Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 15 Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur áhuga á að stofna og reka lýðháskóla á Laugarvatni. Horft er til húsnæðis íþróttakennarahá- skólans á staðnum, en Háskóla- ráð Háskóla Íslands ákvað í febrú- ar á þessu ári að flytja námið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Gangi það eftir fækkar opinberum störf- um í Bláskógabyggð. Með stofnun lýðháskóla UMFÍ á Laugarvatni væri gerð tilraun til að sporna gegn fækkun starfa auk þess sem val- möguleikum námsmanna að loknu stúdentsprófi yrði fjölgað. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, segir þörf fyrir þessari teg- und skóla fyrir íslensk ungmenni sem hafi lokið stúdentsprófi og velti framtíðinni fyrir sér. Þá bend- ir hann á að lýðháskólar eigi upp á pallborðið hér á landi sem valkost- ur nú um stundir, ekki síst ef tekn- ar verði upp meiri fjöldatakmark- anir í íslenskum háskólum eins og eru á Norðurlöndunum. „Ef það verður að veruleika er lýðháskóli góður kostur fyrir þá sem vilja læra eitthvað annað en boðið er upp á í háskóla og vilja einnig fá tíma til að átta sig á hvað viðkomandi vill læra í háskóla. Margir innan og utan UMFÍ hafa farið í erlenda lýðháskóla og segjast búa að því í lífinu. Kannski þarf stúdentspróf ekki að vera skilyrði fyrir námi í slíkum skóla,“ segir Haukur. Formaður UMFÍ sér fyrir sér að í lýðháskóla á Laugarvatni verði t.d. boðið upp á sérhæft nám sem tengist ferðamennsku, íþróttum, útivist og leiðtogahæfileikar ungs fólks verði efldir. „UMFÍ hef- ur bakgrunn í lýðháskólum og við getum leitað leiðsagnar og sam- vinnu hjá systursamtökum okkar í Danmörku þar sem mikil þekking er á slíkum skólum. Miklir mögu- leikar felast því í stofnun lýðhá- skóla á Laugarvatni ef hið opin- bera er tilbúið til að vinna með okkur að því og mikilvægt er að vinna þetta allt með og í sátt við menntamálayfirvöld í landinu, Ég legg áherslu á það, “ segir Hauk- ur Valtýsson. mm UMFÍ vill stofna lýðháskóla á Laugarvatni WWW.UMFI.IS TAKK FYRIR FRÁBÆRT UNGLINGALANDSMÓT Í BORGARNESI 28. – 31. JÚLÍ 2016 SJÁUMST Á EGILSSTÖÐUM 2017! Stundum er einfalt og þægilegt al- veg ljómandi gott. Þessi kaka ætti að slá í gegn hjá þeim sem elska karamellur og ekki skemmir að hún er svo einföld og fljótleg að hver sem er getur gert þessa. Innihald: Einn poki af mjúkum Wherther‘s Orginal karamellum 100 grömm smjör 2 matskeiðar rjómi 3 matskeiðar síróp (þetta í grænu dósunum) 150 grömm rice krispies morgun- korn. Aðferð: Allt nema rice krispies er sett í pott og látið malla þar til það er orð- ið silkimjúkt og karamellurnar all- ar vel bráðnaðar. Þá er þetta tekið af hitanum og rice krispies morg- unkornið sett útí. Það kemur ekki að sök þó það sé sett örlítið meira eða örlítið minna af því, það fer eftir því hversu klístrað hver og einn vill hafa kökuna. Best er að setja morgunkornið saman við í litlum skömmtum, og hræra vel á milli, þar til maður er ánægður með blönduna. Þá er þetta allt sett saman í mót og inn í ísskáp í u.þ.b. klukkustund eða þar til það er orðið nægilega kalt til að skera í sneiðar. arg Karamellu rice krispies kaka Freisting vikunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.