Skessuhorn - 16.03.2016, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 20164
Undirbúningur fyrir Gleðileikana
2016 í Borgarnesi er nú hafinn, en
þeir verða haldnir dagana 12.-13
apríl í vor. Gleðileikarnir eru upp-
brot frá hefðbundnu skólastarfi
nemenda unglingastigs Grunnskóla
Borgarness, skipulagðir af foreldra-
félagi skólans í samstarfi við skóla-
yfirvöld. Líkt og undanfarin ár leita
forsvarsmenn Gleðileikanna eft-
ir samstarfi við fyrirtæki og stofn-
anir um að fá „lánað“ starfsfólk
eða styrkja verkefnið með fjárfram-
lagi. Gleðileikarnir eru samfélags-
verkefni, nokkurs konar þrautaleik-
ur ætlaður elsta stigi grunnskólans
og eru einkunnarorðin Samvinna -
Sjálfstæði - Gleði. „Það sem markar
þessu verkefni hvað mesta sérstöðu
er þátttaka ýmissa fyrirtækja, sam-
taka og einstaklinga í samfélaginu.
Kallaðir eru að borðinu áhugasamir
einstaklingar sem er annt um velferð
unga fólksins og tilbúnir að leggja
lóð á vogarskál þess að styrkja sam-
félagsandann og skapa skemmtilegt
uppbrot í skólastarfinu.“ mm
Undirbúningur hafinn að næstu Gleðileikum
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Að komast í fullorðinna
manna tölu
Undanfarnar vikur hef ég tekið þátt í undirbúningi fermingar, svona á hlið-
arlínunni. Þannig vill til að yngsta barnið á heimilinu mun fermast eftir
nokkra daga. Flest ungmenni fermast samkvæmt kristinni trú og staðfesta
skírnarheitið, en nokkur velja að gera það ekki, taka ákvörðun um að afla
sér fræðslu til dæmis hjá Siðmennt og fermast borgaralegri fermingu eins
og það er kallað. Enn aðrir taka siðmálum að hætti ásatrúarfólks. Um þetta
á unga fólkið að sjálfsögðu að hafa val. Vonandi hafa allir ígrundað þetta
vel áður en undirbúningur fyrir ferminguna hófst og hafi raunverulega tek-
ið sjálfstæða ákvörðun um hvaða leið yrði fyrir valinu. Mér vitanlega hef-
ur ákvörðun um að velja Jesú Krist sem leiðtoga lífsins ekki skaðað nokk-
urn, heldur þvert á móti. Sumir láta af þeirri trú síðar á lífsleiðinni og fyrir
því geta verið ýmsar ástæður. Að hljóta fræðslu í undirbúningi fermingar er
hins vegar síst verra en að sitja kúrs um heimspeki í háskóla, líklega betra.
Á þessum aldri er maður einmitt afar móttækilegur og á auðvelt með að til-
einka sér hlutina. Í fermingarundirbúningi, hvort sem hann er á kristnum
forsendum eða ekki, er leitað svara. Það er rökrætt um þau gildi sem fólki
er hollt að temja sér og spurt spurninga sem skipta máli. Ég gleðst fyrir
hönd unga fólksins sem er að ganga þennan lífsins veg og fannst gaman að
lesa hvað það hefur að segja hér í blaðinu. Ekki síður hafði ég gagn af því
að horfa yfir öxlina á dótturinni og sjá hvernig nútíma guðfræði er lögð á
borðið fyrir ungdóminn til íhugunar og eftirbreytni.
Hér áður fyrr urðu vatnaskil við þessa athöfn sem fermingin er, jafnvel
enn meira en við þekkjum nú til dags. Það var tifað á því að komast í full-
orðinna manna tölu og menn máttu þetta og hitt eftir fermingu, alls ekki
fyrr. Krakkarnir máttu fara að vinna fyrir sér eftir fermingu, en nú er þeim
bannað með innleiddri Evróputilskipun að taka þátt á vinnumarkaði á þess-
um aldri. Einna helst að þeim leyfist að raka gras í fjórar vikur í sumarvinnu
(eins og það er nú gaman)!
Ég ólst upp við að faðir minn og aðrir í fjölskyldunni fóru á hverju sumri
til veiða á Arnarvatnsheiði. Sem barn sá ég þessar ferðir í fullkomnum
dýrðarljóma þar sem veiðibakterían var líklega meðfædd. Þá voru ferðir á
Heiðina miklar svaðilfarir yfir vötn og vegleysur. Marga klukkutíma tók að
komast á áfangastað og aldrei stoppað styttra en þrjá til fimm daga þegar á
annað borð var búið að klöngrast alla leið. Fermingarsumarið mátti mað-
ur fyrst fara - og hvílík upplifun! Ekki einungis að gaman væri að komast
í óbyggðir, veiða silung daga og nætur, borða gott nesti og njóta útiver-
unnar, maður var kominn í fullorðinna manna tölu, maður með mönnum.
Þetta var áfanginn sem beðið hafði verið eftir með óþreyju. Nú gátu aðr-
ir verið heima og mjólkað kýrnar, meðan við hinir fullorðnu gerðum gagn!
Í minningunni var þetta stóra málið. Sjálfur fermingardagurinn var svona
formsatriði. Ég man að öll áttum við fermingarbörnin að framkvæma ein-
hverja athöfn í kirkjunni. Í minn hlut kom að lesa bænina í upphafi, sem
byrjar þannig: „Drottinn ég er kominn í þitt heilaga hús, til að lofa þig og
ákalla...“ Að vísu var ég svo stressaður að lesa ekki rétt að ég lærði bænina
utanað og hef kunnað hana síðan. Það hefur held ég ekki skaðað.
Ég óska fermingarbörnum innilega til hamingju með áfangann og með
að komast í fullorðinna manna tölu, hverju sem það breytir hjá hverjum og
einum. Fermingin er áfangi sem gott er að upplifa, ekki síst vegna þess að
þá er búið að fá svör við ótalmörgu gagnlegu sem á eftir að koma sér vel.
Notum þann fróðleik okkur til gagns þegar út í lífið kemur. Njótið dags-
ins!
Magnús Magnússon.
Um miðjan febrúar sendi óbyggða-
nefnd Dalabyggð bréf þar sem gerð
var grein fyrir kröfum fjármála- og
efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins
í þjóðlendur í Dalasýslu. Skessuhorn
hefur greint frá hverjar þær kröfur
eru. Kröfur ráðherrans þykja koma
illa við marga bændur í Dölum og
var því boðað til opins samráðsfund-
ar um þær í félagsheimilinu Árbliki
8. mars síðastliðinn. Sveinn Páls-
son sveitarstjóri Dalabyggðar stýrði
fundinum þar sem málið var kynnt
og farið yfir viðbrögð við kröfunum.
Valdís Einarsdóttir héraðsskjala-
vörður fór yfir efni sem hún hafði
dregið saman úr gögnum Héraðs-
skjalasafns Dalabyggðar. Eigendur
þeirra jarða sem kröfurnar kunna
að varða voru sérstaklega boðaðir á
fundinn auk þess sem fundurinn var
auglýstur í héraði. Mæting var góð
og sóttu ríflega 40 manns fundinn
auk lögfræðinga sem hafa reynslu
af málarekstri fyrir landeigendur í
þjóðlendumálum.
sm
Fjölmennur fundur um
þjóðlendukröfur í Dölum
Að frumkvæði lögfræðistofunnar
Lex og fjárfestingafélagsins Gamma
er nú unnið að myndun vinnuhóps
sem gera á frumathuganir á mögu-
legri byggingu Sundabrautar. Þann-
ig er verið að dusta rykið af verkefni
sem legið hefur í láginni um ára-
bil. Óskað hefur verið eftir aðkomu
Faxaflóahafna, en stjórnarformað-
ur Lex og forstjóri Gamma segja í
bréfi til Gísla Gíslasonar hafnar-
stjóra að fyrirtækin hafi um nokkurt
skeið unnið í sameiningu að því að
setja saman vinnuhóp sem hefði það
hlutverk að skoða hvort hægt sé að
koma áfram framkvæmd við Sunda-
braut. RUV.is greinir frá þessu.
Í fréttinni segir að meðal annars
hafi verið fundað með verkfræði-
stofunni Eflu, sem sinnti frumat-
hugun á verkefninu á sínum tíma
fyrir Vegagerðina. Samkvæmt bréfi
forsvarsmanna Lex og Gamma
verður hlutverk vinnuhópsins fyrst
og fremst að finna út hver kostn-
aður væri við að útbúa áætlun um
verkefnið sem gæti verið grund-
völlur fyrir ákvörðun fjárfesta sem
áhuga kynnu að hafa á verkefninu.
Í bréfinu er óskað eftir að fulltrúi
Faxaflóahafna komi að vinnu hóps-
ins. Tekið er fram að á þessu stigi sé
ekki farið fram á neina skuldbind-
ingu frá þeim sem að vinnuhópn-
um koma, að öðru leyti en því að
ekki verði rukkað fyrir vinnu. Þá sé
ekki farið fram á að Faxaflóahafnir
lýsi með neinum hætti yfir stuðningi
við verkefnið eða skuldbindingu um
að koma að verkefninu, verði það að
veruleika.
mm
Velta gerð Sundabrautar fyrir sér
Bæjarráð Akraness samþykkti á
fundi sínum í liðinni viku að á þessu
ári að fjarlægja dekkjakurl af spark-
völlum við grunnskóla bæjarins.
Var skipulags- og umhverfisráði
falið að gera tillögu að breytingu á
fjárfestingaáætlun ársins með tilliti
til þess. Á Akranesi eru þrír spark-
vellir með gervigrasi. Gúmmíkurl-
ið sem áberandi hefur verið í um-
ræðunni þ.e. endurunnið dekkjak-
url, er á tveimur þessara valla þ.e
við Grundaskóla og
Brekkubæjarskóla.
Á vellinum í Akra-
neshöll er hinsveg-
ar grátt endurunn-
ið þvottavélagúmmí
sem ekki er talið
hafa heilsuspillandi
áhrif líkt og dekkja-
kurlið.
mm/
Ljósm. akranes.is
Ætla að fjarlægja dekkjakurl af sparkvöllum
Svipmynd frá Gleðileikum á síðasta ári.