Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201612 Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar fimmtudaginn 28. júlí síðast- liðinn var lagt fram bréf frá Sæljóni, félagi smábátaeigenda á Akranesi. Í bréfinu mótmæla smábátaeigendur í bænum harðlega 200 tonna skerð- ingu strandveiðiheimilda á svæði D, sem nær frá Höfn að Borgarbyggð. „Með útgáfu reglugerðar nr. 337 þann 26. apríl sl. ákveður sjávarút- vegsráðherra að auka heildarkvóta fyrir strandveiðar á fiskveiðiárinu 2015-2016 um 400 tonn og jafn- framt á sama tíma að skerða veiði- heimildir á strandveiðisvæði D um 200 tonn,“ segir í bréfi frá Sæljóni. Félagar í Sæljóni funduðu með sjáv- arútvegsráðherra sem varði þessa ákvörðun með þeim rökum að svæði D hefði ekki náð að veiða viðmiðun- arkvóta fiskveiðiársins 2014/2015. Þá hefðu færri dagar komið í hlut annarra svæða og tilgreindi hann sérstaklega svæða A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súða- víkurhrepps. Smábátaeigendur á Akranesi segja hins vegar að slæm- ar gæftir hafi verið í maí og júní á síðasta ári og aflabrögð eftir því. Til samanburðar benda þeir á að land- anir í júní 2015 hafi verið 412 en 850 í júní 2016. „Kvótinn klárað- ist tveimur dögum á eftir svæði A í maí og júní og tveimur dögum fyrr í júlí. „Ljóst er að forsendur fyr- ir ákvarðanatöku sjávarútvegsráð- herra standast engan veginn,“ segir í bréfi frá Sæljóni sem krefjast þess að þau 200 tonn sem færð voru af svæðinu yfir á önnur svæði verði skilað á svæði D. Bæjarráð Akraneskaupstaðar tók á fundi sínum undir gagnrýni félags smábátaeigenda. „Strandveiðar hafa undanfarin sjö sumur verið jákvæð viðbót í útgerð á Íslandi og auðg- að starfsemi fjölda hafna um land allt. Það á einnig við um Akranes- höfn og starfsemi Fiskmarkaðs Ís- lands á Akranesi. Bæjarráð Akraness lýsir því yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sjávarútvegsráð- herra að minnka aflamagn á strand- veiðisvæði D, frá sveitarfélaginu Hornafirði að Borgarbyggð, um 200 tonn fyrirvaralaust. Slík vinnu- brögð eru með öllu óásættanleg og er þess krafist að ráðherra endur- skoði reglugerð um strandveiði fyr- ir fiskveiðiárið 2015 til 2016 og auki veiðiheimildir á strandveiðisvæði D til fyrra horfs,“ segir í bókun bæj- arráðs. kgk Mótmæla skerðingu á strandveiðikvóta Á vef Fiskistofu er gert grein fyrir afla úr deilistofnum í síðasta mán- uði. Þar kemur fram að íslensk skip lönduðu 35.632 tonnum af makríl í júlí síðastliðnum. Nokkur kraftur hljóp í veiðarnar í síðasta mánuði miðað við þann gang sem fyrir var á þeim. Nær allur makrílafli júlí- mánaðar veiddist í íslenskri lögsögu að undanskildum 906 tonnum sem veidd voru í lögsögu Grænlands. Makrílafli íslenska flotans fyrstu sjó mánuði ársins var 39,3 þúsund tonn, sem er töluvert minni afli en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 64 þúsund tonnum. Nær enginn kolmunni Kolmunnaafli íslenskra skipa í júlí nam 31 tonni og er vertíðinni lok- ið þetta árið. Heildarafli íslenskra skipa á kolmunna var 161 þúsund tonn, sem er töluvert minni afli en í fyrra. Þá veiddust samtals 215 þús- und tonn af kolmunna. Veiðar á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum eru ekki hafnar að neinu marki. Sá afli sem landað var í júlí var meðafli við makrílveiðar, samtals rúm 1500 tonn. kgk Kraftur hljóp í makrílveiðar í júlí Makríll í frystingu hjá HB Granda á Akranesi. Ljósm. úr safni. Síðastliðinn miðvikudag var tek- in fyrsta skóflustungan að nýju Amtsbókasafni og skólabókasafni í Stykkishólmi. Verður nýbyggingin við hlið grunnskólans. Skóflustung- una tóku í sameiningu Ragnheiður Valdimarsdóttir formaður safna- og menningarnefndar, Hafdís Bjarna- dóttir forseti bæjarstjórnar og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir for- maður skólanefndar Stykkishólms- bæjar. Samið verður við Skipavík um framkvæmdina og við athöfn- ina undirrituðu Sturla Böðvarsson bæjarstjóri og Sævar Harðarson forstjóri Skipavíkur, yfirlýsingu um byggingu nýs Amtbókasafns. Áður en langt um líður verður undirrit- aður samningur um framkvæmd- ina. Tilboð Skipavíkur í byggingu nýs Amtsbókasafns hljóðaði upp á rúmar 247 milljónir króna og var lægsta boð af tveimur sem bárust. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir að bygging bókasafnsins myndi kosta tæpar 198 milljónir króna. Kölluðu eftir íbúakosningu Þegar tilboð sem bárust í fram- kvæmdina voru kynnt á bæjar- stjórnarfundi um miðjan síðasta mánuð lögðu bæjarfulltrúar L- listans fram breytingartillögu. Þar lögðu þeir til, þar sem nánast all- ar tölur vegna kostnaðar að bygg- ingarframkvæmdum lægju fyrir, að bæjarbúum yrði gefinn kostur á að greiða atkvæði um hvort ætti að ráðast í framkvæmdina með því að ganga til samninga við lægstbjóð- anda. Tilboðið hljóðaði upp á rúm- ar 247 milljónir, eins og áður seg- ir, rúmum 49 milljónum yfir kostn- aðaráætlun. Breytingartillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur og síðan samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur að ganga til samninga við lægstbjóð- anda, Skipavík ehf. Lögðu bæjar- fulltrúar L-listans þá fram bókun. Þeir segja að þar sem lægsta boð hafi verið um 25% yfir kostnaðar- áætlun megi varlega gera ráð fyrir því að heildarkostnaður vegna verk- efnisins verði á bilinu 350-360 millj- ónir króna, að meðtalinni hönnun hússins, frágangi skólalóðar, auka- verkum, leigu á núverandi bókasafni og framkvæmdakostnaði. „Fulltrú- ar H-listans hafa talað um að með þessari framkvæmd verði mikil hag- ræðing í rekstri bæjarins. Bæjarbú- um hafa aldrei verið sýndir útreikn- ingar sem styðja þessi orð fulltrúa meirihlutans,“ segir í bókuninni. Þá lýsa þeir áhyggjum sínum yfir því að ráðist sé í þessa framkvæmd á sama tíma og fjármagna þurfi mik- ið af daglegum rekstri bæjarins með lántöku. Einnig sé með þessu geng- ið gegn ráðleggingum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um að sveit- arfélög haldi að sér höndum, ráð- ist ekki í stórar fjárfestingar á næstu árum heldur greiði niður skuld- ir. „Fulltrúar L-listans harma þessa ákvörðun, sérstaklega í ljósi þess að miklu brýnni verkefni munu sitja á hakanum á næstu árum vegna þess- arar ákvörðunar,“ segir í bókuninni sem undirrituð er af Lárusi Ástmari Hannessyni, Ragnari Má Ragnars- syni og Helgu Guðmundsdóttur. Segja að kostnaður gæti lækkað Meirihluti bæjarstjórnar lagði þá einnig fram bókun þar sem vísað er í framkvæmdaskýrslu ríkisins. Þar er tekið saman fermetraverð 14 út- boðsverka vegna bygginga vítt um landið. Meðalverð á fermetra vegna þeirra bygginga miðað við vísitölu júlímánaðar er rúmar 510 þúsund krónur. Samkvæmt tilboði Skipa- víkur í byggingu Amtsbókasafns og skólabókasafns er fermetraverð- ið rúmar 449 þúsund krónur. „Til- boð Skipavíkur er því nokkuð und- ir meðalverði ríkiseignanna og gæti lækkað enn frekar samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eft- ir viðræður við forsvarsmenn fyrir- tækisins,“ segir í bókun meirihlut- ans. Þar er gert grein fyrir því að í viðræðum bæjarstjóra og skipu- lags- og byggingafulltrúa við for- svarsmenn fyrirtækisins hafi kom- ið fram vilji til að gera breytingar á tilboði sem gæti leitt til lækkunar á samningi um verkið. „Undirrit- uð fögnum því að fyrirtæki í Stykk- ishólmi skuli vera lægstbjóðandi og leggjum til að bæjarstjóri fái heimild til þess að ganga til samn- inga við Skipavík ehf um verkið á grundvelli tilboðsins og að teknu tilliti til þeirra breytinga á verkinu sem leitt geta til lækkunar á samn- ingsfjárhæðinni frá því sem tilboð- ið gerir ráð fyrir,“ segir í bókuninni sem Hafdís Bjarnadóttir, Sigurður Páll Jónsson, Katrín Gísladóttir og Sturla Böðvarsson rita undir. kgk/ Ljósm. sá. Skóflustunga að nýju Amtsbókasafni í Stykkishólmi Ragnheiður Valdimarsdóttir formaður safna- og menningarnefndar, Hafdís Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir formaður skóla- nefndar Stykkishólmsbæjar tóku fyrstu skóflustunguna að nýju Amtsbókasafni. Teikning af nýju Amtsbókasafni í Stykkishólmi. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri og Sævar Harðarson forstjóri Skipavíkur, undir- rituðu yfirlýsingu um byggingu Amtsbókasafnsins. Gengið verður frá samningum bæjaryfirvalda og Skipavíkur á næstunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.