Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Qupperneq 31

Skessuhorn - 16.03.2016, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2016 31 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, mun framkvæma fyrstu borgaralegu ferminguna á Akranesi sunnudaginn 10. apríl næstkom- andi. Samkoman verður í Byggða- safninu í Görðum og fermingar- stjóri verður Valgerður Þ.E. Guð- jónsdóttir athafnastjóri Siðmenntar. Alls munu sjö ungmenni víðsvegar að af Vesturlandi fermast borgara- lega á Akranesi. Fram að þessu hafa fermingarbörn þurft að sækja slíkar athafnir í Reykjavík. Siðmennt hefur staðið fyrir borg- aralegum fermingum frá árinu 1989 og stefnir nú í metár. Alls munu um 340 ungmenni fermast borgaralega á þessu ári og fjölgar jafnt og þétt í þeim hópi á hverju ári. Á heima- síðu Siðmenntar segir meðal annars að með kirkjulegri fermingu stað- festi einstaklingurinn skírnarheit og játist kristinni trú en að mörg ung- menni á fermingaraldri séu ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. „Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borg- araleg ferming góður kostur,“ segir jafnframt á heimasíðu Siðmenntar. Íslenska orðið ferming er þýðing á latneska orðinu „confirmare,“ sem merkir m.a. að styðja og styrkja. Ungmenni sem fermast borgaralega eru studd í því að vera heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi en megintilgangur borg- aralegrar fermingar er að efla heil- brigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virð- ingu fyrir mann- inum, menningu hans og umhverfi. Fermingin sjálf er hátíðleg afhöfn sem tengist ekki kirkju eða kristni og er hún haldin fyrir börn á ferm- ingaraldri í kjöl- far fræðslu um sið- fræði og félagsleg efni. Fyrir athöfn- ina sækja ferm- ingarbörnin nám- skeið þar sem þau læra ýmislegt til að undirbúa þau fyrir fullorðinsár- in, með þeim rétt- indum og skyldum sem því fylgja að eldast. Fyrir börn af landsbyggð- inni er boðið upp á námskeið sem stendur yfir í heila helgi í Reykjavík. Umfjöllunarefni námskeiðsins er afar fjölbreytt. Má þar nefna sam- skipti unglinga og fullorðinna, fjöl- skylduna, mismunandi lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, hamingju, gleði, sorg, samskipti, mannréttindi, jafn- rétti, siðfræði, samskipti kynjanna, umhverfismál ásamt fleiru. Há- punktur fermingarinnar er virðuleg lokaathöfn sem foreldrar barnanna skipuleggja og stjórna með hjálp Siðmenntar. Þar eru börnin sjálf í aðalhlutverkinu. Þau koma fram prúðbúin, flytja ávörp, ljóð og sög- ur, spila á hljóðfæri og dansa svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum fá þau afhent skrautritað skjal til staðfest- ingar á því að þau hafi lokið ferm- ingarnámskeiðinu. grþ Borgaralegar fermingar aldrei fleiri Svipmynd úr borgaralegri fermingu Siðmenntar 2015. Fermingartilboð á saumavélum KOMDU FERMINGARBARNINU Á ÓVART! Brother NV15 49.900 kr.Brother M1034D 54.900 kr. PFAFF - GRENSÁSVEGI 13 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 414 0400 - WWW.PFAFF.IS IdeaPad 500s fartölva frá Lenovo. Glæsileg og létt 14" fartölva Öflug vél með full-HD skjá Örgjörvi: Intel Core i5 6200U 2,3-2,8GHz dual core 3MB HT Minni: 8GB 1600MHz DDR3 (8GB mest, 1 rauf) Skjár: 14" FHD LED TN m. Myndavél Upplausn: 1920x1080 punkta Diskur: 256GB SSD Stýrikerfi: Windows 10 64bita (home) Fram�ðar tölvur fermingarbarnsins Tækniborgar verð kr. 149.990,- IdeaPad YOGA fartölva frá Lenovo. Liðug og létt 14" fartölva Flott vél með full-HD skjá Örgjörvi: Intel Core i3 5005U 2,0 GHz dual core 3MB HT Minni: 4GB 1600MHz DDR3 (8GB mest, 1 rauf) Skjár: 14" IPS LED m. Myndavél og Gorilla Glass Upplausn: 1920x1080 punkta Diskur: 256GB SSD Stýrikerfi: Windows 10 64bita (home) Tækniborgar verð kr. 114.990,- IdeaPad 100 fartölva frá Lenovo. Einföld 14" fartölva Góð fartölva með Pentium örgjörva Örgjörvi: Intel Pentium N3540 2,16-2,66 GHz quad core 2MB Minni: 4GB 1333MHz DDR3 (8GB mest, 1 rauf) Skjár: 14" HD LED m. Myndavél Upplausn: 1366x768 punkta Diskur: 500GB 5400sn 2.5 SATA Stýrikerfi: Windows 10 64bita (home) Tækniborgar verð kr. 69.990,- Miix 300 spjaldtölvan frá Lenovo. Spræk og skemmtileg spjaldtölva með lyklaborði sem nýtist sem hlíf fylgir með. Örgjörvi: Atom Z3735 1,33-1,83 GHz quad core Minni: 2GB LP-DDR3 Skjár: 10,1“ IPS LCD með LED baklýsingu m. Myndavél Upplausn: 1280x800 punkta Gagnapláss 64GB (stækkanlegt um 64gb m/microSD korti) Stýrikerfi: Windows 10 32b (home) Tækniborgar verð kr. 59.990,- IdeaPad 2 7“ spjaldtölva frá Lenovo. Létt og skemmtileg á fínu verði. Örgjörvi: 1,3 GHz quad core (MT8127) Minni: 1GB LP DDR2 Skjár: 7" 1024x600 IPS Myndavélar: 2MB fram og 0,3MB bak Net: 802.11 b/g/n WiFi Stýrikerfi: Android 5,0 (Lollipop) Tækniborgar verð kr. 16.990,- Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri. Fáanleg í 12 litum Nánar um sölustaði á facebook Verð: 3390 kr. og 3190 (barnastærð 3-9 ára) Frábær gjöf fyrir dömur á öllum ald i. Fáanleg í 12 litum Nánar um sölustaði á facebook Verð: 3390 kr. og 3190 (barnastærð 3-9 ára) Útsölustaðir á Vesturlandi: Apótek Vesturlands - Sundlaugin í Borgarnesi Netverslanir: aha.is, Heimkaup og Krabbameinsfélagið

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.