Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Page 44

Skessuhorn - 16.03.2016, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201644 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Vélsmiðja BA Nýsmíði • Vélaviðgerðir Breytingar • Viðhald Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is Björn Kristjánsson 894 – 3336 Arnar Björnsson 849 – 9341 Pennagrein Hvalfjarðargöng eru oft nefnd sem dæmi um afar vel heppnaða einka- framkvæmd. Göngin eru notuð langt umfram allar spár og ekur varla nokk- ur maður fyrir fjörð nema í neyð. Þrátt fyrir þetta erum við að horfa á 20 ára gjaldtöku á þjóðvegi eitt, einu gjaldtökuna á íslenskum þjóðvegum á þessu tímabili og engin breyting hef- ur átt sér stað í þá átt að stytta tíma- bil gjaldtöku frá því sem upphaflegar spár gerðu ráð fyrir. Höfundur hefur ekki aðgang að öllum ársreikningum Spalar, tölurnar sem hér birtast eru í nokkrum tilvikum fengnar úr árs- reikningi ársins á eftir. Nokkrir árs- reikningar eru aðgengilegir á heima- síðu Spalar en skýrsluhöfundur keypti annað hvert ár fyrri ára úr ársreikn- ingaskrá. Þjóðvegur 1 Í undirbúningi ganganna var leit- að í reynsluheim Norðmanna. Ítrek- að er reglulega í skýrslum og áætlun- um um byggingu ganganna að gjald- takan sé ætluð til að greiða fyrir gerð jarðganganna en þegar þau verða full- byggð muni Vegagerðin sjá um við- hald vegarins, enda sé vegurinn þá orðinn þjóðvegur eitt. Þannig sé hátt- að í Noregi. Þetta er nokkuð veiga- mikið atriði þegar kemur að kostn- aði við rekstur ganganna. Spölur hef- ur borgað allt viðhald sjálfur og notar veggjaldið í það í stað þess að krefja Vegagerðina um að hún sjái um við- hald á þjóðveginum. Ef upphafleg- um fyrirheitum hefði verið fylgt varð- andi það að veggjaldið væri einungis til að endurgreiða gangaframkvæmd- ina, ekki til að viðhalda veginum, þá hefði verið hægt að stytta gjaldtökuna töluvert. Arður Forsvarsmenn framkvæmdarinnar sömdu við ríkið um að hlutaféð myndi ávaxtast eins og verðtryggt skuldabréf með fjórtán prósenta raunvöxtum, sem er frekar góð ávöxtun. Samning- urinn kveður á um að þegar félagið er rekið með tapi veitir Vegagerðin félaginu lán án vaxta (verðtryggt þó) fyrir arðgreiðslum. Hluthafar hafa því fengið fjórtán prósenta raunvexti ár- lega frá 22. apríl 1995 og að auki upp- færist hlutaféð sem á að vera greitt út við slit á félaginu með tilliti til vísi- tölu. Það er nokkuð veglegt með hlið- sjón af því að Vegagerðin tekur á sig alla áhættuna. Það er athyglisvert að þrátt fyrir samning ríkisins og Spalar um að lán Vegagerðarinnar beri enga vexti og sé víkjandi fyrir öðrum skuldum, þá var ákveðið að greiða það lán upp á undan öllum öðrum sem auðvitað jók vaxta- kostnað Spalar. Hlutafé sem er í raun og veru skuldabréf sem bera vexti um- fram markað, verður verðmætara eft- ir því sem líftími þess eykst. Speli er einnig heimilt að minnka hlutafé sem ber verðtryggða 14% vexti á hverju ári. Aðkoma ríkisins Ríkið lofaði að stytta ekki veginn um Hvalfjörð meira en um tvo kílómetra að hámarki og að auka ekki gæði veg- arins. Ríkið lofaði að hætta niður- greiðslu á Akraborginni og loks er ákvæði um að ekki megi hefja neinar gjaldtökur á leiðinni milli Akraness og Reykjavíkur á rekstrartíma ganganna. Síðasti liðurinn er nokkuð athygl- isverður fyrir þá sem sjá fyrir sér að Sundabrautin verði einkaframkvæmd og rukkað verði fyrir notkun hennar. Tryggingar Jarðgöng ríkisins eru tryggð í Viðlaga- sjóði. Það að ríkið ábyrgist ekki Hval- fjarðargöng hefur í för með sér tölu- verðan kostnað vegna trygginga fyr- ir Spöl. Ekki er hægt að sjá að Spöl- ur hafi farið fram á að ríkið ábyrgist göngin. Rekstarárið 30. september 1998 til 1. október 1999 var kostnaður við tryggingar 18,3 milljónir. Á verð- lagi janúar 2016 eru það yfir 40 millj- ónir. Fyrir árið 1. október 2002 til 30. september 2003 var þessi kostnaður orðinn 60,3 milljónir eða 112 millj- ónir á verðlagi janúar 2016 (hryðju- verkatrygging). Tryggingar í dag eru lægri en auðséð er að heildargreiðslur trygginga samsvara nærri tveimur árum af afborgunum lána. Hefði rík- ið tekið á sig ábyrgðina hefði það stytt líftímann á gjaldtökunni töluvert. Vaxtakjör Ekki var farið fram á ríkisábyrgð á lánum en tekið var erlent lán í nokkr- um gjaldmiðlum með nokkru álagi. Lífeyrissjóðir lánuðu að auki á verð- tryggðum 9,2% vöxtum. Til saman- burðar er algengt að skuldabréf Íbúða- lánasjóðs beri 3,75% vexti. Sá tími sem rukkað er í göngin er því tölu- vert lengri en ef veitt hefði verið rík- isábyrgð. Það er vert verkefni að taka saman hver heildarkostnaður verkefn- isins hefði orðið ef ríkisábyrgð hefði verið á verkefninu. Hana hefði ver- ið hægt að veita hvenær sem er, og er enn hægt. Virðisaukaskattur Spölur fékk virðisaukaskatt af bygg- ingu ganganna endurgreiddan og borgar útskatt af vegagjöldum. Höf- undur hefur ekki fundið neitt um það að Spölur hafi farið fram á að sleppa við að borga útskatt. Þvert á móti er að finna athugasemd frá Speli árið 2005 þar sem beðist er undan því að virð- isauki falli af bílferðum, þrátt fyrir að afnám virðisaukans myndi auka svig- rúm Spalar til að rukka sama verð fyr- ir ferð og fá meira í kassann. Í svarinu er bent á að útskattur er fjórfaldur á við innskatt og sagt að það myndi hækka rekstrarkostnað (af því aðkeypt þjónusta myndi verða dýrari þar sem ekki væri hægt að fá innskatt endur- greiddan) en það er ekki farið fram á að halda þeim rétti. Í stað þess að óska eftir því að vera óháðir virðisauka (það er að sleppa við bæði inn- og útskatt) fara forsvarsmenn Spalar fram á að fá að halda áfram að borga útskatt. Í aðdraganda Hvalfjarðarganga árið 1992 sendi samgönguráðherra svo- hljóðandi tillögu til ríkisstjórnarinn- ar: ,,Ríkisstjórnin heimilar að greiðslu virðisaukaskatts af umferðargjaldi um göng undir Hvalfjörð verði frest- að þar til lokið er greiðslu lána vegna framkvæmdanna.“ Ekki hefur þessi gamla tillaga verið rifjuð upp en þetta hefði sparað Speli umtalsverða fjár- muni í formi vaxta þar sem þetta fyrir- komulag er eins og óverðtryggt vaxta- laust lán. Eftir miklu er að seilast fyr- ir Spöl sem fyrir lifandis löngu er orð- inn nettó greiðandi virðisaukaskatts og hefur nú greitt hátt í tvo milljarða í þann skatt. Frítt í Göngin 2015 29. nóvember 2007 birti Spölur frétt um að skv. núverandi greiðsluflæði yrðu göngin skuldlaus og gjaldfrjáls 2015. Eingöngu sé beðið eftir við- brögðum samgönguráðherra um hvað eigi að gera. Maður myndi halda að menn hefðu fagnað þessum áfanga en tveimur mánuðum síðar er staka gjaldið lækkað í 800 og síðan hverf- ur fréttin af heimasíðu Spalar. Frétt- ina má nálgast í vefsjám. Afskriftir Í aðdraganda framkvæmdanna var gert ráð fyrir að göngin afskrifuðust á svipaðan hátt og hafnarmannvirki. Höfundur sá minnisblað frá ríkis- skattstjóra um að afskrifað skyldi um 8% á ári. Í upphafi var afskriftahlutfall Spalar 4% á ári, en fyrst ekki er ver- ið að afskrifa eins og í tilviki hafnar- mannvirkja (hvergi er getið um jarð- göng), þá nýtist þeim fyrningarhlut- fall skattalaga 5.b.10: ,, Af eftirtöld- um mannvirkjum skal árleg fyrning vera að lágmarki 3% en að hámarki 6%“ Árið 2008 tók Spölur upp á því að lækka afskriftarhlutfall sitt verulega og var kominn með það niður í nærri því 1% ári síðar. Þetta er lægra hlutfall en skattalög kveða á um. Þetta leið- ir af sér að bókfærður hagnaður hef- ur aukist umtalsvert og núna á síðasta ári greiddi Spölur tekjuskatt uppá 52 milljónir. Miðað við þróun síðustu ára má búast við því að fyrir árin 2015-18 verði greiddar a.m.k. um 400 milljónir í tekjuskatt. Þennan skatt er bara hægt að greiða með innheimtu veggjalds og þar af leiðandi lengist enn sá tími sem innheimtan er við lýði. Óeðlilegar fyrirgreiðslur til eins hluthafa 10. mars 2016 birtist á Kjarnanum grein í nafni framkvæmdastjóra og formanns stjórnar Spalar þar sem þeir viðurkenna að hafa farið inn á verksvið Vegagerðarinnar og borgað helming af 20 km vegi við opnun ganganna - og árið 2002 aftur tekið á sig enn frek- ari kostnað sem tilheyrði Vegagerð- inni. Nú er hlutafé Vegagerðarinnar í Hvalfjarðargöngum tilkomið vegna rannsóknarframlags í aðdraganda byggingar ganganna. Að Spölur hafi ekki gengið á hlutafé Vegagerðarinn- ar eða skuldfært þessi fjárútlát er eitt- hvað sem þarf að staldra við. Að ekki skuli hafa verið skuldajafnað á árunum þegar Vegagerðin sá um arðgreiðslur Spalar er líka rannsóknarefni út af fyr- ir sig. Þetta hljóta að hafa verið um- talsverðar upphæðir og ótækt að Spöl- ur skuli hafa gefið einum hluthafa sín- um þær á kostnað hinna sem eiga í fé- laginu. Þróun rekstrarkostnaðar Hvalfjarðargöng eru það sem kall- ast náttúrulegur einokari. Einkenni þeirra eru meðal annars fallandi með- alkostnaður og að nýir aðilar eiga mjög erfitt með að koma á markað- inn. Með aukinni umferð fylgja auk- in umsvif en á sama tíma hafa tækni- framfarir átt sér stað. Til að mynda hefur banka- og innheimtukostn- aður farið úr 6,1 milljón (1999) í 6,7 milljónir (2014) eða lækkað að raun- virði um helming. Flestir aðrir þættir í rekstrinum hafa aukist langt umfram verðlag. Það er nokkuð uggvænlegt hversu mikið skrifstofu- og stjórnun- arkostnaður hefur blásið út á þessum árum. Stjórnarlaun hafa hátt í þrefald- ast að verðlagi þrátt fyrir að stjórnin hafi fundað mun oftar í aðdragandan- um að opnun ganganna. 150 milljóna skrifstofukostnaður yfir jarðgöngum er annað hvort nokkuð vel gert, eða frekar fáránlegt. Tvöföldun ganganna Samningurinn við ríkið um núverandi göng kveður á um að þegar göngin verða orðin skuldlaus verði þau afhent ríkinu. Spölur hefur unnið að því að fá að tvöfalda göngin. Hefur Spölur far- ið út í nokkurn kostnað vegna þessa verks og hefur undirbúningurinn, sem að öllu eðlilegu ætti að vera á hendi Vegagerðarinnar, verið borgaður af Speli. Þessi kostnaður hefur lengt í rekstrar- tíma gang- anna. Það er spurning hvort Spölur megi stofna til skulda sem teknar eru inn í reksturinn og hverjar séu höml- urnar á slíku. Það er þó ljóst að enginn mun fara í byggingu annarra ganga nema fá að halda áfram rukkun í nú- verandi göng. Að lokum Það sem vakti mesta furðu í þess- ari rannsókn um Hvalfjarðargöng var hversu erfitt var að nálgast gögn. Spölur er nær alfarið í eigu opinberra aðila og byggir rekstur sinn á þjóð- vegi eitt og því hefði maður haldið að öll gögn sem tengjast félaginu væru opinber og sem auðvelt ætti að vera að nálgast. Ekki er að sjá á fundargerðum Akraneskaupstaðar, sem á um 10% hlut í Speli og er einn af þrem stofn- aðilum ganganna, að þar hafi nokkurn tímann verið kynnt hvað færi fram í félaginu. Í fundargerðum bæjarstjórn- ar er einungis að finna bókanir um að bæjarstjóra hafi verið falið að fara með eignarhlutinn en annars ekkert um að ársreikningar hafi verið lagðir fram, fyrr en á síðustu árum með nýj- um bæjarstjóra. Það væri athyglisvert að vita hvort sami háttur væri þar á hjá öðrum stjórnarmönnum, því enginn stjórnarmanna situr í stjórninni fyrir eigin eignarhlut. Stjórn Spalar og framkvæmdastjóri hafa haft mýmörg tækifæri til að stytta þann árafjölda sem er notaður í gjald- töku en þau tækifæri hafa þeir ekki nýtt. Það er hreinlega eins og það sé viljandi verið að reka fyrirtækið eins illa og menn komast upp með. Stakt gjald er ennþá 1000 krónur að nafn- virði, sama og var við opnun (fór nið- ur í 800). Sveitarfélögin sem eiga hlut í göng- unum hafa ítrekað ályktað um að þau eigi að vera gjaldfrjáls. Samt er ekki að sjá að fulltrúar þeirra hafi neitt unnið í þá átt að flýta því. Full ástæða er fyrir sveitarfélögin að krefja sína stjórnar- menn um skýringar á þessu. Sveitarfélögin hljóta að gera kröfu á ríkið um að það geri göngin gjald- frjáls, enda er ríkið búið að spara sér bein útgjöld með því að fallast á að hætta endurbótum á Hvalfjarðarvegi og hætta niðurgreiðslu á Akraborgar- ferjunni. Einnig hefur ríkið haft um- talsverðar skatttekjur gegnum virð- isaukann og arðgreiðslur, upphæð- ir sem eru hærri en eftirstöðvar lána Spalar. Geir Guðjónsson. Höfundur er hagfræðingur og Akurnesingur Aðeins um einkaframkvæmdina Hvalfjarðargöng

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.