Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201628 Hverjir sigra ensku úrvalsdeildina í vetur? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Tryggvi Hrafn Haraldsson: „Liverpool.“ Guðlaugur Þór Brandsson: „Leicester City. Þeir eru lang- bestir.“ Auðun Ingi Hrólfsson: „Manchester United.“ Sigþóra Ársælsdóttir: „Ég hélt alltaf með Arsenal í gamla daga svo ég segi að þeir vinni í ár.“ Valdís Inga Valgarðsdóttir „Það verður annað hvort Manc- hester United eða Real Madrid. Hörð barátta.“ Skíðadeild UMFG í Grundarfirði hlaut framfaraverðlaun Eyrbyggja á bæjarhátíðinni Á góðri stundu sem haldin var í lok júlí. Viðurkenninguna fékk skíðadeildin fyrir mikið og gott uppbyggingarstarf á skíðasvæði Snæ- fellinga í Grundarfirði með aðstoð heimamanna en deildin stóð fyr- ir opnun gamla skíðasvæðisins fyrir ofan Grundarfjörð síðastliðinn vet- ur og safnaði fyrir nýjum diskum á skíðalyftuna sem var orðin ónothæf. Á hátíðinni voru einnig veittar við- urkenningar fyrir fyrirmyndargarða í Grundarfjarðarbæ árið 2016. Hjónin Jón Snorrason og Selma Friðfinns- dóttir hlutu viðurkenninguna í flokki heimila og í flokki fyrirtækja hlaut Bjargarsteinn Mathús viðurkenn- ingu. grþ / Ljósm. tfk. Viðurkenningar veittar í Grundarfirði Það var Rósa Guðmundsdóttir formaður skíðadeildarinnar sem tók við viðurkenn- ingunni úr höndum Höllu Halldórsdóttur formanns Eyrbyggja. Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar veitti viðurkenningar fyrir fyrirmyndargarða ársins. Veitingahúsið Bjargarsteinn Mathús hlaut viðurkenningu í flokki fyrirtækja. Garður Jóns Snorrasonar og Selmu Friðfinnsdóttur við Fossahlíð hlaut viðurkenn- ingu sem fyrirmyndargarður í Grundarfjarðarbæ 2016. Eins og Skessuhorn greindi frá í júnímánuði hefur verið ákveðið að reisa reiðskemmu á svæði hesteig- endafélagsins Hrings í Ólafsvík. Fyrsta skóflustungan að skemm- unni var tekin þriðjudaginn 2. ágúst síðastliðinn af þeim Kristmanni Arnkelssyni og Trausta Magnús- syni, heiðurs- og stofnfélögum hesteigendafélagsins. Framkvæmd- ir hófust sama dag. Að sögn Stefáns Smára Kristóferssonar, formanns hesteigendafélagsins Hrings, er stefnt að því að ljúka framkvæmd- um að stórum hluta í haust. „Það á að reyna að klára í haust að stórum hluta þannig að það verði hægt að nota skemmuna í vetur,“ segir hann en bætir því við að félagsaðstaðan verði ef til vill ekki tilbúin fyrr en á næsta ári. Skemman verður staðsett á svæði hesteigendafélagsins við Fossá og kemur frá Límtré-Vírneti. Stærð hennar er 18 sinnum 38 metr- ar. Hesteigendafélagið stendur að verkefninu með styrk frá sveitarfé- laginu Snæfellsbæ. Heildarkostn- aður við byggingu reiðskemmunn- ar er áætlaður 24 til 26 milljón- ir króna, að sögn Stefáns Smára. Hann segir að skemman komi til með að bæta aðstöðu félagsmanna til mikilla muna. „Hingað til höf- um við ekki haft neina inniaðstöðu. Þetta er því lífsspursmál fyrir allt okkar vetrarstarf; námskeiðahald fyrir börn og fullorðna og fleira slíkt,“ segir hann. kgk Gítarleikarinn Reynir Hauksson heldur tónleika á Hvanneyri Pub föstudaginn 12. ágúst næstkom- andi. Reynir, sem búsettur er í Noregi, er alinn upp á Hvanneyri og hefur dvalið hérlendis í sumar. Hann kom fram á Hvanneyrarhátíð í júlímánuði síðastliðnum en heldur nú aðra tónleika áður en hann held- ur af landi brott. Á efnisskrá tónleikanna á föstu- daginn verður stiklað á stóru í klassískum gítarleik, en einnig mun Reynir flytja þjóðlög og jafnvel nokkur suður-amerísk lög. Áhugasömum er bent á að tón- leikarnir hefjast klukkan 20 og að- gangseyrir er kr. 1.000. Ekki verður posi í miðasölunni. kgk Tónleikar á Hvanneyri á föstudag Reynir Hauksson gítarleikari. Mikill fjöldi fólks á öllum aldri hef- ur undanfarna daga safnast saman á bryggjunum í Ólafsvík og í Rifi til þess að veiða makríl sem gengur inn í hafnirnar. Mikill stemning hefur myndast þar að undanförnu, enda margt um manninn á hafnarsvæðinu og marg- ir við veiðar hverju sinni. Sumir hafa verið að veiða í matinn á meðan aðrir hafa veitt makrílinn sér til gamans og síðan sleppt honum. af Mokveiði af makríl í höfninni Þrír krókar á færinu og fiskur á þeim öllum. Þessir kátu bræður veiddu makríl sem átti að grilla og snæða. Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri reiðskemmu Kristmann Arnkelsson og Trausti Magnússon, heiðurs- og stofnfélagar hesteig- endafélagsins Hrings, tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri reiðskemmu félagsins. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.