Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201614 Lilja Rafney Magnúsdóttir þing- maður hefur gefið kost á sér til að leiða áfram lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í forvali VG fyrir Alþingiskosningar í haust. „Þau sjö ár sem ég hef setið á Alþingi hafa verið miklir og lærdómsríkir umbrotatímar í lífi þjóðarinnar. Sú reynsla sem ég hef hlotið á þessum tíma hefur nýst mér vel og mun ég nota hana áfram eins og hingað til á uppbyggilegan hátt í baráttunni fyr- ir réttlátara samfélagi fyrir alla,“ seg- ir hún. „Ég þekki hinn pólitíska slag og er reiðubúin til að berjast áfram með Vinstri grænum í hinni góðu baráttu fyrir jöfnuði og velmegun um land allt.“ Lilja Rafney er fædd á Stað í Súg- andafirði og er búsett á Suðureyri. Hún tók sæti á Alþingi fyrir VG í Norðvesturkjördæmi árið 2009. „Ég hef alltaf tekið og mun alltaf taka slaginn fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Barátta mín á Alþingi hefur einkum snúist um að koma fram breytingum á fiskveiðistjór- nunarkerfinu, stuðla að innviðaupp- byggingu á landsbyggðinni, öflugum landbúnaði, jafnrétti til náms, nátt- úruvernd og endurreisn heilbrigðis- og velferðarkerfisins þar sem hags- munir aldraðra, öryrkja og unga fólksins eru tryggðir. Það er vissu- lega mikilvægt að hafa góðar hug- sjónir en það er ekki síður mikilvægt að fylgja þeim eftir og tala fyrir þeim við hvert tækifæri. Aukinn jöfnuður er lykilatriði í þeim breytingum sem ég vil gera á samfélagi okkar. Við eigum öll að hafa sömu tækifæri til lífs og þroska, við berum öll ábyrgð og skyldur gagnvart samfélagi okkar og okkur ber að hafna sérhagsmuna- gæslu og spillingu afdráttarlaust,“ segir hún. kgk Lilja Rafney vill leiða lista VG áfram Lárus Ástmar Hannesson í Stykkis- hólmi kveðst í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér að hann bjóði sig fram í 1. - 2. sætið á lista í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns fram- boðs í Norðvesturkjördæmi, fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég hef tekið virkan þátt í starfi VG um ára- bil og verið varaþingmaður frá 2013. Ég hef setið í bæjarstjórn Stykkis- hólms í tíu ár, verið forseti bæjar- stjórnar í fjögur ár, um tíma formað- ur bæjarráðs og bæjarstjóri í lok síð- asta kjörtímabils. Ég er búfræðingur og kennari að mennt,“ segir Lárus. Auk þess hefur hann frá 2014 ver- ið formaður Landssambands hesta- mannafélaga og formaður Lands- móts ehf einnig frá 2014. Lárus er fæddur í Stykkishólmi 1966 og hefur búið þar mestan hluta ævinnar. Hann er giftur Maríu Ölmu Valdimarsdóttur rekstrarfræðingi hjá Sæferðum. María er frá Akranesi og eiga þau fjögur börn. „Ég hef mikinn áhuga á samfélagsmálum og þá ekki síst málefnum landsbyggð- arinnar og að hún fái tækifæri að nýta þá möguleika til uppbyggingar sem á hverju svæði eru og þjónusta við íbúana sé eins og best verður á kosið,“ segir Lárus Ástmar Hannes- son í Stykkishólmi. mm Lárus gefur kost á sér í forystusæti í forvali VG Aðalsteinn Orri Arason hefur til- kynnt að hann sækist eftir fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi prófkjöri. Aðalsteinn Orri er 25 ára og er frá Varmahlíð í Skaga- firði. Hann er stúdent og húsa- smiður frá Fjölbrautaskóla Norð- lands vestra, búfræðingur frá Land- búnaðarháskóla Íslands og starf- ar sem landbúnaðar- og bygginga- verktaki. Hann kveðst í tilkynn- ingu til fjölmiðla hafa brennandi áhuga á stjórnmálum og málefnum líðandi stundar og segir markmið sín skýr: „Huga þarf að jaðarsvæð- um þar sem byggð stendur höll- um fæti. Bættar samgöngur, öflug- ar tengingar og dreifikerfi. Grunn- þjónusta svo sem menntun og heil- brigðisþjónusta þarf að vera góð. Jöfn tækifæri allra til náms, starfa og athafna. Stöðuleiki atvinnulífs í kjördæminu. Frelsi fólks til nýsköp- unnar. Nýting lands og sjávar sam- hliða verndun. Skapandi greinar að ógleymdum vaxandi tækifærum í ferðaþjónustu. Svona mætti lengi telja. Ég vona að ég hitti sem flesta og fái að heyra mismunandi sjónar- mið sem brenna á fólki svo farsæla niðurstöðu sé hægt að fá í sem flest- um málum,“ segir Aðalsteinn Orri í tilkynningu. mm Sækist eftir fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins Jónína Erna Arnardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað til þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjördæmi fyr- ir alþingiskosningar í haust. Jónína Erna er búsett í Borgar- nesi og starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Borgarbyggðar. Undanfarin sex ár hefur hún setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar og situr í stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga, auk þess að hafa gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. „Þessi reynsla ætti að nýtast mér vel við störf á Alþingi og þau málefni sem ég vil leggja áherslu á eins og t.d. vegamál, en vegir inn- an kjördæmisins eru víða í slæmu ástandi og þarf að gera mun betur þar. Einnig þarf að hraða ljósleið- aravæðingu kjördæmisins og reynd- ar landsins alls. Mikilvægt er líka að hlúa að grunnþjónustu eins og heil- brigðisþjónustu og menntakerfinu,“ segir Jónína Erna. „Ég tel að þetta og ótal margt annað getum við gert án þess að skattar séu í hæstu hæð- um ef atvinnulíf fær að blómstra og þar með hagur allra. Ég hlakka til að hitta sem flesta á næstu vikum til að kynna mig og heyra hvað er kjós- endum í kjördæminu efst í huga,“ segir hún. kgk Jónína Erna stefnir á 2.-3. sætið Hafdís Gunnarsdóttir hefur ákveð- ið að gefa kost á sér í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Norðvestur-kjör- dæmi sem haldið verður 3. septem- ber næstkomandi. Hún mun sækj- ast eftir 3. sæti á listanum. „Ástæð- an fyrir því að ég býð mig fram er að ég sé ótal tækifæri til að efla svæðin í þessum víðfeðma kjördæmi og vil með þessum hætti ganga beint til verka,“ segir Hafdís í tilkynningu. „Ég tók nýverið við starfi for- stöðumanns liðveislu hjá Ísafjarð- arbæ, en hef síðastliðin þrjú ár gegnt starfi ráðgjafa hjá barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. Þar áður vann ég sem kennari frá árinu 2004. Ég hef verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum í Ísafjarðarbæ í mörg ár og gegnt margvísleg- um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ég er formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ og varaformaður umhverfis- og sam- göngunefndar Sjálfstæðisflokks- ins. Ég er 36 ára gömul, gift Shiran Þórissyni fjármálastjóra og eigum við tvo syni. Ég er fædd og uppal- in á Ísafirði en bjó í Reykjavík á ár- unum 2000-2004 á meðan ég nam iðnrekstrarfræði við Tækniháskóla Íslands. Að því loknu flutti ég aftur til Ísafjarðar og lagði stund á fjar- nám frá Háskólanum á Akureyri. Ég útskrifaðist þaðan árið 2008 með B.Ed. í grunnskólakennara- fræði. Mér finnst það vera forrétt- indi að búa með fjölskylduna mína út á landi og er tilbúin til að vinna fyrir kjördæmið mitt,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir. mm Hafdís gefur kost á sér í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins Hafdís Gunnarsdóttir. Kennarar án kennsluréttinda voru 5,4% starfsfólks við kennslu í grunn- skólum landsins haustið 2015. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar. Lægst var hlutfall kennara án kennslu- réttinda í Reykjavík, 2,4% og 3,9% á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavík- ur. Hlutfallið er hæst á Vestfjörðum, 16,9% og Suðurnesjum, 14,5%. Á Vesturlandi lækkaði hlutfall kennara án kennsluréttinda frá árinu á undan. Körlum heldur áfram að fækka í hópi grunnskólakennara. Frá árinu 1998 hefur hlutfall þeirra lækkað úr 26 prósentum niður í 18,1 pró- sent. Haustið 2015 voru 112 konur starfandi skólastjórar í grunnskólum landsins en voru 68 árið 1998. Á sama tíma hefur körlum fækkað í skóla- stjórastéttinni úr 125 í 61. Meðalaldur grunnskólakennara heldur áfram að hækka, eins og ver- ið hefur frá árinu 2000. Þá var með- alaldur kennara 42,2 ár en var 46,6 ár haustið 2015. Meðalaldur kennara með kennsluréttindi hefur á öllu tíma- bilinu verið töluvert hærri en þeirra sem kenna án réttinda. Haustið 2015 var meðalaldur kennara með kennslu- réttindi 47 ár en 39 ár hjá þeim sem ekki höfðu kennsluréttindi. Nemendum fjölgar Á sama tíma hafa nemendur í grunn- skólum ekki verið fleiri síðan kennsla hófst á haustmánuðum 2007. Í fyrra voru þeir 43.760 og fjölgaði um 624 nemendur frá árinu á undan. Síðasta haust stunduðu auk þess 94 nemend- ur nám í fimm ára bekk, en það eru 20 færri en haustið 2014. Grunnskólanemendum með erlent tungumál að móðurmáli hefur sömu- leiðis fjölgað ár frá ári frá því Hagstof- an hóf að safna þeim upplýsingum. Síðasta haust höfðu 3.543 nemendur annað tungumál en íslensku að móð- urmáli, eða 8,1% nemenda sem er fjölgun um 0,6 prósentustig frá haust- inu 2014. Algengast erlendra móður- mála var pólska, 1.282 nemendur, þá filippeysk mál, 336 nemendur og síð- an enska, 240 nemendur. kgk Kennurum án kennsluréttinda fjölgar Hér má sjá grunnskólanema af Vesturlandi etja kappi í stærðfræði. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.