Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 31 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á net- fangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa að- gang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athug- ið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausn- um og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 79 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Tómstund.“ Vinnings- hafi er: Kristfríður Björnsdóttir, Uppsölum í Hálsa- sveit, 320 Reykholt. Máls- háttur Píla Flan Fölnar Mis- takast Fólk Tvíhlj. Árbækur Röð Reiðihlj Misk- unn Hælir Epjast Tæp Reykja Dreifa Tvenna Fugl Ævin Gler Hönd Flan Skokk Nudda Árbítur Ríku- lega Áhald Tíndi 10 4 Áflog Af- kvæmi Suddi Korn Þröng 2 Kjaftur Brakaði Missir Kona Elfur Dót Korn 8 Fyrir- boði Alda Fæðir Ilma Beisk Hætta Kona Leið- sögn 6 Reisn Sýl Oddur Sögn Sam- hljóðar Afa Mæða Kæpan Núna 51 Samhlj. Arkar Bára Tölur Sár Botn Herðar Gorta Dína- mór Aðstoð Gabba 500 Tautar Góð 9 Vorið Dýra- hljóð Átt Kjánar Tæki X Fvíhlj. Kisa Slá Vigtaði Not Sk.st. Uggði Rödd Hluti Iðja 7 Handar- hald Basla Þó að Ofnar Venja Skjól Tekt Tálbiti Rölt Eðli Tók Gaur- ana 5 Mas Samhlj. LJá Þegar Glitr- aði 3 Leiði Líka Máninn 1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Sumarlesari vikunnar Þá er komið að síðasta sumarlestri ársins á Bókasafni Akraness og eru það systur að þessu sinni til að ljúka þessu með stæl. Hvað heitið þið og hvað eru þið gamlar? Aníta Sif og Agnes Mist Flosadætur. Aníta er 8 ára og Agnes er 10 ára. Í hvaða skóla eru þið? Við erum í Brekkó. Hvaða bók varstu/ertu að lesa? Aníta var að lesa Benni og Lena og kettlingurinn. Agnes er að lesa Mörtu Smörtu. Hvernig voru bækurnar? Benni og Lena og kettlingurinn var skemmti- leg. Marta Smarta er skemmtileg og fyndin. Marta flytur til pabba síns og braust óvart inn í hús. Hvernig bækur finnst ykkur skemmtilegastar? Aníta les fyndn- ar bækur og Agnes les spennandi bækur en ekki „krípí“ bækur. Hvar er best að vera þegar mað- ur er að lesa? Það er best að lesa uppi í rúmi. Eigið þið uppáhalds bók? Aníta elskar Disney bækurnar. Uppáhalds bækur Agnesar eru Þín eigin þjóð- saga eftir Ævar Þór Benediktsson og Dúkka eftir Gerði Kristnýju. Hvað ætlið þið að verða þegar þið verðið stórar? Aníta vill vinna með dýr. Agnes veit það ekki en það verður eitthvað skemmtilegt. Pennagrein Samgöngukerfi okkar Íslendinga hef- ur mikið látið á sjá síðustu ár og hafa Samtök ferðaþjónustunnar lýst veru- legum áhyggjum af bagalegu ástandi samgöngumannvirkja, ekki síst veg- anna. Ástandið er slæmt á landsvísu, en þó eru landshlutarnir misvel settir í samgöngumálum. Staðan er verst í Norðvesturkjördæmi, einkum á Vest- fjörðum og Vesturlandi. Nýútkominn Hagvísir varpar skýru ljósi á stöðu samgöngumála í Norð- vesturkjördæmi, ekki síst á Vestur- landi. Er þar byggt á staðtölum frá Vegagerðinni og skoðanakönnun- um meðal íbúa og fyrirtækja á svæð- inu um umferð og ástand vega á Vest- urlandi. Eins og vænta mátti staðfest- ir Hagvísirinn að samgöngur hafa sí- vaxandi þýðingu fyrir byggð og at- vinnuþróun á Vesturlandi enda hefur ferðamannafjölgun verið mikill und- anfarin ár með þeim umferðarþunga sem henni fylgir. Á sama tíma hefur vegakerfinu hrakað, eins og íbúar og fyritæki á Vesturlandi hafa áþreifan- lega orðið vör við. Norðvesturhornið og Vesturland reka lestina Meðal þess sem Hagvísirinn leiðir í ljós er að Norðurvesturhornið og Vesturland reka lestina þegar kem- ur að fjölda vega með bundnu slit- lagi. Á norðvestanverðu landinu er um þriðjungur vega með bundið slit- lag en Vesturland sem er í næstneðsta sæti með bundið sllitlag á 39% vega innan svæðis. Til samanburðar má nefna að á Suðurnesjum voru 84% vega með bundnu slitlagi árið 2014. Þó hefur umferð frá 1980 aukist hlutfallslega mest til Vesturlands frá árinu 1980 í samanburði við Reykja- nes og Suðurland. Hefur aukningin orðið hlutfallslega mest til Borgar- fjarðar, þá Snæfellsness og Akraness en síst til Dalanna. Sem dæmi má nefna að umferð ferðamanna jókst um 40% við Svörtuloft á Snæfellsnesi á milli áranna 2014 og 2015 en um 36% við Hraunfossa í Borgarfirði. Á sama tíma jókst umferðin um 32% í Haukadal við Gullfoss. Aukinni umferð hefur fylgt vax- andi slysatíðni. Fyrir utan höfuð- borgarsvæðið og Suðurnes, þar sem umferð er þyngst, var slysatíðni mest á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norð- urlandi vestra en minnst á Norður- landi eystra og Suðurlandi. Innan Vesturlands er slysatíðnin hins vegar mest í Dalabyggð sem hefur fimmta hættulegasta vegakerfið meðal ís- lenskra sveitarfélaga samkvæmt sömu gögnum. Ekkert bólar á Sunda- braut né framkvæmdum við Hvalfjarðargöng Þrátt fyrir þetta hefur Vegagerð- in lagt minnst til Vesturlandsveg- ar af þeim þremur aðalumferðaræð- um sem eru til og frá höfuðborgar- svæðinu þ.e. Vesturlandsvegi, Suð- urlandsvegi og Reykjanesbraut. Er það umhugsunarefni, ekki síst í ljósi þess hver þróunin hefur verið á þess- um vegum undanfarin ár. Breikk- un nyrðri hluta Vesturlandsveg- ar og tvöföldun Hvalfjarðarganga eru löngu tímabærar framkvæmd- ir, líkt og Sundabrautin í Reykjavík sem þyrfti að verða að veruleika sem fyrst og tengjast samgönguneti Vest- urlands. Í þeirri tillögu að Samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi, en óvíst er hvort verður samþykkt fyrir þing- lok, er ekki gert ráð fyrir fjárveiting- um til Sundabrautar en rætt um að „skoða kosti þess að gera Sundabraut í einkaframkvæmd“. Hvalfjarðar- göngin eru varla nefnd á nafn í áætl- uninni, og má þó öllum ljóst vera að þau bera varla meiri umferð en orð- in er í núverandi ástandi. Samningur Spalar og ríkisins fer að renna út, en ekki eru greinanleg nein merki um frekari framkvæmdir hvorki af hálfu Spalar né hins opinbera ef marka má fréttir að undanförnu. Það er vitan- lega áhyggjuefni í ljósi þess sívaxandi umferðarþunga sem nú þegar er far- inn að ganga nærri helstu stofnbraut- um að og frá höfuðborginni og um Hvalfjarðargöng. Ekkert bendir til annars en að ferðamönnum eigi enn eftir að fjölga á næstu árum og umferðin aukast að sama skapi, ekki síst á Vesturlandi. Í því ljósi hlýtur sú tillaga sem nú ligg- ur fyrir að Samgönguáætlun að telj- ast metnaðarlítið plagg. Það er sjálf- stætt áhyggjuefni. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, alþingismaður. Metnaðarlítil samgönguáætlun Laugardaginn 20. ágúst næstkom- andi fer fram á Reykhólum skák- mót til minningar um Birnu E. Norðdahl. Búast má við skemmti- legu móti en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Frið- rik Ólafsson og Jóhann Hjartarson en báðir eru þeir stórmeistarar en Friðrik var fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim titli. Einnig munu skákmeistararnir Guðlaug Þor- steinsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir og Sigurlaug Friðþjófsdóttir tefla á mótinu. Landslið kvenna mun taka þátt í mótinu áður en það held- ur til keppni á Ólympíumótinu í Bakú í Aserbaídsjan í septem- ber. Landsliðið skipa áðurnefnd Guðlaug Þorsteinsdóttir, Lenka Ptacnikova, Tinna Kristín Finnboga- dóttir, Hrund Hauksdóttir og Verónika Stein- unn Magnúsdótt- ir. Einnig mun l a n d s l i ð s e i n - valdur kvenna, Björn Ívar Karls- son, taka þátt í mótinu sem og Jón L. Árnason stórmeistari. Birna E. Norðdahl var bæði skák- meistari og frumkvöðull í kvennaskák á Íslandi. Hún lærði ung að tefla og fyrsta mótið sem hún tók þátt í var á Skákþingi R e y k j a v í k u r árið 1940, þá 21 árs göm- ul, en í þá daga vakti þátttaka kvenna í skákmót- um athygli. Birna var einn stof- enda kvennadeildar innan Tafl- félags Reykjavíkur. Hún átti mjög stóran þátt í því að íslenskar skák- konur tóku þátt í sínu fyrsta Ól- ympíuskákmóti en það var haldið í Argentínu árið 1978 en Birna fór á mótið og einnig á Ólympíuskák- mótið sem haldið var í Möltu árið 1980, þá orðin langamma. Birna var auk þess skákmeistari en hún var Íslandsmeistari í tvígang; fyrst árið 1976 og svo aftur árið 1980. Í tilkynningu, sem aðstandend- ur mótsins sendu frá sér segir að ástæða þess að mótið verður hald- ið á Reykhólum sé sú að Birna átti heima þar síðasta áratug ævi sinn- ar. bþb Skákmót til minningar um Birnu E. Norðdahl Birna E. Norðdahl. Ljósm. hrokurinn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.