Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 35 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Víkingur Ó. tapaði tveimur síðustu leikjum sínum í Pepsi deild karla. Síðastliðið miðvikudagskvöld léku þeir við Val í þrettándu umferð. Leikurinn fór fram í góðu veðri á Valsvelli. Víkingur hefur verið í vandræðum í undanförnum leikj- um og ekki unnið leik síðan í lok júní. Leikurinn endaði með nokk- uð öruggum sigri Vals; 3-1. Fyrsta mark Valsmanna kom á áttundu mínútu þegar Sigurður Egill Lár- usson setti boltann í netið af stuttu færi eftir undirbúning Kristins Inga Halldórssonar. Á 23. mínútu fengu Valsmenn vítaspyrnu. Varnarmaður Ólafsvíkur stökk upp á bak Kristins Inga inni í teignum og vítaspyrna dæmd. Kristinn Freyr Sigurðsson tók spyrnuna og boltinn lak í net- ið, undir Martinez í markinu sem valdi rétt horn. Martinez var grát- lega nálægt því að verja spyrnuna. Staðan var 2-0 þegar flautað vera til leikhlés. Á 65. mínútu hleyptu gestirnir lífi í leikinn þegar William Dominguez da Silva sendi boltann fyrir markið þar sem Pontus Nor- denberg skallaði knöttinn í markið. Valsmenn voru fljótir að svara fyrir sig því fjórum mínútum síðar skor- aði Kristinn Freyr sitt annað mark eftir undirbúning Sigurðar Egils. Lokatölur 3-1 fyrir Valsmönnum. Eins marks tap Á Ólafsvíkurvelli fór á sunnudaginn fram leikur Víkings og ÍBV í fjór- tándu umferð deildarinnar. Leikur- inn endaði með 1-0 sigri ÍBV. Fyrsta og eina mark leiksins kom eftir fimm mínútna leik. Derby Carrillo, mark- maður ÍBV, tók útspark eftir að To- kic hafi skallað framhjá marki ÍBV. Derby sendi langan bolta fram úr útsparkinu sem endaði með því að Gunnar Heiðar Þorvaldsson komst einn inn fyrir vörn Víkings og vipp- aði boltanum laglega yfir Cristian Martinez í marki Ólafsvíkur. Eyja- menn hafa saknað Gunnars í sumar en þessi öflugi framherji hefur ver- ið meiddur í langan tíma og spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði í sum- ar á sunnudaginn. Eyjamenn voru mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu færi til þess að bæta við foryst- una en þeim tókst það ekki og stað- an því 1-0 þegar haldið var til bún- ingsklefa í hálfleik. Leikurinn var bragðdaufur í síðari hálfleik en ÍBV var betri aðilinn framan af. Víking- ur vaknaði þó til lífsins þegar leið á hálfleikinn en fleiri mörk voru ekki skoruð. Víkingur situr nú í áttunda sæti deildarinnar með átján stig, stigi á undan ÍBV sem er í níunda sæti. Næsti leikur Víkings er Vesturlands- slagur gegn Skagamönnum á Akra- nesvelli mánudaginn 15. ágúst. Styrkja sig fyrir lokasprettinn Ejub Purisevic, þjálfari Víkings, gaf það út þegar félagsskiptaglugg- inn var opnaður að hann ætlaði að ná sér í leikmenn. Víkingur fékk til sín Martin Svensson frá Víkingi frá Reykjavík um það leyti sem glugg- inn var opnaður en nú hefur liðið bætt við sig tveimur leikmönnum til viðbótar; þeim Alexander Helga Sigurðarsyni og Denis Kramar. Al- exander Helgi er tvítugur strákur sem kemur á láni frá Breiðabliki. Denis Kramar er 25 ára slóvenskur miðvörður. Denis spilaði síðast með FK Sarajevo í úrvalsdeildinni í Bos- níu. bþb Lánleysi Víkings heldur áfram Cristian Martinez markmaður Víkings var verðskuldað kosinn besti maður liðsins á sunnudaginn. Forðaði hann liði sínu ítrekað að fá á sig fleiri mörk. Hér afhenda þær vinkonur Alexandra Elvan Óskarsdóttir og Sylvia Dís Sceving honum gjafar- bréf. Ljósm. af. Denis Kramar. Skagamenn léku tvo leiki í Pepsi deild karla í liðinni viku. Skaga- menn mættu á miðvikudagskvöld- ið FH í þrettándu umferð. Heima- menn höfðu unnið síðustu fimm leiki en FH var í efsta sæti deild- arinnar og því sjálfstraust í báðum liðum. FH hafði betur í leiknum og sigraði 3-1 og stöðvaði því lengstu sigurgöngu Skagamanna í þrettán ár. Skagamenn skoruðu fyrsta mark leiksins. Þórður Þorsteinn Þórðar- son, sem kom inn í lið Skagamanna fyrir Hall Flosason, fékk boltann hægra megin á vellinum töluvert langt frá vítateigslínu FH og negldi honum niðri í vinstra hornið. Stór- glæsilegt mark hjá Þórði. FH jafn- aði metin þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þar var að verki markaskorarinn knái, Atli Viðar Björnsson. Eftir hornspyrnu FH fór boltinn að marki Skaga- manna þar sem Árni Snær varði en náði ekki að halda boltanum. Eftir smá klafs kom Atli Viðar boltanum yfir marklínuna. Það var því jafnt þegar flautað var til hálfleiks; 1-1. Það voru aðeins liðnar fimm mínútur af síðari hálfleik þeg- ar Atli Viðar skoraði annað mark sitt. Bergsveinn Ólafsson, sem lék sem bakvörður í leiknum, gaf góða sendingu á kollinn á Atla Viðari sem fékk að skalla boltann óáreitt- ur í mark Skagamanna. Atla Við- ari virðist líka vel að spila gegn Skagamönnum en markið var hans fimmta í síðustu fjórum leikjum gegn Skagamönnum. Á 62. mín- útu innsiglaði Jeremy Serwy svo sigur FH með fallegu skoti sem fór í stöngina og inn; óverjandi. Eft- ir þetta sköpuðu Skagamenn sér fá tækifæri og sanngjarn 3-1 sigur FH staðreynd. Rótburst á sunnudaginn Á Fjölnisvelli í Grafarvogi fór fram leikur Fjölnis og ÍA á sunnudags- kvöldið í fjórtándu umferð deild- arinnar. Fjölnismenn hafa komið flestum á óvart á tímabilinu og eru í harðri baráttu um Íslandsmeist- aratitilinn. Skagamenn hafa einn- ig komið mörgum á óvart en fyrir tímabilið spáðu þeim margir falli. Þeir hafa hins vegar spilað vel að undanförnu og eru um miðja deild. Skagamenn reyndust þó ekki mik- il fyrirstaða og unnu Fjölnismenn mjög sannfærandi 4-0 sigur í leik sem Skagamenn sáu aldrei til sól- ar í. Ármann Smári Björnsson hefur verið einn besti leikmaður Skaga- manna á leiktíðinni og virtist mikil- vægi hans koma bersýnilega í ljós í leiknum. Ármann Smári fór meidd- ur af velli þegar korter var búið af leiknum. Tveimur mínútum síð- ar skoruðu Fjölnismenn sitt fyrsta mark. Marcus Solberg náði bolt- anum á undan Árna Snæ í marki Skagamanna, fór vinstra megin í teiginn þar sem hann sendi boltann fyrir þar sem Gunnar Már Guð- mundsson skoraði með skalla. Á 38. mínútu bættu Fjölnismenn við marki. Marcus Solberg og Arn- ór Snær, varnarmaður ÍA, börðust um boltann rétt fyrir utan vítateig Skagamanna eftir sendingu Gunn- ars Más á Marcus. Arnór virtist ætla að vinna þá baráttu en féll skyndi- lega við, Marcus stóð þá einn gegn Árna Snæ í markinu og setti hann snyrtilega í netið. Skagamenn voru ósáttir og töldu að Marcus hafi brotið á Arnóri en ekkert var dæmt og staðan því orðin 2-0. Í síðari hálfleik, rétt eins og í þeim fyrri, stjórnuðu Fjölnis- menn ferðinni. Þeir voru hættu- legri sóknarlega auk þess sem þeir stoppuðu flest allar sóknaraðgerð- ir Skagamanna í fæðingu. Á 53. mínútu sendi Viðar Ari, bakvörð- ur Fjölnis, boltann fyrir markið þar sem miðvörðurinn Hans Vikt- or Guðmundsson kom boltanum í markið. Fjölnismenn voru ekki saddir eftir mörkin þrjú því þeir bættu því fjórða við. Undir lok leiksins skall- aði Gunnar Már að marki Skaga- manna eftir hornspyrnu þar sem boltinn fór í Arnar Már Guðjóns- son leikmann Skagamanna og inn í markið. Lokatölur 4-0, sanngjarn sigur Fjölnis. Skagamenn keppa næst mánu- daginn 15. ágúst í Vesturlandsslag gegn Víkingi Ó. á Akranesvelli. bþb Tveir tapleikir í röð eftir fimm leikja sigurgöngu Skagamenn fagna marki Þórðar Þorsteins gegn FH. Ljósm. gbh. Birgir Leifur Hafþórsson, nýk- rýndur Íslandsmeistari í golfi, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golf- klúbbnum Leyni kepptu bæði á næst sterkustu atvinnumótaröð- um Evrópu í golfi í nýliðinni viku. Birgir Leifur keppti á áskorenda- mótaröðinni sem fram fór í Sví- þjóð og Valdís Þóra á Let Access mótaröðinni sem fram fór í Sunds- vall í Svíþjóð. Þau náðum bæði fín- um árangri. Birgir Leifur endaði í sjötta sæti á mótinu og lék hring- ina fjóra á tíu höggum undir pari. Birgir Leifur var lengi í baráttunni við efstu menn og var aðeins einu höggi frá efsta sætinu þegar tvær holur voru eftir; hann fékk hins vegar skolla á 17 braut og lauk leik tveimur höggum frá efsta sæt- inu. Þetta er besti árangur Birgis á áskorendamótaröðinni í ár. Valdís Þóra stóð sig vel í Sunds- vall í Svíþjóð. Hún lauk keppni í 22. sæti og lauk mótinu á fimm höggum yfir pari. Valdís Þóra keppir á næsta móti í Noregi. bþb/ Ljósm. Sigurður Elvar Þór- ólfsson; seth@golf.is Birgir Leifur og Valdís Þóra á sterkum mótum um helgina Birgir Leifur. Valdís Þóra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.