Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 31. og 32. tbl. 19. árg. 10. ágúst 2016 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is Fæst án lyfseðils LYFIS ÚTSÖLU- LOK 1Kalmansvöllum 50 % afsláttur 3 fyrir 2 af útsöluvörum Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Heimilisfólkið á Ferjubakka IV í Borgarhreppi hefur á undanförnum dögum látið vel af þresti sem gert hefur sig heimakominn á bænum. Sett var upp hús fyrir hann á stað þar sem hann fær frið fyrir köttunum á svæðinu. Heimasætan Sunna Kristín gaf þrestinum nafnið Þröstur Leó. Hún hugsar afar vel um fuglinn; kíkir reglulega til hans og gefur honum vatn og mat. Þá kemur hann yfirleitt til hennar og sest á hana eða hjá henni. Ljósm. Eva Rós Björgvinsdóttir. Vestlendingar hafa getað notið blíð- unnar undanfarinn mánuð og vel það, enda veður verið með allra besta móti í sumar. „Sumarið er búið að vera sólríkt og við ættum að geta ver- ið nokkuð sátt með veðrið vestan- lands,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Skessuhorn. Hún seg- ir að apríl hafi verið frekar kaldur og fyrrihluti maímánaðar bæði kaldur og þurr. Hiti hafi verið tveimur gráðum undir meðaltali nema í Stykkishólmi, þar sem hiti var örlítið yfir meðallagi. Hiti hækkaði lítið eitt seinni hluta mánaðarins og úrkoma jókst en var engu að síður undir meðallagi. Þá voru sólsskinsstundir í Reykja- vík mældar yfir meðaltali síðustu tíu ára og einnig yfir meðaltali áranna 1961-1990. „Sólskinsstundir eru ekki mældar á Vesturlandi en út frá fjölda sólsskinsstunda í Reykjavík má álykta að þær hafi einnig verið yfir meðaltali á Vesturlandi í maí,“ segir Birta Líf. Í júní hlýnaði enn og var meðalhiti á Vesturlandi einnig gráðu hærri en meðaltal síðustu tíu ára. Hlýjast var í Stykkishólmi, en meðalhiti þar var þremur gráðum yfir meðaltali áranna 1961-1990, en úrkoma einnig örlít- ið meiri en vanalega. „Engu að síð- ur voru sólsskinsstundir í júní held- ur færri en í mánuðinum á undan. Júní var hlýrri, með meiri úrkomu en minni sól,“ segir Birta. Hún segir að júlímánuður hafi ver- ið í meðallagi heitur vestanlands mið- að við síðustu tíu ár en um tveimur gráðum heitari en árin 1961-1990. Sólskinsstundir voru yfir meðallagi og úrkoma með minnsta móti. Til að mynda mældist úrkoma yfir 12 mm aðeins fimm daga júlímánaðar í Stykkishólmi, fjórum dögum sjaldn- ar en í meðalári. „En í lok mánaðar- ins, 26. júlí, komu svakalegar demb- ur. Úrkoma mældist til dæmis 10,2 mm á klukkustund í veðurstöðinni í Reykjavík, sem er met. Þennan sama dag sáust á gervihnattamyndum rosa- legar dembur á Vesturlandi einnig en þær virðast ekki hafa hitt á mæl- ana. En þrátt fyrir þessar dembur í lok mánaðarins var úrkoma í júlí mun minni en vanalega,“ segir Birta Líf. „Heilt yfir hefur sumrið verið sól- ríkt og úrkomulítið, milt framan af en hlýtt frá júníbyrjun,“ segir hún en tekur fram að ekki sé um neitt met- ár að ræða. „Nei, ekki metár en yfir meðallagi gott. En úrkoma á Vest- urlandi, sérstaklega við sjávarsíðuna, hefur verið með allra minnsta móti í sumar.“ kgk Sólríkt og úrkomulítið sumar á Vesturlandi Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Ljósm. Heiðar Lind Hansson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.