Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 20162 Íþróttaveisla Íslendinga heldur áfram. Nú eru komnir í gang Ólympíuleikarn- ir sem að þessu sinni eru haldnir í Rio de Janeiro. Skessuhorn hvetur lesendur til að fylgjast með íslensku íþróttamönnun- um. Seinnipartinn í dag keppir Hrafnhild- ur Lúthersdóttir í 200 metra bringusundi, en um helgina keppa síðan Eygló Ósk í sundi, Guðni Valur í kringlukasti og Þor- móður Árni í júdó. Á morgun verður austan- og suðaust- an 8-15 m/s. Víða rigning og hiti 10 til 17 stig. Á föstudag; austlæg eða breyti- leg átt og súld eða rigning með köflum. Milt veður. Á laugardag verður suðvest- læg átt og víða væta. Fremur hlýtt í veðri. Á sunnudag og mánudag má búast við suðaustanátt og rigningu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns „Hvort ertu meiri sprellari eða grínari?“ Lesendur Skessuhorns virðast almennt vera meiri grínarar en 40% svöruðu því, 29% sögðust hvorki vera grínarar né sprellarar, 23% sögðust vera bæði grínar- ar og sprellarar en einungis 8% sögðust vera meiri sprellarar. Í næstu viku er spurt: Ætlar þú að fylgjast með Ólympíuleikunum? Aðstandendur listahátíðarinnar Plan B sem fram fer í Borgarnesi og nágrenni dagana 12.-14. ágúst eru Vestlending- ar vikunnar. Hátíðin býður upp á fjöl- breytta nútímalist og eru slíkar hátíð- ir ekki algengar á Vesturlandi. Það er því ekki annað hægt en að fagna þessari viðbót í menningarflóru Vesturlands og hvetja íbúa til að kíkja til listafólksins, þar er frítt á allar sýningar. Sjá nánar í Skessu- horni í dag. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Regnbogafánan- um flaggað AKRANES: Regnbogafánar voru dregnir að húni fyrir utan bæjar- skrifstofur Akraneskaupstaðar að morgni fimmtudagsins 4. ágúst í tilefni af Hinsegin dögum sem þá stóðu yfir og náðu hápunkti sín- um með Gleðigöngunni í Reykja- vík á laugardag. Með því að flagga Regnbogafánanum vildu bæjar- yfirvöld sína hinsegin fólki sam- stöðu í mannréttindabaráttu sinni, sem og að óska þeim gleði- legrar hátíðar. -kgk Sigríður Júlía ráðin sviðsstjóri L A N D I Ð : Fyrr í vikunni var ráðið í þrjár stjórnunarstöð- ur hjá Skóg- ræktinni, nýrri og sameinaðri stofnun ríkisins. Aðalsteinn Sigurgeirsson var ráð- inn fagmálastjóri, Hreinn Ósk- arsson sviðsstjóri samhæfingar- sviðs og loks var Sigríður Júlía Brynleifsdóttir ráðin sviðsstjóri skógarauðlindasviðs. Sigríður Júlía hefur undanfarin ár starf- að sem framkvæmdastjóri Vest- urlandsskóga. Hún lauk meist- araprófi skógfræði frá Ási í Nor- egi og hóf fyrst störf hjá Vestur- landsskógum árið 2003 en tók við framkvæmdastjórastarfinu árið 2013. Starf sviðsstjóra skógar- auðlindasviðs felst meðal annars í því að bera ábyrgð á rekstri þjóð- skóganna og hafa yfirumsjón með framlögum til skógræktar á lög- býlum auk þess að vinna að sam- þættingu þessara tveggja verkefna eftir því sem þurfa þykir. -bþb Nýr bæklingur um Einkunnir BORGARBYGGÐ: Á dögun- um var gefinn út nýr bækling- ur um fólkvanginn Einkunn- ir í Borgarfirði. Í honum er að finna upplýsingar um tilurð fólkvangsins og einkenni, skipu- lag og nýtingu. Kort af svæð- inu ásamt gönguleiðakorti er að finna á bakhlið. Bæklinginn er hægt að nálgast í ráðhúsi Borg- arbyggðar og á upplýsingamið- stöðvum. -kgk Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Á fundi umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar Hval- fjarðarsveitar 4. ágúst síðastliðinn var tekin fyrir umsókn um fram- kvæmdaleyfi fyrir fjölgun súráls- lagna í jörðu frá lóð Norðuráls á hafnarsvæði Grundartangahafn- ar. Fyrr í sumar hafði afgreiðslu málsins verið frestað þar sem beð- ið var eftir umsögnum frá Faxa- flóahöfnum, Elkem Ísland, Meitli, Klafa, Vegagerðinni, RARIK, Mílu og Fjarskiptum. Nefndinni bárust engar athugasemdir frá umsagn- araðilum. Því lagði nefndin til við sveitarstjórn að gefið verði út fram- kvæmdaleyfi fyrir fjölgun súráls- lagna í jörðu. Liður í framleiðslu- aukningu Súráli er skipað upp með leiðslum í stóra geymslutanka og þaðan er því dælt beint í kerin. Mannshöndin kemur því hvergi nærri með beinum hætti. Ágúst Hafberg, framkvæmda- stjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli, segir að lagnirnar sem nú stendur til að fjölga séu þær sem liggja frá geymslutönkunum og í kerin í kerskálum. Er fjölgun súráls- lagnanna liður í framleiðsluaukningu Norðuráls. Verið er að auka afkasta- getu hvers kers með straumhækkun og því þurfi meira súrál í hvert ker. Samkvæmt upplýsingum frá fyrir- tækinu er ekki á dagskránni að reisa nýjan kerskála. Aðeins er verið að auka heildarframleiðsluna án þess að bæta við. Hins vegar eru uppi áform um nýjan steypuskála Norð- uráls, eins og Skessuhorn greindi frá fyrr í sumar, því steypuskálinn þarf jú að geta annað framleiðslu kerskál- anna. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum enn sem komið er að sögn Ágústs. kgk/ Ljósm. úr safni. Fjölga súrálslögnum til álvers Norðuráls Eins og Skessuhorn greindi frá fyrr í sumar munu senn rísa íbúða- blokkir á Akranesi við Asparskóga 27 og 29. Það er fyrirtækið Upp- bygging ehf., í eigu Engilberts Runólfssonar byggingaverktaka, sem byggir. Í hvoru húsi um sig verða tólf íbúðir, þriggja og fjög- urra herbergja, 100-125 fermetrar með geymslum. Verða þær seldar fullbúnar með gólfefnum og áætl- að er að þær munu kosta milli 300 og 320 þúsund krónur á hvern fer- metra. Framkvæmdin sjálf er lík- lega ein stærsta einstaka fram- kvæmd í íbúðabyggingum á Akra- nesi frá hruni, en áætlað er að hún komi til með að kosta um 700 millj- ónir króna. Fyrst verður hafist handa við að reisa fjölbýlishúsið að Asparskóg- um 27 og að sögn Engilberts ganga framkvæmdir vel „Þetta geng- ur fínt. Það eru komnir sökklar og lagnir og allt saman tilbúið undir einingar,“ segir Engilbert í samtali við Skessuhorn fyrir helgi. „Fyrsta hæðin verður reist í næstu viku og svo munu hlutirnir gerast hratt eft- ir það,“ bætir hann við. Engilberg telur að íbúðirnar verði settar á sölu eftir hálfan mán- uð eða svo og hefur fulla trú á því að þær seljist hratt og örugglega. „Þetta verður glæsilegt hús og ég hef fulla trú á því að íbúðirnar selj- ist mjög fljótt eftir að þær verða settar á sölu. Miðað við fyrirspurn- ir og eftirvæntingu reikna ég ekki með að þær verði lengi að seljast,“ segir hann. Ein blokk til viðbótar við hinar tvær Að sögn Engilberts munu fram- kvæmdir við Asparskóga 29 hefj- ast eftir þrjár til fjórar vikur. Þar að auki hyggur Engilbert að um svip- að leyti geti hafist framkvæmd- ir við fjölbýlishús við Asparskóga 24, einnig á vegum Uppbygging- ar ehf. Hann kveðst hafa mikla trú á svæðinu. „Það er íbúðaskort- ur, bæði á nýjum íbúðum í sölu og leiguíbúðum. Ég hef gríðarlega trú á svæðinu og það verður mik- il uppbygging á Akranesi á næstu árum,“ segir Engilbert. „Það er ár síðan uppsveiflan byrjaði í Reykja- vík. Nú er hún að síast út í hlið- arbyggðirnar við höfuðborgar- svæðið. Fasteignaverð á Akranesi fer hækkandi eins og annars staðar og ég held að það verði byggt mik- ið á svæðinu á næstu árum,“ segir hann og bætir því við að ýmislegt fleira sé í kortunum hjá Uppbygg- ingu ehf, en vill þó ekkert gefa upp um þær áætlanir að svo stöddu. „Það er fleira komið á kortið hjá okkur og margt spennandi á Akra- nesi. Ég flutti sjálfur hingað fyrir ári síðan og þetta er frábært samfé- lag, barnvænt og gott að búa hér,“ segir Engilbert. kgk Brátt rís fyrsta blokk af þremur við Asparskóga Asparskógar 27 eins og þeir litu út fyrir helgi. Þannig mun blokkin koma til með að líta út. Teikning fengin af facebook-síðu Uppbyggingar ehf. Þar er hægt að sjá fleiri þrívíddarteikningar af húsinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.