Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201632 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Löggiltur pípulagningameistari Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK SK ES SU H O R N 2 01 6 ÖLL ALMENN GARÐVINNA • Fjarlægjum tré og kurlum • Útvegum sand, mold og möl • Sláum garða www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Líkt og flest öll íslensk börn þá skildi ég ekki hvaða tilgangi það þjónaði að læra dönsku. Ég vissi að Ísland hafði verið undir stjórn Danakonungs í einhverja áratugi löngu áður en ég eða foreldrar mínir vorum svo mikið sem hug- myndir en samt fannst mér það engin afsökun fyrir þessu leiðinda- fagi sem þröngvað var upp á mig. Orðin þóttu mér bjöguð og ill- skiljanleg, beygingar alveg út í hött, framburðurinn út úr kortinu og stafsetningin með bókstöfum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til. Samt böðlaðist ég allt frá 12 ára aldri við að lesa um dönsk börn í skólabókunum sem hétu yfirleitt Lars eða Mette og gengu í skólann með nestið sitt sem nánast und- antekningarlaust innihélt rugbrød með leverpostej og mælk. Eins og Jón Gnarr hélt ég því streitulaust fram að aldrei nokkurn tíma myndi ég nota þessa takmörkuðu dönsku- kunnáttu sem öllum Íslendingum er tamin og því fannst mér tíma mínum sóað í grunnskóla. Ekki batnaði ástandið þegar í menntaskóla kom. Danska var þar einnig ein af grunnþekkingunum sem allir áttu að ná tökum á. Lág- mark tveir áfangar sem jafngiltu saman heilum skólavetri, en sú kvöl og pína hugsaði ég. Enn og aftur voru lesnar sögur um dönsk ung- menni sem nú voru aðeins eldri, drukku øl, borðuðu súkkulaði- köku og héldu upp á afmæli sam- an. Konungsfjölskyldan var einnig stór partur af kennslunni. Þar hétu reyndar flest allir íslenskum nöfn- um, meira að segja drottningin og því skildi ég ekki hvers vegna við áttum að læra dönsku þegar Dan- irnir sjálfir hölluðust greinilega meira að íslensku. Mér er sérstak- lega minnisstætt síðasta lokapróf- ið í síðasta dönskuáfanganum sem ég var skikkuð í sem var munnlegt. Ég átti að lesa einhverja sögu og segja til um innihald hennar til að fullvissa kennarann um þekkingu mína og skilning á þessu merka máli. Með herkjum tókst mér að telja kennslukonunni trú um að ég skildi hvert orð sem ég las og því náði ég áfanganum með prýði. Með kaldhæðnisstríðni í lok prófs- ins bauð kennslukonan mér að skrá mig í sérstakan valáfanga í dönsku næstu skólaönn. Það boð afþakk- aði ég pent með þeim orðum að líklegra væri að ég lenti á tunglinu heldur en að ég færi sjálfviljug að læra meiri dönsku um ævina enda hefði mér alltaf þótt hún leiðinleg. Með þeim orðum taldi ég víst að ég væri sloppin frá dönskunni. Næsta menntunarstig tók ég við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri. Mér til lítillar hrifningar voru nokkrar námsbækur þar á dönsku. Eftir að hafa ekki lesið mikið á dönsku í þau ár frá því að ég út- skrifaðist úr menntaskóla kom það mér virkilega á óvart hversu mik- ið ég skildi í þessum bókum. Lík- lega hefur eitthvað setið eftir þótt fegin hefði ég reynt að gleyma öllu sem ég hafði lesið um Lars og Mette með nestið sitt og Ole sem átti afmæli. Líklega var það mér til happs að kennararnir gáfust ekki upp á mér þrátt fyrir tuð og nöld- ur um að danska væri leiðinleg og tilgangslaus. Nú er sögunni vikið til dagsins í dag þar sem ég sit 26 ára Borg- nesingur á leið að flytja til Kaup- mannahafnar (þar sem er töluð danska) til að læra dýralækningar (á dönsku) við Kaupmannahafn- arháskóla núna í haust. Ekki hefði mig grunað það fyrir 14 árum síð- an að ég ætti nokkurntíma eftir að flytja til Danmerkur til þess að læra eitthvað á dönsku, framkoma mín í garð dönskukennslu endurspegl- aði það nokkuð vel. Ég finn mig því knúna til að biðja þá dönsku- kennara sem ég hef haft gegnum mína skólagöngu afsökunar. Elín Kristjánsdóttir, Ingibjörg Grétarsdóttir og Agnes Hansen, takk fyrir að gefa ykkur tíma fyr- ir að kenna eitt vanþakkaðasta fag skólasögunnar, takk fyrir að hafa gefið ykkur tíma til að kenna mér dönsku og því jafnframt biðst ég afsökunar á trúleysi mínu um ágæti danska málsins og danskrar menningar. Því er nú hverju orði sannara; det er dansk, det er degligt! Virðingarfyllst, Þorgerður Bjarnadóttir. Höfundur er verðandi nemandi í dýralækningum við Kaupmanna- hafnarháskóla. Det er dansk, det er degligt! Pennagrein Pennagrein Síðastliðinn febrúar fékk ég að heyra þær sorgarfréttir að amma mín, sem hafði alla tíð verið heilsuhraust og aldrei orðið misdægurt á sínum hartnær 80 árum, hefði greinst með krabbamein. Sex vikum síðar lést hún og var grafin í Akraneskirkjugarði. Fráhvarf ömmu minnar var erfitt fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Erfiðast var það þó fyrir hann afa minn. Núna í desember hefði þau átt 60 ára brúð- kaupsafmæli, en þau giftu sig norð- ur í Árneshreppi árið 1956. Andlát ömmu var erfitt fyrir afa vegna þess að hún var eiginkona hans og hann elskaði hana. Það var enn erfiðara vegna þess að afi minn er með alzhei- mer og í kjölfar veikinda hennar þá gat hún ekki lengur hugsað um hann, en síðustu árin hafði elsku amma mín af einskærri ást og þrautseigju hugsað um veika eiginmanninn sinn og verið eina ástæða þess að hann var enn fær um að búa heima. Eftir að amma fékk greininguna var afi fluttur í hvíldarinnlögn á hjúkr- unarheimili, en sjúkdómur hans olli því að hann vissi ekki alltaf af hverju hann gat ekki verið heima hjá kon- unni sinni. Það tók á, en erfiðara var það þegar hann mundi aftur og aftur að konan hans lá á dánarbeðinu. Eftir að amma dó stóð hann eft- ir, veikur maður sem þurfti á því að halda að fá viðeigandi hjálp og að- stoð. Hann er það heppinn að eiga fjöldann allan af afkomendum til þess að styðja við hann, en veikindi hans krefjast þess að hann fái góðan stað á hjúkrunarheimili þar sem honum getur liðið vel og þar sem við vitum að hann fær þá hjálp sem hann þarf. Eins og ég nefndi þá fékk hann tíma- bundna innlögn á hjúkrunarheim- ilinu, en hefur síðan þá þurft að sitja inni á sjúkrahúsi í biðstöðu eftir plássi. Sjúkrahús er ekki heimili og þrátt fyr- ir að bjóða upp á þá lágmarksaðstoð sem einstaklingar þurfa á að halda til þess að komast af frá degi til dags, þá er það einfaldlega ekki nóg fyrir þá sem þurfa á stað að halda til þess að eyða því sem eftir er af sínum æviár- um. Það er ekki viðunandi að einstak- lingar sem þurfa á því að halda þurfi að bíða í marga mánuði eftir því að fá að komast á hjúkrunarheimili. Ég veit fyrir víst að afi er ekki sá eini sem er í þessari stöðu. Ég veit líka að hjúkrunarheimilið myndi endilega vilja taka á móti honum, en vandinn liggur í höndum ríkis- stjórnarinnar og við sem neðar sitjum erum ófær um annað en að segja já og amen. Við neyðumst til þess að segja já og amen vegna þess að ríkiskassinn segir nei. Auðvitað heldur þessi neit- un vart vatni, þar sem staðan er sú að sá kostnaður sem færi í rými á hjúkr- unarheimili fer einfaldlega í staðinn í pláss á sjúkrahúsi. Einstaklingarn- ir hverfa ekki þótt þeir séu settir eitt- hvert annað. Hvernig getur það staðist að fólk sem hefur haft ofan í sig og á alla sína ævi og aldrei beðið um neitt en allt- af skilað sínu, sé ekki gripið af samfé- laginu? Að þeir sem hafa ekkert af sér gert annað en að lenda í því að eldast og þurfa aðstoð til daglegra þarfa, séu settir í geymslu? Ef mér lánast að ná aldri, þá á ég það skilið að þá fá alla þá aðstoð sem ég þarf á að halda. Ég vil líka að systkini mín fái hana og eins foreldr- ar mínir og allir aðrir sem mér þykir vænt um. Það er staðreynd að þjóðin er að eldast, það er þörf á fleiri hjúkr- unarheimilum og það er þörf á því að vera með betri viðbúnað til þess að taka á móti okkur í ellinni. Að byggja upp heilbrigðiskerfi er ekki bara tímabundin lausn, það er ekki bara til þess að bjarga þeim sem þurfa á því að halda í dag. Það bjargar okkur líka á morgun, á næsta ári, eftir tíu ár og um ókomna tíð. Hvers vegna er í lagi að setja foreldra okkar, skyldmenni, nágranna og vini í biðstöðu þegar þau þurfa á björginni að halda? Mér er spurn. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir Glíman við heilbrigðiskerfið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.