Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201622 Spurningin Þrátt fyrir að flest ungmenni á Íslandi kjósi að láta ferma sig í kirkju á það ekki við um alla. Ekki aðhyllast allir kristna trú og börn á fermingaraldri eru engin undantekning þar á. Þeir sem vilja sleppa því að fermast á kristinn hátt hafa þó aðra valkosti. Hér á landi stendur meðal annars til boða taka siðmálum að heiðnum sið. Þeir sem taka siðmálum eru á öllum aldri þó meirihluti þeirra sé á ung- lingsaldri. Í ár munu nokkur ungmenni taka siðmálum á Vesturlandi. Alma Hlín Þórarinsdóttir, sem bú- sett er á Hvanneyri, var ein þeirra sem tók siðmálum í fyrra. Hún kaus að fara þá leið frekar en að fermast í kirkju og hafði ákveðið sig tölu- vert áður en hún komst á ferming- arald. „Mér fannst þetta það flott- asta af því sem var í boði. Þetta var öðruvísi og í ásatrúnni fannst mér skemmtilegustu sögurnar,“ seg- ir Alma Hlín í samtali við Skessu- horn. Hún er ekki alin upp við heiðinn sið en þekkti ásatrúna þó vel. „Ég er alin upp við þannig við- horf að ég mátti velja það sem ég vildi. Það var lesið mikið fyrir mig af þessum sögum þegar ég var yngri og ég spurði mikið út í þessi mál. Ég kynnti mér þetta vel áður en ég tók þessa ákvörðun,“ segir Alma Hlín. Fyrir siðmálaathöfnin er veitt fræðsla sem að mestu leyti fer fram í spjallformi. Þar er rætt um goðin og heiðna lífssýn, velt fyrir sér heil- ræðum Hávamálanna ásamt ýmsum siðfræðilegum og heimspekilegum álitamálum. Alma Hlín fékk fræðslu frá Jónínu Kritínu Berg Vestlend- ingagoða. „Við sátum saman og lás- um í Hávamálum og skoðuðum ljóð og erindi sem ég vildi taka. Ég fékk lista yfir flokka til að geta valið hvað ég vildi hafa erindin mín um í vígsl- unni. Ég valdi það sem skipti mig máli og valdi mér ljóð líka,“ útskýr- ir Alma Hlín. „Ég las mörg erindi áður en kom að vígslunni sjálfri, ég las þau flest öll,“ bætir hún við. Las úr Hávamálum Siðmálaathöfn er vígsla að hætti ásatrúarmanna inn í fullorðinna manna tölu. Að því leyti er hún sam- bærileg fermingarathöfn kristinna manna en ólíkt fermingarathöfn fer athöfnin fram úti í náttúrunni og aðeins er einn aðili í hverri at- höfn. Þá er engin krafa gerð um trúarjátningu heldur opinberar við- komandi að hann ætli að hafa heið- inn sið að leiðarljósi í lífinu. Athöfn Ölmu Hlínar fór fram í fyrrasumar í Hafnarskógi. „Við pabbi völdum staðinn saman. Við völdum stað- inn vegna tengsla við Höfn í Mela- sveit. Pabbi er ættaður þaðan og við geymum hestana við Hafnarfjall og fannst þessi staður því passa vel,“ segir hún. Höfn í Melasveit hef- ur verið í eigu ættar föður henn- ar og á amma Ölmu Hlínar jörð- ina núna. Landið er fallegt og var staðsetningin því vel við hæfi. Jón- ína Vestlendingagoði framkvæmdi athöfnina. „Við fórum út í skóg- inn ásamt öllum gestunum mínum. Jónína kveikti eld, heiðraði goðin og fjallaði um fullorðinna manna tölu. Ég sagði frá því hvers vegna ég valdi ljóðin og las þau upp.“ Að lokum var horn látið ganga milli manna og barni og goðum drukkin heillaskál. Við siðmálaathöfn fá við- staddir tækifæri til að taka til máls og færa barninu persónulega kveðju og er þá orðinn þátttakandi í at- höfninni en ekki áhorfandi. „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Alma Hlín. Reynir að mæta á blót Að athöfninni lokinni var hald- in hefðbundin veisla í Grunnskól- anum í Borgarnesi. „Það var mjög líkt fermingarveislu. Þarna voru sýndar myndir af mér, ég söng og eitthvað svona skemmtilegt,“ segir hún. Boðið var upp á mat og hún fékk gjafir. Skreytingarn- ar í salnum voru í ákveðnu þema sem tengdist athöfninni af vissu leyti. „Ég var ekki með fermingar- kerti. Við fundum okkur stein úr fjörunni við Hafnarskóg í staðinn og á hann var skrifað nafnið mitt og dagsetning. Steinar og grein- ar voru notuð sem skreytingar á borðunum ásamt hvítu og grænu.“ Þá var Alma Hlín einnig í hvítum kufli með grænni svuntu. Hún segir fáa hafa orðið hissa yfir því að hún veldi að taka siðmál- um frekar en að fermast kristilega. „Fólk þekkir mig og ég vil oft vera öðruvísi. Vinir mínir sögðu eigin- lega ekkert, þeim fannst þetta pínu- lítið skrítið en var samt alveg sama. Þeim fannst athöfnin flott og þetta var ólíkt venjulegum fermingum. Svona athöfn tekur líka mun styttri tíma,“ segir hún. Alma Hlín segir líf sitt ekki hafa tekið miklum breyt- ingum eftir að hún tók siðmálum að heiðnum sið. „Ég reyni að mæta á þau blót sem ég kemst á. Við pabbi höfum áhuga á því að fara á blótin og þetta er mjög gaman.“ grþ Alma Hlín tók siðmálum að hætti ásatrúarfólks Alma Hlín ásamt Jónínu Kristínu Berg Vestlendingagoða. Spurningin „Hvað langar þig að fá í fermingargjöf?“ (Spurt í Stykkishólmi) Benjamín Ómar Kristjánsson: „Mig langar mest af öllu í miða á NBA leik.“ Védís Bergþórsdóttir: „Mig langar í margt, t.d. pen- inga, tölvu og húsgögn.“ Thelma Hinriksdóttir: „Mest langar mig í utanlands- ferð og helst að komast á NBA leik.“ Lárus Thorarensen Bogason: „Mér þætti best að fá pening, þá get ég valið það sem mig langar í.“ „Hvað langar þig að fá í fermingargjöf?“ (Spurt í Ólafsvík) Lovísa Lín Traustadóttir: „Mig langar í utanlandsferð til Orlando.“ Emil Steinn Clausen: „Mig langar í ferð á Liverpool leik.“ Vigfús Kristinn Vigfússon: „Mig langar í pening og miða fyrir mig og pabba til útlanda.“ Sæbjörg Jóhannesdóttir: „Utanlandsferð til Spánar.“ @home • Stillholt 16-18 • 300 Akranes • Sími 431-1218 Kæra fermingarbarn vertu velkomin í @home og gerðu þinn óskalista. Nafnið þitt fer svo í pott og þú getur unnið Kreafunkt þráðlausan hátalara. Opnunartími Mánudaga-föstudaga 11-18 Laugardaga 11-15 SK ES SU H O R N 2 01 6 Frí innpökkun Erum á Facebook og Instagram: gjafavöruverslunin @home

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.