Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Frá því Hvalfjarðargöng voru opn- uð hefur umferð í gegnum göngin í júnímánuði aldrei verið eins mik- il og í júní 2016. Alls fóru 239.464 ökutæki í gegnum göngin í mán- uðinum. Aukningin er mikil því ef borið er saman við sama mánuð í fyrra er nemur hún 6,08% á milli ára. Þó aukningin hafi verið mik- il á milli júnímánaða 2015 og 2016 þá er munurinn töluvert meiri í öðrum mánuðum. Má þar nefna að 27% aukning var í maímánuði 2016 borið saman við 2015. Á fyrstu sex mánuðum ársins er aukn- ingin 17,3% miðað við 2015; í fyrra var metár í Hvalfjarðargöngum og stefnir því allt í metið verði slegið í ár. bþb Umferð um Hvalfjarðargöngin aldrei verið meiri Altjón varð í gærmorgun þegar eld- ur kom upp í húsnæði Vélsmiðj- unnar Jötunstáls við Hafnarbraut 16 á Akranesi. Þegar starfsmenn fyrir- tækisins mættu til vinnu fyrir klukk- an 8 um morguninn mætti þeim mikill reykur. Allur tiltækur mann- skapur frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallaður út, auk lögreglu. Mikill eldur var í hús- næði vélsmiðjunnar og þá var vitað um gaskúta innandyra sem verulega sprengihætta var af. Að sögn lög- reglu er talið að eldur hafi komið upp í bíl sem stóð innandyra. Laust eft- ir klukkan 10 náðu slökkviliðsmenn að komast fyrir síðustu eldglæðurnar og þegar slökkvistarfi lauk var bíllinn dreginn út eins og sjá má á einni af meðfylgjandi myndum. Að sögn Þráins Ólafssonar slökkvi- liðsstjóra gekk slökkvistarf vel miðað við aðstæður. Milliloft var inni í hluta rýmisins og torveldaði það slökkvi- starf nokkuð. Rjúfa þurfti hluta þaks- ins til að komast að eldinum. Að sögn Þráins tóks að koma í veg fyrir að eldurinn næði að berast inn í suð- urenda hússins þar sem veiðarfæra- geymsla Eymars Einarssonar útgerð- armanns er. Þangað barst þó reykur. Iðnaðarhúsið við Hafnarbraut 16 er steinsteypt og í því eru tveir eldvegg- ir. Syðri veggurinn kom í veg fyrir að eldur næði að berast yfir í húsnæði Eymars. Húsnæði Jötunstáls er ónýtt og öll verkfæri og tæki sem innandyra voru. Þetta er í annað skipti á inn- an við tveimur árum sem bruni verð- ur í fyrirtækinu og fékk atvik þetta í gærmorgun talsvert á eiganda fyrir- tækisins. Hann var hvattur til að leita sér áfallahjálpar. Fjórir starfsmenn eru hjá Jötunstáli og mikil verkefni að undanförnu, að sögn starfsmanns sem blaðamaður Skessuhorns ræddi við. Þeim var öllum eðlilega mikið brugðið. mm Vélsmiðjan Jötunstáls varð eldi að bráð Mikinn reyk lagði frá húsinu áður en slökkviliðsmenn komust á staðinn. Hér er slökkvistarf nýlega hafið. Áhersla var í fyrstu lögð á að kæla iðnaðarhurð þar sem vitað var að gaskútar voru innan við. Hér eru slökkviliðsmenn búnir að rjúfa gat á iðnaðarhurð og dæla froðu og vatni inn í eldhafið. Talið er að eldsupptök hafi verið í þessum jeppa, sem dreginn var út eftir að búið var að mestu að slökkva eldinn. Rjúfa þurfti gat á þak hússins til að komast að eldi á milli- lofti og í einangrun í þaki. Hér er verið að rjúfa þakskegg til að komast að síðustu eldglæðunum, rúmum tveimur tímum eftir að eldurinn kom upp. Hyldýpi Ómars Að kvöldi síðasta mánudags birti Ríkisútvarpið sjónvarpsfrétt sem hafði meiri áhrif á mig en aðrar fréttir í seinni tíð. Fyrir ýmsar sakir. Mér fannst þessi frétt vekja upp svo margar siðferðislegar spurningar að ég veit varla hvar á að byrja. En efnislega fjallaði fréttin um útgáfu bókar og byggði á viðtali við höfund hennar; Ómar Ragnarsson fyrrverandi fréttamann. Bók- ina hefur Ómar skrifað og gefið út um meint atvik í nóvember 1974 þar sem karlmaður á að hafa ekið á Geirfinn Einarsson á Keflavíkurvegi og banað honum. Í fréttinni sagði orðrétt: „Geirfinnur Einarsson lést í um- ferðaróhappi þegar keyrt var á hann á Keflavíkurvegi skammt frá Straums- vík.“ Þar höfum við það! Ónafngreindur maður segist hafa ekið á Geirfinn og hafi viðurkennt í samtali við Ómar laust eftir aldamótin að eftir ákeyrsl- una hafi hann komið líkinu fyrir í hraungjótu. Ómar kvaðst hafa rætt við hinn meinta ökumann fyrir 14 árum og átt viðtal við fólk, konu og karl- mann, sem bæði áttu að hafa sagst tengjast hvarfi Geirfinns Einarssonar. Maðurinn þó sínu meira. Nú hefur semsagt Ómar gefið út spennubók sem byggir á þessum farsakenndu frásögnum og nefnir hana Hyldýpið. Fólk- ið kemur ekki fram undir nafni í bókinni enda kveðst Ómar hafa á sínum tíma heitið því nafnleynd og trúnaði. Ómar segir að konan sé látin en hann telji hins vegar að maðurinn sé enn á lífi (hann er ekki viss). Þá hefur einn- ig komið fram að Ómar kveðst ekki muna hvað maðurinn heitir. Nú hlýtur maður að velta því fyrir sér hvað Ómar man og hvað ekki. Þegar hér var komið sögu í frétt RUV var Ómar kominn á mikið flug og í raun opinberaði hann söguþráð bókarinnar þannig að ekki nokkur maður nennir út í búð til að kaupa hana. Reyndar væri mér nokk sama þótt Ómar Ragnarsson seldi ekki eitt einasta eintak af þessum reyfara- kennda farsa þegar hann ákveður að standa svona að málum. Í ljósi for- sögu þessa máls, sakfellingar fólks og þjáningum ótalmargra eftir hvarf Geirfinns Einarssonar, finnst mér að enginn hlutaðeigandi eigi það skilið að gefin sé út reyfarakennd frásögn í bók af þessu tagi. Mér finnst Ómar hafa brotið trúnað við allt þetta fólk. Mín skoðun er skilyrðislaust sú að hafi Ómar rætt við mann sem viðurkennt hafi fyrir honum að hafa orðið öðrum manni að bana, leynt því vísvitandi í skjóli trúnaðar við heimildar- mann, sé hann samsekur um glæp. Hann er vitorðsmaður. Til að bæta gráu ofan á svart sagðist Ómar í viðtalinu hafa týnt hand- riti bókarinnar í nokkur ár, handriti sem hann segist hafa skrifað árið 2004. Bíddu, hver týnir svona löguðu? En ótalmargar fleiri siðferðislegar spurningar finnst mér hafa verið vaktar. Hvenær þegir blaða- eða frétta- maður yfir því ef einhver viðurkennir fyrir honum að hafa myrt annan mann og komið líkinu fyrir í gjótu? Hvaða blaðamaður vill gerast samsek- ur um yfirhylmingu af því tagi? Af hverju fór hann ekki beinustu leið til lögreglunnar? Ég fullyrði að það er enginn með fulla réttlætiskennd sem hagar sér með þessum hætti. Og ætla sér nú tólf árum síðar að gefa út bók sem hann hugsar sér vafalítið að selja í bílförmum. Í viðtalinu á mánu- dagskvöldið á RUV sagði Ómar að fólk yrði einfaldlega að kaupa bókina, lesa hana og meta sjálft hversu trúverðug því finnist þessi frásögn. Fram til þessa hefur mér verið fremur hlýtt til Ómars Ragnarssonar sem með sínum galgopahætti, óvenjulegheitum, ástúð á náttúru landsins og sumu fólki, heillaði almenning á sjónvarpsskjánum. Líklega hefur hann heillað mest sökum þess að hann var svo algjörlega ólíkur öðrum og hóf- stilltari sjónvarpsmönnum sem fram að því og í samtíð hans störfuðu í fjölmiðlum. Óupplýst morð er hins vegar ekki og á ekki að verða efnivið- ur fjárvana gamals manns til þénustu. Þetta er harmleikur, snertir ótal- marga og er ekki prívatmál nokkurra, hvort sem viðkomandi heitir Ómar eða eitthvað annað. Magnús Magnússon. Leiðari

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.