Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201620 Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa gef- ið það út að þau líta stöðu lögregl- unnar á Vesturlandi alvarlegum aug- um. Í sumar þurfti lögreglan á Vest- urlandi að skera niður vegna fjár- skorts og hallareksturs. Hluti af nið- urskurðinum felst í því að lögreglu- menn á Akranesi og í Borgarnesi eigi nú að skiptast á um að hafa eftir- lit með byggðarlögunum tveimur að næturlagi en áður höfðu verið sólar- hringsvaktir á báðum stöðum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vest- urlandi sagði nýverið í samtali við Skessuhorn að embætti hans sitji uppi með hallarekstur sem vinna þurfi á. Segir hann að meðal ann- ars verði brugðist við með því að ráða ekki í störf sem losna, en ekki verði um beinar uppsagnir að ræða. Þetta muni m.a. leiða til þess að sólarhringsvaktir verði ekki í bæj- arfélögunum í vetur þar sem fyrir- hugað er nýtt vaktakerfi sem gerir ráð fyrir færri mönnum á svæðinu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi segir að svör sem ráða- menn hafi gefið Akraneskaupstað við sameiningu lögregluembætta árið 2014 hafi falið í sér að við sam- einingu myndi löggæsla á Akranesi styrkjast, m.a. með tilkomu sólar- hringsvakta sem höfðu þá legið niðri um tíma. Hún segir að nú sé ljóst að þessi fyrirheit muni ekki ganga eft- ir. Yfirvöld á Akranesi líta því mál- ið alvarlegum augum og var Lög- reglustjórinn á Vesturlandi boðaður á síðasta bæjarráðsfund á Akranesi. Ólafur Adolfsson formaður bæjar- ráðs segir að á fundinum hafi bæjar- yfirvöld farið yfir stöðu mála og lýst áhyggjum þeirra vegna naumra fjár- veitinga til löggæslu á svæðinu. „Ef við lítum bara á Akranes þá er þetta 7000 manna bæjarfélag og því væri mjög eðlilegt að hér séu sólarhrings- vaktir hjá lögreglunni. Við teljum að það sé afar mikilvægt,“ segir Ólaf- ur í samtali við Skessuhorn. Á fundi bæjarráðs var óskað eftir yfirliti um þróun á starfsemi lögreglunnar á Akranesi, svo sem fjölda stöðugilda, vaktaskipulag og fjölda mála á tíma- bilinu 2013-2016. Borgfirðingar deila áhyggjum Skagamanna Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitar- stjóri Borgarbyggðar tekur í sama streng og Regína og Ólafur. „ Við höfum vitanlega, rétt eins og Akraneskaupstaður, sömu áhyggj- ur af stöðu mála vegna skerts fjár- magns til lögreglunnar á svæðinu. Okkur finnst þetta ekki samræm- ast þeirri þróun sem á sér stað í sveitarfélaginu þar sem hér fjölg- ar bæði ferðamönnum og íbúum en á sama tíma er skorið niður hjá lögreglunni á svæðinu. Við viljum halda sólarhringsvakt á svæðinu, samfélagið hættir ekki að snúast á nóttunni og hér er mikið af fólki og margir sem fara hérna um. Innan Borgarbyggðar eru rúmlega þúsund sumarbústaðir og einn- ig er mikill fjöldi af sumarbústöð- um í Skorradal. Það má því búast við því að íbúafjöldi héraðsins tvö- faldist á góðviðrishelgum,“ segir Gunnlaugur. bþb Segja mikilvægt að lögregla hafi sólarhringsvakt Á dögunum var lögð lokahönd á lagfæringar Setbergskirkju við Grundarfjörð þetta árið, en sam- kvæmt upplýsingum frá formanni sóknarnefndar er um reglubundið viðhald að ræða. Setbergskirkja er önnur kirkna Setbergsprestakalls ásamt Grund- arfjarðarkirkju, sem varð einmitt 50 ára lokadegi júlímánaðar og sagt er frá í annarri frétt hér til hliðar. Setbergskirkja var kirkja Set- bergsprestakalls allt þar til Grund- arfjarðarkirkja var vígð fyrir hálfri öld. Hún var byggð 1892 en á Set- bergi hefur verið prestssetur síðan á 12. öld. kgk/ Ljósm. sk. Lagfæringar á Setbergskirkju Í veðurblíðunni síðastliðinn sunnu- dag lá skemmtiferðaskip við ankeri á Grundarfirði. Farþegar úr skip- inu voru selfluttir í land þar sem þeir ýmist stigu um borð í rútur og fóru í skoðunarferð um nesið, eða spígsporuðu um bæinn. Veðrið um helgina gat vart verið betra og fal- legra, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem ljósmyndari Skessu- horns tók yst af bryggjunni. Á hafn- arbakkanum biðu margar rútur eft- ir að fólkið kæmi í land en fjörður- inn, fjöllin og fólkið skörtuðu sínu fegursta. mm/ Ljósm. gj. Ekið með ferðafólk úr skemmtiferðaskipum Sunnudaginn 31. júlí fögnuðu Grundfirðingar því að 50 ár voru liðin síðan Grundarfjarðarkirkja var vígð. Af þessu tilefni predikaði séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup Ís- lands ásamt nokkrum fyrrverandi prestum kirkjunnar. Þá voru nokkr- ir einstaklingar heiðraðir af sóknar- nefndinni fyrir dygga þjónustu við Grundarfjarðrakirkju frá upphafi. Þétt setið var í kirkjunni en marg- ir lögðu leið sína til Grundarfjarð- ar til að fagna þessum tímamótum. Eftir athöfn var boðið til kaffisam- sætis í sal Fjölbrautaskóla Snæfell- inga. tfk Grundarfjarðarkirkja 50 ára Þétt setið var í kirkjunni enda margir sem lögðu leið sína til messu þennan sunnudag. Biskup Íslands gengur í broddi fylkingar en séra Jón Þorsteinsson fyrrverandi sóknarprestur í Grundarfirði og Aðalsteinn Þorvaldsson núverandi sóknarprestur koma næstir á eftir. Prestarnir og biskupinn heilsa kirkjugestum eftir athöfnina. Linda María Nielsen sópransöngkona flutti nokkur lög við undirleik Friðriks Stefánssonar í sal Fjölbrautaskóla Snæfell- inga. Hér má sjá frá vinstri Guðna Gústafsson, Pál Cecilsson og Sal- björgu Nóadóttur sem voru í hópi þeirra sem voru heiðraðir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.