Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Qupperneq 37

Skessuhorn - 16.03.2016, Qupperneq 37
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2016 37 ir hann að hafi enn fremur valdið því að erlendir ferðamenn þekki vöru- merkið. Þeir sækist í auknum mæli eftir því að líta við í Steðja á ferð um landið. „Fólki þykir áhugavert að hér hafi bændur gerst bjórbændur, vilja gjarnan koma og smakka. Þetta hef- ur aðdráttarafl á ferðamenn sem kalla mikið eftir svona „lókal“ vöru og eru almennt mjög áhugasamir um hvers kyns matargerð úr héraði,“ bætir hann við. Aðspurður segir Dagbjartur að nýjungar séu væntanlegar frá Brugg- húsi Steðja en vill ekkert gefa upp um það nánar. „Bjórunnendur fá að heyra frá því þegar þar að kemur, en ég lofa því að þær eru mjög athygl- isverðar og spennandi,“ segir Dag- bjartur að lokum. kgk Háskólinn á Hólum Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is ný pr en t 0 2 /2 0 16 Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. w w w .h ol ar .is Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við Brugghús Steðja í Borgarfirði, en um 150 fermetrar hafa verið byggðir aftan við sjálft brugghúsið. Þó nóg sé að gera í bjórframleiðslu segir Dag- bjartur Arilíusson í Steðja að ekki sé verið að stækka brugghúsið. „Þetta er einfaldlega gert til að við getum betur tekið á móti stórum hópum sem sækjast í auknum mæli eftir því að koma hingað í bjórsmökkun og kynningar,“ segir hann í samtali við Skessuhorn. Hann segir slíkar ferðir verða stöðugt vinsælli, ekki síst meðal Íslendinga. „Það eru helst vinnustað- ir sem fjölmenna hingað í skemmti- ferðir en einnig er nokkuð um að ferðamenn komi hingað í hópum,“ segir Dagbjartur. Eftirspurnin eftir slíkum ferðum er orðin slík að hann hafi séð sig knúinn til að stækka. „Þó við auglýsum það ekki þá höfum við alltaf tekið á móti hópum sé þess ósk- að. Nú er töluvert bókað í slíkar ferð- ir í sumar og stórir hópar væntanleg- ir,“ segir hann. „Hingað til höfum við tekið á móti hópum í brugghús- inu sjálfu. Það fer mjög vel um 25-30 manns þar í einu en þegar hóparnir eru farnir að telja nær 50 manns þá fer að verða þröngt á þingi, ég tala nú ekki um þegar þeir eru stærri,“ segir Dagbjartur og bætir því við að hann hafi oft þurft að skipta fjölmenn- um hópum í tvennt. Með tilkomu betri aðstöðu eigi slíkt að heyra sög- unni til. „Þegar þetta verður komið í gagnið geri ég ráð fyrir að hér verði leikandi hægt að taka á móti hundrað manna hópum þannig að vel fari um alla,“ segir hann. Rýmið mun einnig nýtast sem lager að einhverju leyti og segir Dagbjartur að framkvæmdum ljúki á næstu vikum. Salan gengur vel og nýjungar væntanlegar Að sögn Dagbjartar vekur bjórinn frá Steðja stöðugt meiri athygli og ekki síst utan landsteinanna. Þar hefur kannski sitt að segja að bruggmeist- arar Steðja hafa aldrei verið smeyk- ir að fara sínar eigin leiðir og bjóða upp á óvenjulegar tegundir. „Hvala- bjórinn kom okkur náttúrulega á kortið á sínum tíma. Hann var val- inn einn af mest spennandi bjórum í heimi af fleiri en einu og fleiri en tveimur tímaritum úti í heimi. Síð- an þá höfum við aukið útflutning á okkar vörum til muna og það gengur prýðilega. Einnig höfum við komið léttölinu okkar í verslanir hér á landi og það hefur gengið gríðarlega vel,“ segir Dagbjartur. Sú athygli sem hvalabjórinn fékk á sínum tíma seg- Bjórbændur í Steðja undirbúa móttöku stórra hópa Dagbjartur Arilíusson í Steðja. Steypuvinna í fullum gangi þar nú er risin viðbyggingin. Við anddyri hennar hefur verið komið fyrir barstólum úr viði og borðum úr stórgrýti. Vinna í veiðihúsi Við leitum að lífsglöðu og duglegu starfsfólki frá byrjun júní 2016 til og með byrjun september 2016 Líflegt og skemmtilegt sumarstarf úti á landi í kringum laxveiði við veiðihúsið í Norðurá í Borgarfirði. Starfið felur í sér að stærstum hluta þjónustu við gesti ásamt þrifum og ræstingu Nánari upplýsingar eru veittar á veidihusnordura@gmail.com eða í síma 842-2821 Umsóknarfrestur er til 31. mars 2016 SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.