Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 20166 Ræða stækkun grunnskólans BORGARNES: Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar 4. ágúst síðastliðinn var lögð fram fundargerð byggingar- nefndar Grunnskólans í Borg- arnesi frá 25. júlí. Þar var rætt um viðbyggingu við Grunn- skólann í Borgarnesi. Pálmi Þór Sævarsson fór yfir nið- urstöður kostnaðarmats sem unnið var af verkfræðistofunni Verkís og arkitektum. Voru þrjár tillögur kostnaðarmetn- ar. Í tveimur þeirra er ný- byggingarkostnaður á bilinu 450-470 milljónir króna. Ein tillagan var endurskipulögð með nýbyggingarkostnaði upp á 360 milljónir króna. Einn- ig var rætt um að þegar stað- setning og fyrirkomulag við- byggingar liggi fyrir þurfi að gera viðhaldsáætlun fyrir skól- ann til þriggja til fimm ára. Í fundargerð byggðarráðs kom fram að fundargerð bygging- arnefndar var lögð fram, en ekki bókað um hana nánar. -arg Lok strandveiða á svæðum A, B og C LANDIÐ: Á vef Fiskistofu var greint frá því fyrir helgi að von væri á auglýsingu í stjórn- artíðindum um lok strand- veiða á svæðum A, B og C. Samkvæmt þeirri auglýsingu var síðasti dagur strandveiða á svæðum A og C í gær, þriðju- dagurinn 9. ágúst. Bann við strandveiðum á þeim svæðum tekur því gildi frá og með deg- inum í dag, miðvikudeginum 10. ágúst. Þá var síðasti dagur strandveiða á svæði B mánu- dagurinn 8. ágúst og strand- veiðar því ekki heimilar á því svæði frá og með þriðjudegin- um 9. ágúst. „Lokun á svæði D verður auglýst síðar,“ segir á vef Fiskistofu. -kgk Brotist inn í dánarbú AKRANES: Brotist var inn í kjallara við Akurgerði á Akranesi um verslunarmannahelgina og stolið ýmsum raftækjum úr dán- arbúi. Fyrrum íbúi lést í júlímán- uði. Að sögn sonar hans hleypur verðmæti þýfisins á 700 til 800 þúsund krónum. „Þarna var stol- ið Imac 21,5“ tölvu sem er brotin í efra hægra horninu, Samsung 55 tommu smart sjónvarpi, tveimur heimabíómögnurum, hátölurum og fleira dóti. Tölvan hefur mik- ið tilfinningalegt gildi fyrir mig enda er mikið af myndum inni á henni af mér og pabba,“ segir sonur mannsins í færslu sinni á Facebook. Þar auglýsir hann eft- ir vitnum að atburðinum. Lög- reglan á Vesturlandi staðfestir í samtali við Skessuhorn að inn- brotið hafi verið kært til lögreglu og er málið í rannsókn. Eru þeir sem veitt geta upplýsingar um mannaferðir þarna í kring hvattir til að hafa samband við lögregl- una á Vesturlandi. -grþ Fótbrotnaði í gönguferð SNÆFELLSB: Laust eftir há- degi föstudaginn 29. júlí barst björgunarsveitum á Snæfellsnesi útkall eftir að kona hafði hras- að og fórbrotnað á göngu tæp- um hálfum kílómetra suðvest- ur af Gatkletti, inni á gönguleið- inni milli Hellna og Arnarstapa. Ljóst var að bera þyrfti konuna af slysstað. Samkvæmt upplýsing- um frá björgunarsveitinni Lífs- björgu voru aðstæður til sjúkra- flutninga krefjandi, mikið grjót og stórþýfi sem þurfti að kom- ast yfir, lækur sem þurfti að þvera ásamt einstigi við klettabrún. Að- gerðir gengu engu að síður hratt og örugglega fyrir sig. Kom þar að góðum notum sexhjól björg- unarsveitarinnar sem er sérútbú- ið til sjúkraflutninga við aðstæður sem þessar. Konunni var komið fyrir á sjúkrabörum og ekið með hana á sexhjólinu um 850 metra leið að sjúkrabíl. Þaðan var kon- unni komið undir læknishendur til nánari skoðunar. -kgk Aflahæstir á strandveiðum MIÐIN: Á vef Landsambands smábátaeigenda má sjá aflahæstu bátana á strandveiðum í maí, júní og júlí. Vestlenskir bátar róa einkum á svæðum A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkur, og svæði D sem nær frá Höfn til Borgarbyggðar. Þá var nokkrum vestlenskum bátum róið til fiskjar á Húnaflóa á svæði B. Þrír aflahæstu bátarnir á svæði A á tímabilinu maí til júlí voru Sif SH-132 með 18.537 kg í 23 róðr- um, Grímur AK-1 með 18.442 kg í jafn mörgum róðrum og Oliver SH-248 með 18.127 kg, einn- ig í 23 róðrum. Á svæði D var Hulda SF-197 aflahæsti báturinn með 21.405 kg í 25 róðrum, þá Snjólfur SF-65 með 21.089 kg í 25 róðrum og þriðji aflahæsti var Ásbjörn SF-123 með 20.964 kg í 25 róðrum. -kgk Nú er unnið að framkvæmdum við Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi þar sem á næstu mánuðum á að rísa fimm hæða hótelbygging með 82 herbergj- um og sjö hæða íbúðablokk fyrir 60 ára og eldri. Í íbúðahlutanum verða 29 íbúðir. Byggingarnar tvær munu tengjast með þjónustukjörnum á jarð- hæð og undir þeim verður bílakjallari sem tilheyra mun íbúðablokkinni. Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar sendi byggðarráði Borgarbyggðar nýver- ið erindi vegna bygginganna þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum yfir framkvæmdunum. Hann telur Slökkvilið Borgarbyggðar ekki í stakk búið búnaðarlega til þess að bjarga fólki af svölum íbúðablokkarinnar ef eldur kæmi upp í húsinu. Fólk gæti lokast inni í íbúðum sökum elds og reyks. Í húsinu mun aðeins vera eitt stiga- og lyftuhús og bannað er að nota lyftur ef eldur verður laus í hús- inu. Í bréfinu segir Bjarni: „Undirritað- ur vill því alvarlega árétta það við ykk- ur alla kjörna fulltrúa, að hann sem slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borg- arbyggðar getur ekki tekið ábyrgð á því að bjarga fólki úr húsum þess- um ef eldur yrði laus í þeim þar sem slökkviliðið er vanbúið tækjum í dag og hefur ekki yfir þeim lyftibúnaði að ráða sem nauðsynlegur er til björg- unar af svölum háhýsa og til að sinna slökkvistarfi utanfrá í háhýsum.“ Bjarni bendir byggðarráði í bréfi sínu á tvo kosti til þess að greiða úr þeim vanda. Annars vegar er það að auka kröfur um öryggismál á svæð- inu. Hins vegar að sveitarfélagið festi kaup á stiga-körfubíl fyrir slökkvilið- ið. Bjarni bendir enn fremur á að ef sveitarfélagið ákveður að kaupa stiga- körfubíl þurfi einnig að endurskoða húsnæðismál fyrir slökkviliðið þar sem núverandi húsnæði við Sólbakka er þegar of lítið. bþb Segir að bæta þurfi búnað slökkviliðsins vegna fyrirhugaðs háhýsis Jökull Fannar og Bjarni Kristinn yfirmenn Slökkviliðs Borgarbyggðar. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Eldur kom upp á starfssvæði álvers Norðuráls á Grundartanga aðfarar- nótt miðvikudagsins 27. júlí þegar kviknaði í Bobcat vinnuvél. Gat kom á pott í kerskála álversins og ál lak niður í kjallara. Álið rann að Bobcat lyftara, sem þar var staðsettur, með þeim afleiðingum að kviknaði í hon- um. Slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar var kallað á svæðið klukkan 00:30. Að sögn Björns Þór- hallssonar varaslökkviliðsstjóra gekk slökkvistarf greiðlega fyrir sig. „Að- gerðir stóðu yfir í klukkutíma eða svo og þetta gekk bara mjög vel,“ segir hann en bætir því við að Bobcat lyftarinn sem kviknaði í sé ónýtur. „Lyftarinn brann til kaldra kola. Það var mjög erfitt að komast að honum og því lögð áhersla á að varna því að eldurinn dreifði sér,“ segir hann. Einn starfsmanna Norðuráls sem kom að slökkvistarfinu var flutt- ur á sjúkrahúsið á Akranesi. „Hann var fluttur á spítala vegna hósta og við töldum rétt að láta lækni kíkja á hann. En það reyndist sem bet- ur fer ekki vera neitt alvarlegt,“ seg- ir Björn. kgk Lyftari brann í Norðuráli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.