Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 21 HEYRNARMÆLING - RÁÐGJÖF - HEYRNARTÆKI AÐSTOÐ OG STILLINGAR Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 581-3855 - www.hti.is Móttaka heyrnarfræðinga HTÍ verður í BÚÐARDAL föstudaginn 19. ágúst klukkan 9-12 Staðsetning: v/HEILBRIGÐISSTOFNUN - Tímabókanir í síma 581-3855 SK ES SU H O R N 2 01 6 Á golfvellinum að Hamri ofan Borgarness gerðist það í lok júlí að höggfastur en óheppinn golfari sló golfboltann í stein og fékk hann til baka í höfuðið af miklum krafti. Féll maðurinn við og lá eftir í gras- inu. Var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en meiðsl hans voru minniháttar. kgk „Búmerang“ högg á Hamarsvelli Sigurður Ólafsson hótelstjóri á Hamri slær upphafshögg fyrr í sumar. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Ljósm. GB. Ekkert lát virðist ætla að verða á því að kylfingar fari holu í höggi á Garðavelli á Akranesi í sumar. Skessuhorn greindi frá því 20. júlí síðastliðinn að þrír kylfingar hefðu farið holu í höggi í mánuðinum. Föstudaginn 29. júlí síðastlið- inn bættist Ingveldur Bragadótt- ir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar síðan í hóp hinna lánssömu þeg- ar hún fór holu í höggi á 8. braut Garðavallar. Hún sló upphafs- höggið með 7-járni, boltinn lenti töluvert fyrir framan flötina og rúllaði beint ofan í holuna, að því er segir á heimasíðu Golfklúbbs- ins Leynis. Fóru því hvorki fleiri né færri en fjórir kylfingar holu í höggi á Garðavelli í júlímánuði svo staðfest sé. kgk Fjórði kylfingurinn fór holu í höggi Ingveldur Bragadóttir úr GM varð fjórði kylfingurinn til að fara holu í höggi á Garðavelli í júlímánuði. Ljósm. GL. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.