Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 48

Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Sir. Gibbon Ape var afi minn, eins og raunar blasir við Vísnahorn Það er sameiginlegt með flestum eintökum af teg­ undinni Homo Sapiens að framan af ævinni er umtalsverð þörf til að ganga í augun á gagn­ stæðu kyni. Fólki tekst þetta að vísu misvel og notar líka misjafnar aðferðir en innri þráin er sú sama. Þorvaldur Þórarinsson á Hjaltabakka orti til Friðriks Hansen: Þú áttir hörpu hljóma þýða -hreyfðir strengi nautnaglaður- Allar vildu á þig hlíða, eftirsóttur kvennamaður. Ef ég man rétt var það Hannes Hafstein sem lýsti þessum frumþörfum mannkynsins eitt­ hvað á þessa leið: Karlmanns þrá er vitum vér vefja svanna í fangi. Kvenmanns þráin einkum er að hann til þess langi. Karl Halldórsson orti líka um æskuárin: Æskan geymir óðul sín engar gleymast nætur. Okkur dreymir áfengt vín eða heimasætur. Margt hefur í gegnum árin verið ort um samdrátt fólks eða skort á samdrætti. Um ein­ hverja gæðaríka sómakonu orti Teitur J. Hart­ mann: Þess ég vildi óska að Ásta gæti fengið maka. Ef hún þráir það þá mun vaxa gengið. Samt er það nú svo að þegar fram í sækir geta hlutirnir farið að breytast eins og segir í gömlu vísunni: Það fer oft verst sem byrjar best og byggt er á mestum vonum. Svo er um prest og svikinn hest og sannast á flestum konum. Eftirfarandi vísur og hugleiðingar um lífs­ baslið eru eftir Gísla Ólafsson frá Eiríksstöð­ um: Sá ég flotta og fagra mey, flest það vottað getur. Innri þvottinn þekki ég ei, þar sér Drottinn betur. Stríðið heyja heimska og vit hjartað þar til stansar, mæðir þrælinn matarstrit meðan skríllinn dansar. Heimskan vekur hættu grun hart er slíkt í eyrum nú hefur gæfan gengismun gert mér eins og fleirum. Á sínum tíma var margt rætt og mis fagurt um kvennamál bresku hermannanna sem hér dvöldu. Í hverju máli eru mörg sjónarhorn og ekki síður í þessum hlutum en öðrum. Ólína Jónasdóttir á Sauðárkróki orti á einhverjum tímapunkti um þær hættur sem gátu steðjað að soldátum hins breska heimsveldis færu þeir ekki með fullri gát: Viðsjár geta verið hér víða á Bretans leiðum, þó að hreti, æskan er á reknetaveiðum. Samskipti kynjanna eru reyndar stöðugt um­ ræðuefni og stundum koma upp mál sem her­ taka þjóðarsálina svo varla kemst annað að. Líklega hefur það verið á tímum hins svokall­ aða biskupsmáls sem Kristján Árnason orti: Neðan kviðar sumra sál sýnist iða af kæti er vaðið þið hin vondu mál sem vargalið í æti. Eftir Sigurdís Jóhannesdóttur er þessi ábending um að nýta samt vel öll tækifæri sem gefast: Ef þú hverja freistni flýr finnst sem hún þér grandi, gerast öll þín ævintýr aðeins í handabandi. Það er nú svo þegar partarnir hafa náð sam­ an (ef þeir þá ná saman) og hverrar þjóðar sem upphafsaðilarnir eru að þá tekur lífsbaslið við með einhverjum árangri. Misgóðum eins og gengur. Öll komum við berrössuð í heiminn og förum léttklædd úr honum en þar á milli reynum við að hafa eitthvað ofaní okkur. Hof­ dala Jónas lýsti efnahagsástandi sínu með þess­ um hætti: Smátt fer orð af auðlegð minni, aldrei verð ég margálna; hangi svona á horriminni húsgangs milli og bjargálna. Það er alþekkt að helstu og merkilegustu húsdýr okkar geta verið prýðilega hagmælt og er að sjálfsögðu nærtækast að benda á hefð­ arlæðuna Jósefínu Dietrich í því sambandi. Hundar geta einnig verið furðu vel hagmæltir og fyrir tuttugu árum eða svo þegar Pétur Þor­ steinsson lærbrotnaði orti heimilishundurinn í hans orðastað enda taldi hann sig sjá þarna óræka sönnun á þróunarkenningu Darwins: Styðst ég framá stafinn minn, staur- og -fættur orðinn kið. Sir. Gibbon Ape var afi minn, eins og raunar blasir við. Það eina sem við eigum öruggt við komuna í þennan heim er að við yfirgefum hann aftur. Hugsanlega skiljum við eitthvað eftir okkur. Minningar, vonandi eitthvað af þeim jákvæð­ ar og eflaust eitthvað af neikvæðu líka, en von­ andi sem minnst. Eftir Þorstein Guðmundsson á Skálpastöðum er þessi ágæta vísa: Hnígur sól í hafið blátt hægt að vestri líður, sérhvert líf í allri átt eftir henni bíður. Eftir allan þann veðragang sem verið hefur í vetur er full ástæða til að rifja hér upp vísur Erlings Jóhannessonar um hlöðu sem fauk fyr­ ir margt löngu: Hlöður opnar hafa ei má um haust ef veður spillast. Skiljanlega þá og þá þær af vindi fyllast. Séu göt ei önnur á inni teppist rokið. Vitanlega þá og þá þakið getur fokið. Sem betur fer hefur áhugi á landgræðslu aukist mjög á undanförnum árum og er það að sjálfsögðu vel þó menn geti auðvitað greint á um aðalatriði og auka atriði. Sigurður Arnar­ son skrifaði meðal annars ágæta bók um belg­ jurtir sem út kom fyrir síðustu jól en er stund­ um sakaður um óvild í garð sauðkindarinnar. Honum til varnar orti Bjarni G. Bjarnason: Sannleikurinn seint til fólksins ratar því sumir reyna að færa hann í kaf. Síst af öllu Siggi rollur hatar en sjá þær vildi betur girtar af. Ætli við endum svo ekki á þessari ágætu vísu eftir Eyjólf í Sólheimum sem ég hef kannske birt áður en hún er bara svo skolli góð: Þó harðni átök ellinnar, andleg reisn sé þrotin, glitra á barmi gleymskunnar gömlu vísubrotin. Með kærri þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Hæfileikakeppnin Ísland got talent er nú sýnd á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Beinar útsendingar hóf­ ust síðastliðið sunnudagskvöld eft­ ir mikinn niðurskurð í þáttunum í vetur. Í fyrsta undanúrslitaþættin­ um kepptu tvö atriði af Vesturlandi. Fimm ungmenni frá Akranesi skip­ uðu sönghópinn Fimmund. Þau komust ekki áfram eftir símakosn­ ingu. Þá keppti Alda Dís Arnar­ dóttir frá Hellissandi og gekk henni gríðarlega vel. Varð hún stigahæst í símakosningu og verður því í hópi þeirra sem keppa í úrslitaþættin­ um 12. apríl. Þess má geta að þeg­ ar Alda Dís tók fyrst þátt fékk hún gullhnapp að launum fyrir söng sinn, en hver af fjórum dómurum í keppninni hefur eitt tækifæri til að nýta hann. Í þættinum næstkom­ andi sunnudagskvöld syngur Mar­ grét Saga Gunnarsdóttir frá Akra­ nesi, en henni gekk líkt og Öldu Dís afar vel í fyrstu umferð keppninnar. Óhætt er að segja að þessi 22 ára kona frá Hellissandi hafi sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna. Hún hefur lært klassískan söng og einsöng ásamt því að syngja við hin ýmsu tækifæri allt frá því hún var barn. Einnig hefur hún sungið með hljómsveitinni Ungmennafélaginu þar sem meðal annara spilar fað­ ir hennar, Örn Arnarson, á hljóm­ borð. Í frétt og viðtali við Öldu Dís í Skessuhorni í fyrra, eftir að hún hafði þá borið sigur úr býtum í Ka­ rókíkeppni fyrirtækja í Snæfellsbæ, kom fram að hún afhenti Grunn­ skóla Snæfellsbæjar verðlaunafé sitt, eitt hundrað þúsund krónur að gjöf. Gjöfinni fylgdi ósk um að peningur­ inn yrði notaður til að færa upp söng­ leik í gamla grunnskólanum hennar. Eðli málsins samkvæmt eru Snæfell­ ingar bókstaflega að springa úr stolti yfir góðum árangri Öldu Dísar. Það mátti glöggt sjá af ummælum á Fés­ bók og víðar. mm Alda Dís kom sá og sigraði Alda Dís Arnardóttir. Ljósm. mm/Skjáskot af Stöð2. Frjálsar ástir Yrsu og Breka bera ávöxt Lítið folald kom í heiminn í fyrstu viku marsmánaðar á Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Þetta ber til tíð­ inda þar sem mjög óvenjulegt er að hryssur kasti svo snemma árs. „Fol­ aldið birtist ásamt móður sinni útúr hríðarkófinu þegar við vorum að gefa stóðinu hér úti. Við vissum að hryssan Yrsa væri fylfull en bjugg­ umst ekki við að hún myndi kasta fyrr en í lok mars eða byrjun apríl. Það var því ekkert farið að huga að henni þannig séð,“ sögðu þau Bjarni Guðmundsson og Hildur Jósteinsdóttir á Skálpastöðum þeg­ ar blaðamaður Skessuhorns leit þar við í síðustu viku. Þau hafa tekið að sér að vera með hross í hagagöngu að Skálpastöðum. „Hryssan Yrsa var í tamningu í fyrravetur. Eigendurnir eru Alex­ ander Hrafnkelsson og Ólöf Guð­ mundsdóttir hjá Hestasýn í Mos­ fellsbæ. Yrsa slapp óvænt úr stíu ásamt tveimur graðhestum og ann­ ar þeirra fékk hana. Við vitum hver það er. Hann heitir Breki. Það náð­ ust myndir af ástarævintýrinu á eft­ irlitsmyndavélar í tamningastöð­ inni.“ Folald Yrsu reyndist hryssa og hún hefur fengið nafnið Góa eftir fornu heiti fæðingarmánaðar síns. „Hún er frekar smá en hefur dafn­ að ótrúlega vel. Ef folöldin komast á lappirnar og á spena þá þola þau nokkuð mikið volk. Móðir Góu er mjög góð og ljúf.“ Þær mæðgur eru nú hafðar á húsi fyrst um sinn á meðan næstu óveð­ urslægðir ganga yfir. mþh Góa litla Brekadóttir fær sér kaplamjólk hjá móður sinni Yrsu í húsunum á Skálpastöðum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.