Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201614 AÐAL FUNDUR Félagið veitir ferða- styrk til þeirra félags- manna sem búa í meira en 40 km fjarlægð frá fundarstað. Félags iðn- og tæknigreina 2016 verður haldinn í Borgartúni 30, 6. hæð laugardaginn 19. mars kl. 11.00 Dagskrá: 1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu og afgreiðslu. 3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins. 4. Kjöri stjórnar lýst. 5. Kosning trúnaðarráðs, kjörstjórnar, skoðunarmanna reikninga og uppstillinganefndar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Tillaga um fulltrúa á þing Samiðnar 2016. 8. Tillaga um fulltrúa á þing ASÍ 2016. 9. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem FIT er aðili að. 10. Önnur mál. Hádegismatur í boði félagsins. Stjórnin SK ES SU H O R N 2 01 6 Leikskólakennara vantar við Auðarskóla Leikskólakennara og deildarstjóra vantar við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli er staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð - Ánægja - Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Sjá frekari upplýsingar á www.audarskoli.is. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun Góð færni í mannlegum samskiptum Áhugi og metnaður fyrir faglegu leikskólastarfi Skipulagshæfni Frumkvæði Sjálfstæði í vinnubrögðum Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 29. mars. Nánari upplýsingar veitir Þorkell Cýrusson skólastjóri í síma 894-3445. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið keli@audarskoli.is. Dalir eru sögufrægt hérað þar sem sögusvið Laxdælu og Eiríkssögu rauða ber hæst. Það má því með sanni segja að fá landssvæði státi af ríkulegri sögu Dalirnir. Náttúrufegurð og friðsæld Dalanna er rómuð og eru ótal möguleikar til útiveru, gönguferða og fuglaskoðunar. Í Búðardal, sem er þjónustumiðstöð Dalanna, eru íbúar um 255 og þar er ostagerð MS staðsett sem er þekkt fyrir ostana sína. Búðardalur er miðsvæðis á Vesturlandi og stutt til næstu áfangastaða, til dæmis eru 153 km til Reykjavíkur og 278 km á Akureyri. Íslandsmót unglinga í badminton var haldið á Akranesi helgina 11.-13. mars og voru þátttakendur 168 tals- ins frá tíu félögum; Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherjum, TBR, TBS, UMFS og Umf. Þór. Spilaðir voru 337 leikir um helgina. ÍA og UMFS áttu 18 keppendur á mótinu. Mótið gekk vel fyrir sig en veðrið var aðeins að stríða þátttak- endum á leiðinni á mótsstað. En það urðu ekki mörg forföll vegna veðurs. Allir þátttakendur í mótinu fengu bol, buff og tattú að gjöf frá Badmintonfélagi Akraness og ÍA í tilefni afmælis þeirra. Badminton- félag Akraness fagnar 40 ára afmæli í nóvember og því var tilvalið að halda veglegt Íslandsmót unglinga á Akranesi þetta árið. Á laugardaginn fór fram keppni í U-11 flokknum, þar var keppt í einliðaleik og tvíliðaleik. Þar eign- aðist ÍA fyrsta Íslandsmeistaratitil- inn 2016 þegar Máni Berg Ellerts- son sigraði í tvíliðaleik með Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur. Á sunnu- daginn fóru fram úrslit og í lok dags voru krýndir Íslandsmeistarar 2016. Mesta afrekið hjá ÍA vann Brynjar Már Ellertsson, hann sigraði þrefalt, í einliðaleik, tvíliðaleik og tvennd- arleik. Alls hlutu félagsmenn ÍA og UMFS 9 Íslandsmeistaratitla. Verðlaunahafar frá ÍA og UMFS: Einliðaleikur U15 aukaflokkur 2. sæti – Katrín Eva Einarsdóttir ÍA Einliðaleikur U15 aukaflokkur 1. sæti – Davíð Örn Harðarson ÍA Einliðaleikur U19 aukaflokkur 1. sæti – Elvar Már Sturlaugsson ÍA Einliðaleikur U11 2. sæti – Máni Berg Ellertsson ÍA Tvíliðaleikur U13 2. sæti – María Rún Ellertsdóttir ÍA Tvíliðaleikur U15 2. sæti – Davíð Örn Harðarson ÍA Íslandsmeistarar: Máni Berg Ellertsson ÍA – tvíliðaleikur U11 Brynjar Már Ellertsson ÍA – einliðaleikur, tvíliðaleikur og tvenndarleikur U15 Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS – tvíliðaleik og tvenndarleik U15 Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA – einliðaleik og tvíliðaleik U17 Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA – tvíliðaleik U17 -fréttatilkynning Héldu Íslandsmót í badminton Íslandsmeistarar af Vesturlandi. Síðastliðinn föstudag var haldinn sameiginlegur íþróttadagur í Akra- neshöll. Þar hittust elstu börn í leik- skólum og 1. bekkingar í grunn- skólum á Akranesi og spreyttu sig á ýmsum æfingum. Á annað hundr- að börn tóku þátt í íþróttadeginum í ár og skemmtu sér konunglega. Starfsfólk skólanna hafði útbúið fjöl- breyttar stöðvar um alla Akranes- höll og var börnunum skipt í bland- aða hópa á hverja stöð, þar sem þau fengu að spreyta sig ýmsum boltaæf- ingum, stultum, jóga, hlaupum og fleiru. Um er að ræða árlegan við- burð sem er liður í samstarfi skóla- stiganna, Brúum bilið sem hefur ver- ið fastur liður í skólastarfi á Akra- nesi frá 1996. Á Akranesi eru starf- andi fjórir leikskólar og tveir grunn- skólar sem unnið hafa saman að því á þessum árum að auðvelda börnum að flytjast milli skólastiga og skapa samfellu í námi þeirra. Að sögn Ástu Egilsdóttur kennara við Grunda- skóla hefur samstarfið reynst mjög vel í alla staði. Hún segir skólabyrj- unina reynast börnunum almennt mun auðveldari eftir að samstarfið hófst og að aðlögun að grunnskólan- um gangi betur fyrir sig. „Við höfum sinnt faglegu samstarfi skólastiganna í gegnum árin en sá þáttur í samstarf- inu þarf að vera reglubundinn, með- al annars vegna mannabreytinga. Nú er til að mynda nýfarinn af stað sam- ráðshópur um læsi sem hefur meðal annars það markmið að leggja fram tillögur um hvernig tryggja megi samfellu í læsi milli skólastiganna,“ segir Ásta. Auðveldar breytingar Ásta segir grunnþætti samstarfsins vera nokkra. Þar megi meðal ann- ars nefna heimsóknir milli skólanna, annars vegar skólastjóraheimsókn- ir þar sem elsti árgangur leikskóla- barnanna heimsækir báða grunn- skólana og hins vegar gagnkvæm- ar heimsóknir nemenda leikskóla og grunnskóla. Þær taka við að loknum skólastjóraheimsóknum og heimsæk- ir þá hópur leikskólabarna grunnskól- ann og á sama tíma fer svipaður fjöldi 1. bekkinga í leikskólaheimsóknir. Í þessum heimsóknum hittast börn af öllum leikskólunum og 1. bekking- ar fá bæði tækifæri til að heimsækja sinn leikskóla og að kynnast leikskól- um skólafélaga sinna. Að sögn Ástu lýkur vetrarstarfinu formlega með fjögurra daga vorskóla þar sem all- ir væntanlegir 1. bekkingar kynn- ast framtíðarskóla sínum. „Mark- miðið með vorskólanum er að efla sjálfstraust og öryggi barnanna gagn- vart þeim breytingum sem framund- an eru í lífi þeirra. Meðan á vorskóla stendur heimsækja 1. bekkingar leik- skólana en hluti þeirra er þó eftir í grunnskólanum sem gestgjafar. Á lokadegi vorskólans er haldin hátíð þar sem 1. bekkingar og væntanleg- ir nemendur 1. bekkjar skemmta sér saman við leiki, söng og dans.“ Aðr- ir þættir samstarfsins snúa að meðal annars að þátttöku í morgunstund og stórum samsöng grunnskólanna. Þá sækja leikskólabörnin einnig tíma í íþróttahúsum bæjarins þar sem þau kynnast íþróttakennurum, húsnæð- inu og starfinu sem bíður þeirra í íþróttatímum í grunnskólanum. grþ Bilið brúað í Akraneshöll Börnin fengu meðal annars að spreyta sig á því að ganga á stultum. Hlaupið í skarðið. Einbeitt að æfa sig að halda blöðru á lofti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.