Skessuhorn - 16.03.2016, Síða 41
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2016 41
Víkurhvarf 5
Stærð palls 2,55 x 8,60 m
Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti
Weckman flatvagnar
/ löndunarvagnar
Vagnar 6,5 - 17 tonn.
Verðdæmi:
8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti.
12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti.
Weckman sturtuvagnar
Víkurhvarf 5
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
2
Eins og Skessuhorn hefur áður
greint frá lét Jóhannes Björgvinsson
lögregluþjónn af störfum um ára-
mótin eftir 36 ár í lögreglunni. Þar
af þjónaði hann sem lögregluþjónn
í Dölum í ellefu ár. Í síðastliðinni
viku færði Jóhannes Byggðasafni
Dalamanna veglega gjöf en þangað
lét hann til varðveislu hátíðarbún-
ing sinn úr lögreglunni ásamt lög-
reglufrakka frá árinu 1979. Frakk-
ann fékk hann þegar hann tók til
starfa sem lögreglumaður en um
það bil ári síðar var nýr lögreglu-
búningur tekinn í notkun og frakk-
inn settur til hliðar.
sm
Byggðasafni Dalamanna
áskotnast lögreglubúningur
Hátíðarbúningurinn fer nú á
byggðasafnið.
Jóhannes í frakkanum góða.
Stórskemmtileg töltkeppni í Vest-
urlandsdeildinni fór fram í Faxa-
borg í Borgarnesi á föstudagkvöld-
ið. Leikar fóru þannig að Sigur-
oddur Pétursson á Stegg frá Hrís-
dal kom sá og sigraði með 7,33.
Siguroddur var annar eftir for-
keppni, 0,03 stigum á eftir þeim
Jakobi Svavari og Hörku frá Ham-
arsey. Jakob og Harka urðu önnur í
úrslitum. Meðfylgjandi eru A-úrslit
kvöldsins auk stöðu í stigakeppn-
inni að loknum þremur greinum af
fimm. Seinasta kvöld Vesturlands-
deildarinnar verður síðan miðviku-
dagskvöldið 23. mars en þá verður
keppt í gæðingafimi og flugskeiði.
A-úrslit:
1. Siguroddur Pétursson –
Steggur frá Hrísdal – Berg/Hrís-
dalur – 7,33
2. Jakob Svavar Sigurðusson –
Harka frá Hamarsey –
Snókur/Cintamani – 7,00
3. Hanne Smidesang –
Roði frá Syðri-Hofdölum –
Snókur/Cintamani – 6,56
4. Halldór Sigurkarlsson –
Kolbrá frá Söðulsholti –
Trefjar – 6,50
5. Berglind Ragnarsdóttir –
Frakkur frá Laugavöllum –
Leiknir – Missti Skeifu.
Staðan í liðakeppninni að lokn-
um 3 af 5 greinum
1. Snókur/Cintamani – 119 stig
2. Leiknir – 95,5 stig
3. Hjálmhestar – 82 stig
4. Eques – 79,5 stig
5. Berg/Hrísdalur – 69,5 stig
6. Trefjar – 67,5 stig
Staðan í einstaklingskeppninni
að loknum 3 af 5 greinum;
1. Jakob Svavar Sigurðsson – 18,5 stig
2. Siguroddur Pétursson – 17 stig
3. Berglind Ragnarsdóttir – 14 stig
4. Sigurður Sigurðarson – 13 stig
5. Pernille Lyager Möller – 11,5 stig
6. Benedikt Þór Kristjánsson – 11 stig
7. Randi Holaker – 8 stig
8. Hanne Smidesang – 7 stig
9. Halldór Sigurkarlsson – 5 stig
10. Máni Hilmarsson – 4,5 stig
11. Haukur Bjarnason – 4 stig
12. Bjarki Þór Gunnarsson – 3,5 stig
mm
Siguroddur og Steggur sigruðu í töltinu
Siguroddur og Steggur, sigurvegarar kvöldsins á föstudaginn. Ljósm. iss.
25% afsláttur af öllu frosnu nautakjöti
frá Mýranauti í Ljómalind sveitamarkaði
í Borgarnesi – á meðan birgðir endast
Gildir ekki um hamborgara
25% AFSLÁTTUR
Mýranaut ehf / Leirulæk, 311 Borgarnes / myranaut. is / s . 868 7204