Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Qupperneq 2

Skessuhorn - 25.03.2015, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Spölur hagnast VESTURLAND: Á aðal- fundi Spalar, rekstrarfélags Hvalfjarðarganga, sem hald- inn var síðastliðinn föstudag kom fram að hagnaður af rekstri félagsins á síðasta ári nam 445 milljónum króna. Tekjur félagsins voru 1.136 milljarðar króna. Rekstrar- kostnaður var 335 milljónir. Stjórn félagsins lagði til að greiddur verði arður að fjár- hæð 45 milljónir króna eða 0,52 á hlut. Meðal hluthafa eru Faxaflóahafnir, Akranes- kaupstaður, Íslenska járn- blendifélagið, Hvalfjarðar- sveit og Borgarbyggð. Þetta var sautjánda af tuttugu rek- starárum Spalar en gert er ráð fyrir að félagið verði lagt niður árið 2019. Starfsmenn Spalar voru 17 á árinu sem samsvarar 15 stöðugildum. Fram kom í skýrslu stjórnar að Íslendingar væru meira á ferðinni en áður og svo hefði umferð erlendra ferðamanna aukist einnig og myndi aukast enn í nánustu fram- tíð. Um Hvalfjarðargöng fóru tæplega tvær milljónir ökutæki árið 2014 eða 5.312 ökutæki á sólarhring. –þá Fimmta Vestur- landssýningin BORGARNES: Laugar- daginn 28. mars munu hesta- mannafélögin á Vesturlandi og Hrossaræktarsamband Vesturlands efna til sýning- ar í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Þetta er fimmta árlega Vesturlandssýning- in sem þessi félög standa í sameiningu að. Skipulag er í höndum rekstrarfélags Faxa- borgar og sjálfboðaliða frá hestamannafélögunum. Í ár verða fjölmörg atriðið á dag- skrá. Þar ber helst að nefna sýningar barna, unglinga og ungmenna, gæðingafimi, A- og B-flokk gæðinga, skeið, kynbótahross, ræktunarbús- sýningar og afkvæmasýning- ar. Auk þess mætir gæðing- urinn Loki frá Selfossi á sýn- inguna og félag tamninga- manna verður með atriði. Dagskráin hefst kl. 20:00 og er forsala miða í KB í Borg- arnesi. Aðgangseyrir er þús- und krónur fyrir 13 ára og yngri en 2.500 krónur fyrir 14 ára og eldri. –kgk Árleg Vesturlandsýning hesta­ manna félaga á Vesturlandi og Hrossa­ ræktarsambandsins verður á laugar­ daginn í reiðhöllinni Faxaborg í Borg­ arnesi. Sjá nánar í Skessuhorni í dag. Á fimmtudag og föstudag er spáð suðvestan 8­15 m/sek, hvassast við suðvesturströndina og víða él. Hiti kringum frostmark að deginum. Á laugardag er útlit fyrir norðaustan 10­15 m/sek og snjókoma á Vest­ fjörðum en annars hægari vestlæg átt og dálítil él. Fremur svalt í veðri. Á sunnudag og mánudag er spáð norðvestan kalda og éljum norð­ austan til en annars hægari og lítilli úrkomu. Kólnandi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu­ horns: „Hyggur þú á utanlandsferð á þessu ári?“ Margir virðast gera það. „Já, örugglega“ sögðu 42% og „já, lík­ lega“ 13,11%, eða samtals um 55%. „Nei“ svöruðu 34,89% og 10% vissu það ekki. Í þessari viku er spurt: Hvernig ætlarðu að verja páskafríinu? Haraldur Benediktsson bóndi og al­ þingismaður hefur stýrt vinnuhópi sem skilað hefur skýrslu til innanrík­ isráðherra með tillögum um hvernig ljósleiðaravæða megi 99,9% byggð­ ar hér á landi. Haraldur hefur talað fyrir mikilvægi þess að landsmenn allir komist í afburða gott fjarskipta­ samband, jafnvel á heimsvísu, ef far­ ið verður að tillögum starfshópsins. Haraldur er Vestlendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Verkfræðistofan VSÓ vinnur nú að skýrslu fyrir Akraneskaupstað þar sem lagt er mat á beiðni HB Granda um að stækka fiskþurrkun- arverksmiðju Laugafisks á Breið- inni á Akranesi. Með þeim fram- kvæmdum er áætlað að vera með bæði forþurrkun og eftirþurrkun á fiskhausum og hryggjum undir einu og sama þaki. „Í þessari skýrslu eiga sérfræðingar VSÓ að koma með upplýsingar frá HB Granda um hvernig hreinsibúnað fyrirtæk- ið hyggst nota við fiskþurrkunina, leggja fram upplýsingar um bestu mögulegu tækni við slíka hreins- un og síðan leggja mat á stöðuna eins og hún er í dag,“ segir Reg- ína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akra- ness. Þegar skýrslan verður tilbúin ætla bæjaryfirvöld að boða til opins íbúafundar um málið. Áform um að stækka fiskþurrk- Bæjaryfirvöld boða íbúafund um fiskþurrkun un Laugafisks eru umdeild á Akra- nesi. Skipulags- og umhverfisráð hefur ekki fjallað efnislega um um- sókn HB Granda um stækkun. Það verður ekki gert fyrr en nægar upp- lýsingar liggja fyrir, meðal annars í formi skýrslunnar frá VSÓ. Þeg- ar hún verður tilbúin mun verða boðað til opins íbúafundar um mál- ið. Á honum verður gerð grein fyr- ir niðurstöðu VSÓ auk þess sem HB Grandi kynnir fyrirætlanir sín- ar. „Ég á von á að af þessum fundi geti orðið í seinnihluta aprílmánað- ar,“ segir Regína. Andstæðingar þess að Laugafisk- ur hafi starfsemi sína á Breiðinni á Akranesi hafa ítrekað kvartað yfir lyktarmengun frá vinnslunni. „Íbú- ar á Akranesi sem hafa heyrt af fyr- irhuguðum íbúafundi hafa sett sig í samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir því að fá að vera með innlegg á þessum íbúafundi. Við tökum vel í það,“ segir Regína. Þessu til viðbótar má geta þess að í Skessuhorni í dag er áskorun á fjórða hundrað íbúa á Akranesi þar sem spurt er hvort fólki sé sama um hvort; „stærsta fiskhausaþurrk- un í heimi sé í hverfinu þínu, með tilheyrandi ólykt sem sannarlega skerðir lífsgæði fólki,“ svo vitnað sé orðrétt í áskorunina. Hyggja á ferð norður Í síðustu viku hélt skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstað- ar vinnufund með sérfræðingum VSÓ. Á þann fund var allri bæj- arstjórn boðið ásamt fulltrúum í starfshópi Akranesbæjar um Breið- ina sem og embættismönnum Akra- neskaupstaðar. Fyrir liggur boð um að skipulags- og umhverfisráð og bæjarstjórn Akraness fari í kynnis- ferð til Sauðárkróks. Þar er FISK Seafood að setja upp nýja og full- komna fiskþurrkunarverksmiðju við Skarðseyri, skammt frá hafn- arsvæðinu og í norðanverðum út- jaðri bæjarfélagsins. Þessi nýja verk- smiðja á að búa yfir mjög fullkomn- um hreinsibúnaði. Ferðinni hef- ur verið frestað framyfir páska þar sem dregist hefur að koma þessari verksmiðju í gagnið. „Það er verið að leggja lokahönd á uppsetningu búnaðarins þarna. Það er ekki tíma- bært að skoða þessa verksmiðju fyrr en vinnsla í henni er hafin,“ seg- ir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness. mþh Húsakynni Laugafisks, dótturfyrirtækis HB Granda á Akranesi. Fremst á myndinni er svæðið þar sem HB Grandi hefur óskað eftir að reisa nýbyggingu svo öll fisk- þurrkun geti farið fram undir einu og sama þaki við nýjustu aðstæður og nýjum búnaði. Í nóvember á síðasta ári var fram- kvæmd spurningakönnun með- al stjórnenda fyrirtækja, einyrkja, smábátasjómanna og bænda á Vesturlandi. Þátttakendur voru spurðir hvers kyns menntun væri helst skortur á inn í fyrirtækin. Í ljós kom að iðn- og tæknimennt- un var oftast nefnd. Næst á eftir var starfsfólk með kennaramennt- un og þar á eftir kom menntun í ferðaþjónustufræðum og almenn háskólamenntun. Einnig mæld- ist skortur á starfsfólki með heil- brigðismenntun, búfræðimenntun og menntun í viðskipta- og tölvu- fræðum og markaðsmálum. Þá nefndu þátttakendur þörf á starfs- fólki með menntun í raungrein- um auk þess sem nokkrir nefndu vöntun á starfsfólki með annars- konar menntun en talin hefur ver- ið upp hér að ofan. Þessi spurn- ingakönnun var hluti af svokall- aðri Fyrirtækjakönnun sem unnin var af Einari Þorvaldi Eyjólfssyni hjá SSV. Hún var vefkönnun og send út til 1.011 fyrirtækja á Vest- urlandi. mþh Skortur á iðn- og tækni- menntuðum Þrátt fyrir umfangsmiklar truflanir og útleysingar í raforkukerfi Lands- nets í óveðrinu sem gekk yfir landið laugardaginn 14. mars síðastliðinn varð tjón á mannvirkjum minna en útlit var fyrir. Á annan tug staura- stæða brotnuðu í flutningskerfi landsnes, þar af ellefu í Ísafjarð- arlínu efst í Tungudal. Stjórnstöð Landsnets hafði í mörg horn að líta þegar óveðrið skall á snemma þenn- an óveðursdag, en gríðarlega mik- ið var um truflanir og útleysing- ar á sama tíma víðsvegar um land- ið vegna samsláttar. Staðan versn- aði enn frekar þegar byggðalínan, sem er tiltölulega veik og yfirlest- uð í hefðbundnum rekstri, gaf sig nokkru fyrir hádegi þegar staura- stæða brotnaði í Hrútatungulínu rétt ofan við Vatnshamra í Andakíl. Þegar byggðalínhringurinn gefur sig stóreykst hættan á truflunum í flutningskerfinu. Straumlaust varð á Snæfellsnesi og víða á Vestfjörð- um og litlu munaði að rafmagns- laust yrði á höfuðborgarsvæðinu. Gripið var til skerðingar á raforku til fyrirtækja víða um land með- an byggðalínuhringurinn var úti en viðgerð lauk rétt um miðnætti þetta kvöld. „Veðrið þessa helgi vekur enn á ný upp spurningar um ástand byggðalínunnar. Samkvæmt áliti veðurfræðinga var óveðrið 14. mars ekkert einsdæmi og vert að hefj- ast handa við að styrkja þessa mik- ilvægu flutningslínu raforku sem þjónað hefur landsmönnum í þrjá áratugi en er fyrir löngu fulllest- uð,“ segir í tilkynningu sem Lands- net sendi frá sér. mm Brotin stæða í Hrútatungulínu 1, skammt ofan við Vatnshamra. Ljósm. Landsnet. Byggðalínan er veikbyggð

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.