Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Qupperneq 12

Skessuhorn - 16.03.2016, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201612 íslensk hönnun . íslensk framleiðsla Ármúli 17a . Reykjavík . sími: 588 9933 . fax: 588 9940 | Miðás 9 . Egilsstaðir . sími: 470 1600 . fax: 471 1074 | www.brunas.is * Flytjandi ytur vöruna á þá stöð sem næst er viðskiptavini FRÍR FLUTNINGUR Hvert á land sem er* Komdu í sýningarsali okkar og fáðu faglega þjónustu og ráðgjöf innanhússarkitekta við val á Brúnás innréttingum Íslandsmeistaramótið í tíu dönsum (meistaraflokkur) fór fram í Laug- ardalshöllinni í Reykjavík um liðna helgi og áttu Vestlendingar að sjálf- sögðu sína fulltrúa á mótinu. Í meistaraflokki dansaði Borgfirð- ingurinn Daði Freyr Guðjónsson með Mörtu Carrasco og hrepptu þau annað sætið á Íslandsmótinu. Arnar Þórsson dansaði með Re- bekku Rós Ragnarsdóttur og lentu þau í fimmta sæti. Með árangri sín- um hefur Daði Freyr Guðjónsson tryggt sér þátttökurétt á heims- og Evrópumeistaramótum og heims- og Evrópubikarmeistaramótum. Þessi pör tóku einnig þátt í DSÍ Open Standard og DSÍ Open Latin um liðna helgi. Þar sigruðu Daði og Marta í standard og höfnuðu í öðru sæti í latin. Arnar og Rebekka höfn- uðu í fimmta sæti í standard og því níunda í latin. Þriðji Borgfirðingur- inn, Elís Dofri G Gylfason, hafnaði í sjötta sæti í latin ásamt Anítu Rós Kingo Andersen, dansfélaga sínum. Grunnsporamót Samhliða Íslandsmeistaramótinu var haldið almennt grunnsporamót. Í flokknum Börn II gerðu Rósa Krist- ín Hafsteinsdóttir og Tristan Sölvi Jóhannsson frá Akranesi sér lít- ið fyrir og sigruðu í bæði standard- og latindönsum. Fast á hæla þeirra fylgdu Demi van den Berg og Al- mar Kári Ásgeirsson, sem hrepptu annað sætið í sömu dönsum. Í þriðja sæti lentu Jóel Thor Jóhannesson og Aldís Thea Daníelsdóttir og þá höfnuðu Ellert Kári Samúelsson og Fura Claxton í fimmta sæti. Einnig kepptu Mateusz Kuptel og Margret Björt Pálmadóttir á mótinu í flokkn- um Börn II, sem og Júlíus Alexander Rúnarsson og Íris Embla Andradótt- ir, en þau náðu ekki verðlaunasæti. Í flokknum Unglingar II kepptu Helgi Reyr Helgason og Heiður Dís Kristjánsdóttir og hrepptu þau þriðja sætið. Geta má þess að danspörin Rósa Kristín og Tristan Sölvi og Demi og Almar Kári stefna á keppni á móti í Blackpool í Englandi í lok marsmán- aðar. Í tilefni þess ætla þau að halda danssýningu í Tónbergi, sal Tón- listarskólans á Akranesi þriðjudag- inn 22. mars næstkomandi klukkan 19:30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyr- ir fullorðna og 500 kr. fyrir börn og rennur allur ágóði í ferðasjóð kepp- endanna. kgk Dansarar gerðu það gott um helgina Helgi Reyr Helgason og Heiður Dís Kristjánsdóttir höfnuðu í þriðja sæti í flokknum Unglingar II. Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Tristan Sölvi Jóhannsson (t.h.) sigruðu í standard og latindönsum í flokknum Börn II en Demi van den Berg og Almar Kári Ásgeirsson hrepptu annað sætið. Þessi pör keppa á móti í Englandi í lok mánaðarins. Verðlaunahafar í meistaraflokki á Íslandsmeistaramótinu í tíu dönsum. Með árangri sínum þar tryggði Daði Freyr Guðjónsson sér þáttökurétt á heims- og Evrópumeistaramótum og heims- og Evrópubikarmeistaramótum. Jóel Thor Jóhannesson og Aldís Thea Björnsdóttir, Mateusz Kuptel og Margrét Björt Pálmadóttir, Ellert Kári Samúelsson og Fura Claxton, og Júlíus Alexander Rúnarsson og Íris Embla Árnadóttir kepptu í Börn II.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.