Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201610 Rannsóknarskipið Dröfn strand- aði í Þorskafirði í Reykhólahreppi miðvikudaginn 27. júlí síðastlið- inn. Landhelgisgæslunni barst til- kynning þess efnis um þrjúleytið og þyrla var send á staðinn. Gæsl- an mat aðstæður á vettvangi góð- ar. Dröfn virtist óskemmd og eng- in mengun var á strandstað. Einn- ig mat gæslan aðstæður þannig að engin hætta væri mönnum búin. Áhöfn Drafnar hófst því handa við að reyna að losa skipið og hugðist koma því á flot á næsta háflóði, sem var skömmu eftir miðnætti. Björg- unarsveitarmenn frá björgunarsveit- inni Heimamönnum sigldu að skip- inu og voru skipverjum innan hand- ar, en Landhelgisgæslan fylgdist náið með gangi mála. Vel gekk að ná Dröfn af strandstað á flóðinu og komst skipið á flot klukk- an 1:18 aðfararnótt fimmtudagsins 28. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Togvír af spili Drafnar hafði verið komið í kletta undir háspennumastrinu í Þorska- firði. Um leið og aðstæður leyfðu var spilið sett í gang og Dröfn dró sjálfa sig af strandstað með aðstoð björg- unarsveitarmanna, sem ýttu við skip- inu á gúmmíbátum. Skipið virtist þá lítið sem ekkert skemmt. Eftir að Dröfn losnaði var henni siglt aðeins út fjörðinn. Þar var ankerum kastað og mun áhöfn skips- ins halda rannsóknum sínum áfram. kgk/ Ljósm. Jón Trausti Markússon. Dröfn strandaði í Þorskafirði Síðdegis miðvikudaginn 27. júlí, varð árekstur á Útnesvegi á Snæfells- nesi nálægt afleggjaranum að Írskra- brunni þegar tvær fólksbifreiðar skullu saman. Virðist sem ökumað- ur annarrar bifreiðarinnar hafi misst af afleggjaranum og verið að snúa við þegar áreksturinn varð. Að sögn lögreglunnar var árekst- urinn nokkuð harður en afleyðing- arnar ekki jafn alvarlega og óttast var í fyrstu. Ökumenn og farþegar, þar af tvö börn, voru flutt á heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík til skoðunar og farþegi annarrar bifreiðarinnar var fluttur á Akranes til frekari skoðun- ar. Báðar bifreiðarnar eru óökuhæfar eftir áreksturinn. kgk/ Ljósm. tfk. Harður árekstur á Snæfellsnesi Eftirlitsstofnun EFTA hefur sam- þykkt ívilnanasamning íslenska rík- isins við Silicor Materials vegna byggingar sólarkísilverksmiðju fyr- irtækisins á Grundartanga. Samn- ingurinn kveður á um skattahag- ræði, það er að segja afslátt á skött- um og opinberum gjöldum, og ívilnanir á reglum um leigu og fyrn- ingu. Þetta kemur fram á heima- síðu ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Samningurinn gildir til tíu ára og andvirði hans á því tímabili, í formi ívilnana og skattahagræðis, er 4,6 milljarðar króna en heildarfjárfest- ing Silicor á Grundartanga verður um 120 milljarðar króna. Samkvæmt leiðbeiningarreglu- gerðum EFTA við gerð slíkra íviln- anasamninga verður viðkomandi ríki að sýna fram á að fyrirhuguð aðstoð sé viðeigandi. Enn fremur þarf ríkið að tryggja að aðstoðin sé hófstillt og hagræði af henni vegi þyngra en möguleg samkeppnis- röskun. „Aðstoðin til Silicor Ma- terials á Vesturlandi er byggð á uppbyggingarstefnu, sem hef- ur í för með sér ávinning fyrir allt svæðið og því hefur ESA samþykkt hana,“ segir forseti ESA, Sven Erik Svedman. Þá segir auk þess að ESA hafi komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð aðstoð hafi hvatningar- áhrif þar sem ekki hefði verið ráðist í framkvæmdir án fyrirheita um rík- isaðstoð. Aðstoðin stuðli þar með að atvinnusköpun, laði til sín fyrir- tæki, auki efnahagslega fjölbreytni og búi til störf. „Þetta er mikilvæg- ur áfangi í undirbúningi verkefn- isins. ESA staðfestir með þessu að stuðningurinn sé í samræmi við þau viðmið sem stofnunin setur. Næstu áfangar eru að ljúka síðari hluta fjármögnunar og ganga frá samn- ingum um orkuafhendingu,“ segir Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor á Íslandi, í samtali við Skessuhorn. Reynt að flýta afhendingu raforku Samið var við Orku náttúrunnar um afhendingu á 40 MW af raf- orku síðasta haust og geta þau kom- ið til afhendingar árið 2018. Náðst hafa samningar um helstu skilmála að orkusamningi við Landsvirkj- un upp á afhendingu á 40 MW til viðbótar, en frá árinu 2020. Dav- íð segir að nú sé reynt að flýta af- hendingu á orku frá Landsvirkjun til 2018. „Þessa dagana erum við að reyna að fá afhendingu orkunn- ar flýtt til ársins 2018 eða 2019 til að starfsemi geti hafist sem fyrst,“ segir hann. Síðastliðið haust var einnig gengið frá fyrsta áfanga fjármögn- unar vegna byggingar sólarkísil- verksmiðju Silicor. Nam sá áfangi 14 milljörðum króna en heildar- kostnaður vegna framkvæmdarinn- ar er áætlaður 120 milljarðar króna, eins og áður segir. Lánsfjármögnun undir forystu Þróunarbanka Þýska- lands KfW kemur til með að standa undir um 60% af heildarkostnaði. Davíð segir að fjármögnun verk- efnisins gangi vel. „Þetta tekur allt saman sinn tíma, bæði viðræður um að flýta afhendingu raforkunnar og vinna við fjármögnun framkvæmd- arinnar. En þessu miðar hægt og örugglega áfram,“ segir hann. kgk Samningur ríkisins og Silicor hóflegur að mati ESA Teikning að fyrirhugaðri sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga. Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor á Íslandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.