Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Síða 40

Skessuhorn - 16.03.2016, Síða 40
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201640 Það var mikil eftirvænting í loft- inu í Borgarnesi síðastliðinn laugar- dag. Skallagrímskonur áttu að lyfta deildarmeistarabikarnum í þessum síðasta heimaleik sínum í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Andstæð- ingar þeirra voru Njarðvíkingar, eina liðið sem hafði lagt þær að velli í vetur. Skallagrímskonur höfðu yfir- höndina í fyrsta leikhluta. Njarð- víkurliðið var aðeins lengur í gang en kom sér hægt en örugglega inn í leikinn eftir því sem leið á fjórð- unginn. Í öðrum fjórðungi var mik- ið jafnræði með liðunum, leikur- inn hraður og mikil spenna í hús- inu. Eftir að hafa skipst einu sinni á forskotinu leiddi Skallagrímur með tveimur stigum í hálfleik, 45-43 og útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Þriðji fjórðungur var hins veg- ar afleitur, hver svo sem skýringin kann að vera. Njarðvíkingar skelltu í lás í vörninni og á tímabili var sem lok hefði verið sett á körfu þeirra. Skallagrímskonur komust hvorki lönd né strönd, skoruðu aðeins sjö stig allan leikhlutann en á meðan héldu gestirnir uppteknum hætti og náðu öruggri 15 stiga forystu fyr- ir lokafjórðunginn. Munurinn jókst lítillega áður en Skallagrímskonur tóku mikinn endasprett og hleyptu smá lífi í leikinn á ný. Það var hins vegar um seinan, munurinn var ein- faldlega of mikill og þær urðu að sætta sig við sex stiga tap, 81-87. Erikka Banks var atkvæðamest Skallagrímskvenna með 19 stig og sjö fráköst og næst kom Kristrún Sigurjónsdóttir með 18 stig og átta fráköst. Í liði Njarðvíkur átti Came- ron Tyson-Thomas sannkallaðan risaleik með 42 stig, 19 fráköst og hvorki fleiri né færri en níu stolna bolta. „Markmiðið er að fara beint upp“ Að leik loknum var slegið upp verð- launaafhendingu þar sem leikmönn- um og þjálfurum Skallagríms voru veittir gullpeningarnir fyrir frammi- stöðuna í vetur. Að því loknu kom það í hlut Guðrúnar Ámundadóttur fyrirliða að hefja á loft deildarmeist- arabikarinn. Hún vakti fyrst máls á því í samtali við Skessuhorn að lið- ið hefði ekki leikið nægilega vel að kvöld laugardagsins. „Það var leið- inlegt að tapa þessum leik, við eig- um að gera mikið betur,“ segir Guð- rún. „Við vorum bara ekki að spila nógu vel í kvöld og eigum fullt inni,“ bætti hún við en dvaldi þó ekki lengi við tapið. Hún kvaðst hæstánægð með að Skallagrímur hefði tryggt sér deildarmeistaratitilinn. „Það var auðvitað mjög góð tilfinning að lyfta bikarnum. Þetta er náttúrulega það sem við höfum unnið að í all- an vetur og gaman að fá umbun fyr- ir erfiðið,“ segir fyrirliðinn. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að um mitt síðasta sumar var ekkert sem benti til þess að Skallagrímur myndi senda lið til keppni í Íslands- móti kvenna í körfuknattleik. Þá var ákveðið að endurvekja meistaraflokk kvenna eftir tveggja ára hlé og senda lið til keppni í Íslandsmótinu. Stofn- að var kvennaráð körfuknattleiks- deildar Skallagríms, með Ámunda Sigurðsson og Ásmund Einar Daða- son í broddi fylkingar, og því falið að halda utan um endurreisn liðsins. „Pabbi og Ásmundur Einar tóku þetta bara að sér og þeir eiga stóran þátt í að byggja upp þetta lið. Þeir hafa unnið daga og nætur til að láta þetta ganga upp,“ segir Guðrún. Snemma hausts var Manuel Ro- driguez ráðinn þjálfari liðsins og liðið hefur þegar náð ótrúlegum ár- angri. Skallagrímur hefur fyrir löngu tryggt sér efsta sæti deildarinnar og aðeins tapað tveimur leikjum í all- an vetur. „Nú er það bara úrslita- keppnin sem við þurfum að einbeita okkur að,“ segir Guðrún og þar er aðeins eitt sem kemur til greina, sama hver andstæðingurinn verður. „Markmiðið er að fara beint upp í úrvalseild.“ kgk Skallagrímskonur lyftu deildarmeistarabikarnum Skallagrímur, deildarmeistari 1. deildar kvenna í körfuknattleik 2016. Fyrirliðinn einbeittur á vítalínunni. Þriggja stiga skot Sólrúnar Sæmundsdóttur ríður af. Lukkudýrið Skallinn og Manuel Rodriguez þjálfari fylgjast með gangi mála. Erikka Banks gerir atlögu að körfunni í leiknum gegn Njarðvík. Guðrún Ámundadóttir fyrirliði og Kristrún Sigurjónsdóttir í þann mund að hefja bikarinn á loft.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.