verslunarstjóri herradeildar í Gall
erí Sautján Kringlunni. Hann
segir að undanfarin ár hafi
ýmsir aukahlutir sett
svip á klæðn
að ferming
ardrengja.
„Það hef
ur aukist
enn meira.
Strákarnir eru að nota slaufur, bindi
og vasaklúta. Þetta er til í allskon
ar litum og allskonar efnum, svo
sem prjónaefni og gallaefni og með
ýmsum mynstrum,“ segir Bjartur
og segir þverslaufuna enn vera vin
sælli en hálsbindi, þó það sé aðeins
að jafnast út. Skyrturnar eru vin
sælastar í hvítum lit og ljósbláum
en Bjartur segir að einnig séu til
fleiri útgáfur, svo sem köflóttar og
út í vínrauðan lit sem sé líka mjög
vinsæll. Skótískan hefur breyst lít
ið undanfarin ár. „Það er mest tek
ið af strigaskóm sem við erum að
selja, helst Converse. Þeir eru líka
fínir við jakkafötin og flottir í sum
ar. Einstaka sinnum seljum við þó
leðurskó en það er mun minna
um það, enda minna úrval í þeim í
minni stærðum.“
grþ
Þverslaufan er enn vinsælasta hálstauið hjá drengjunum þó að bindin komi sterk
inn. Hægt er að fá slaufur úr ýmsum efnum og litum.
Vinsældir Converse skónna hafa ekki
dalað undanfarin ár hjá fermingar-
drengjum.
Opnir og stuttir jakkar tilheyra
fermingartískunni 2015. Ljósm. ntc.is