Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Qupperneq 20

Skessuhorn - 16.03.2016, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201620 Rúm 120x200 Kr 93.520,- Hverju keyptu fermingarrúmi fylgir sæng og koddi að verðmæti 6.980,- Fermingartilboð SK ES SU H O R N 2 01 6 „Hvað langar þig að fá í fermingargjöf?“ (Spurt í Hvalfjarðarsveit) Bjarki Rúnar Ívarsson: „Mig myndi langa í ferð til Brasilíu.“ Gabríel Trausti Bjarkason: „Myndavél.“ María Björk Ómarsdóttir: „Mig langar í rúm, úlpu eða nýjan síma.“ Jóhanna Ingisól Sævarsdóttir: „Síma.“ Spurningin Á síðasta ári fermdust rúm- lega tvöhundruð ungmenni á Vesturlandi. Í þeim hópi voru Akurnesingurinn Arnar Daði Sigurðsson og Sigrún Ósk Jóhannesdóttir frá Búðardal. Skessuhorn tók þau tali og forvitnaðist um hvernig fermingardagurinn hafi verið. Dagurinn fannst þeim báðum góður og eftir- minnilegur. Ánægður með daginn Arnar Daði Sigurðsson fermdist í Akraneskirkju 12. apríl 2015. Hann segist hafa vaknað snemma á ferm- ingardaginn til að gera sig tilbú- inn, enda hófst athöfnin klukkan 10:30. Dagurinn gekk áfallalaust fyrir sig og Arnar Daði var sátt- ur með fermingardaginn. „Þetta var mjög skemmtilegur dagur. Allt gekk vel og ég var mjög ánægður með daginn,“ segir Arnar Daði. Í framhaldi af athöfninni var hald- in vegleg fermingarveisla í Jóns- búð á Akranesi. Áður en í veisluna var haldið fékk Arnar Daði að kíkja heim, þar sem hann fékk ferming- argjöfina frá foreldrum sínum. „Ég fékk tölvu og skjá, sem ég var bú- inn að óska mér í nokkur ár. Hún hefur nýst mér mjög vel síðan ég fékk hana,“ segir hann. Aðspurður um hvað hafi komið mest á óvart við ferminguna segir hann að það hafi komið á óvart að fermingar- fræðslan hafi ekki verið erfið, bara mátuleg. „Ég lærði helling þar. Við fórum líka í eina ferð og skoðuð- um Skálholt þar sem við sáum stóra kirkju og fleira. Ég var reyndar að- eins feiminn í fermingarveislunni og það var svolítið erfitt að bjóða fólkið velkomið og að segja gjörið svo vel,“ segir hann. Hefur meira að gera Í veislunni var boðið bæði upp á mat og kökur, sem fermingarbarnið fékk að velja. Salurinn var skreytt- ur og þar sem Arnar Daði hefur æft keilu til fjölda ára var keilukúla not- uð sem skreyting á borðinu. „Ég reyndi að hjálpa til eins og ég gat, ég fór og setti skreytingar á borð- in og hjálpaði auðvitað við að velja matinn. Ég gat samt ekki hjálpað til við að elda, ég kann ekkert að elda,“ segir hann. Arnar Daði segir tölu- vert af fólki hafa komið í veisluna. Hann fékk ýmsa fallega og nytsam- lega hluti í fermingargjöf. „Ég fékk svolítið mikinn pening en ég fékk líka Gopro myndavél og mjög mik- ið af hlutum.“ Hann segir lífið hafa breyst svolítið eftir ferminguna. „Þegar maður er kominn með svona mikið af hlutum, þá hefur maður miklu meira að gera,“ segir Arnar Daði hress að endingu. Myndi vilja gera þetta aftur Sigrún Ósk Jóhannesdóttir fermd- ist Í Hjarðarholtskirkju í Dölum á páskadag í fyrra. Fermingarathöfn- in sjálf var um miðjan dag en Sig- rún Ósk tók daginn snemma. „Ég þurfi að vakna frekar snemma til að fara í hárgreiðslu og allt það. Það skipti samt engu máli því ég var svo rosalega spennt. Þetta fór allt vel og var rosalega gaman. Þetta var lítil og kósí ferming, rosalega skemmti- legur dagur. Ég myndi alveg vilja gera þetta aftur,“ segir Sigrún Ósk í samtali við blaðamann. Hún segir fræðsluna einnig hafa verið óvenju skemmtilega. „Ég hafði aldrei haft neinn áhuga á kirkjum eða kristni en ákvað að prófa þetta. Það kom á óvart hvað presturinn náði að gera þetta áhugavert og skemmtilegt. Hún náði alveg til mín,“ segir hún. Bakaði sjálf Fermingarveislan var haldin í Dalabúð sama dag og var salurinn skreyttur í tilefni dagsins. „Við röð- uðum upp borðum og settum fullt af litlum barnamyndum af mér um allan salinn. Svo settum við skraut á borðin og lítil páskaegg af því að þetta var á páskadag,“ útskýrir hún. Mörgum var boðið til ferming- arinnar en Sigrún segir einhverja hafa forfallast. „Það voru frekar margir sem komust ekki en marg- ir af vinum mínum komu, sem var skemmtilegt.“ Sigrún Ósk hjálpaði heilmikið til við undirbúning veisl- unnar. Boðið var upp á kjötsúpu sem móðir hennar gerði og köku sem keypt var hjá bakara. Restina af kökunum bakaði Sigrún Ósk sjálf. „Það var ekkert erfitt. Ég var að vinna á kaffihúsi á þessum tíma og þetta var kaka sem ég gerði á hverj- um degi þar. Ég bakaði því nokkr- ar svoleiðis,“ segir hún. Aðspurð um hvað hafi verið eftirminnilegast við daginn segir Sigrún: „Ég held að það hafi verið þegar eldri systk- ini mín sungu fyrir mig. Það stóð upp úr.“ Sigrún Ósk fékk fjölda gjafa líkt og flest fermingarbörn. „Ég fékk pening, myndavél, rúm og hillur. Svo fékk ég alveg nokkur páskaegg og risastóra súkkulaði kanínu. Ég var að borða páskaegg og afgang af kökunum alveg fram á vor,“ segir hún hlæjandi að endingu. grþ Fermingardagurinn var góður og eftirminnilegur Arnar Daði Sigurðsson fermdist á Akranesi í fyrra. Hann fór í fermingarmynda- töku til Guðmundar Bjarka Halldórssonar og er hér í stúdíói með keilukúluna og verðlaunagripi. Sigrún Ósk Melsteð Jóhannesdóttir fór í fermingarmyndatöku til Steinunnar Matthíasdóttur í Búðardal sama dag og hún fór í prufugreiðslu, nokkrum dögum fyrir ferminguna.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.