Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201616 Um síðustu helgi réri átján manna hópur úr Kayakklúbbnum út í Ak- urey á Breiðafirði. Lagði hópur- inn af stað seinnipart föstudags en leiðin er um sjö kílómetrar og tók róðurinn um tvær klukkustund- ir. Hópurinn hélt til í tjöldum í tvær nætur úti í eyjunni. „Ferð- in var mjög vel heppnuð, frábær- lega tekið á móti okkur í Akurey. Auk þess sem við fórum um Hrút- eyjar, Skarðseyjar og í kringum Akureyjarnar var þetta líka ákveð- in afslöppun. Við fórum í sjósund, stunduðum yoga æfingar og nut- um þess að upplifa eyjarnar,“ segir Lárus Guðmundsson, einn skipu- leggjandi ferðarinnar í samtali við tíðindamann Skessuhorns. „Það eru allir held ég í skýjunum með ferðina, fyrir mig var þetta sér- staklega gaman,“ segir Lárus sem sjálfur er ættaður úr Akurey. „Það er skemmtilegt þegar það er vont veður en miklu skemmtilegra þeg- ar veðrið er svona gott,“ en veðr- ið var einstaklega gott þegar hóp- urinn kom að landi um miðjan sunnudag, hæg og hlý vestan gola og bjart. Farið hefur verið tvær svona úti- leguferðir út á land auk næturróð- urs út í Akurey við Reykjavík. Þetta var í fjórtánda skipti sem klúbbur- inn heldur á Breiðafjörð en ferðin er árleg og hefur hópurinn reynt að fara sem víðast í ferðum sínum. „Við höfum alls staðar mætt vel- vilja. Þetta er svona stærsta og síð- asta ferð sumarsins. Í svona sporti munar líka miklu að það sé hægt að fara með öðrum, menn fara ekk- ert einir á svona staði,“ segir Lár- us. Klúbburinn leggur mikið upp úr því að fyllsta öryggis sé gætt og að engin sjánleg ummerki séu eftir ferðir þeirra í náttúrunni. Kayakklúbburinn hefur aðstöðu við Geldinganes í Reykjavík og er róið einu sinni í viku allt árið en auk þess hefur hann fengið að- stöðu í Laugardagslauginni til æf- inga á tækniatriðum. Lárus seg- ir að félagsmenn geti nánast alltaf leitað uppi þær aðstæður sem þeir vilji, skjól eða vind og læti og þar fram eftir götum. Um 100 virkir meðlimir eru í klúbbnum, fleiri yfir sumarið en veturinn. „Menn nota þetta sem líkamsrækt, virkja græju- delluna og svo er þetta frábær fé- lagsskapur.“ Þá segir hann að einn- ig sé einstakt að nálgast náttúruna á þennan hátt og fara á staði þar sem lítið er af ferðamönnum og hægt að njóta umhverfisins í róleg- heitum frá öðru sjónarhorni. Texti og myndir: Steinþór Logi Arnarsson Kayakklúbburinn á ferð í Akurey á Breiðafirði Hópurinn að koma að fjöru eftir sjö kílómetra róður á sunnudaginn. Meðlimir Kayakklúbbsins í fjörunni við Fagradal á Skarðsströnd að lokinni ferð. Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands við hátíð- lega athöfn í Alþingishúsinu fyrsta dag ágústmánaðar. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á Austurvöll og hyllti Guðna og Elizu Read, eigin- konu hans, af svölum Alþingishúss- ins. Frelsi og fjölbreytni þjóðfélags- ins skipuðu stóran sess í innsetn- ingarræðu forsetans. Málefni inn- flytjenda vógu nokkuð þungt í máli Guðna, sem setti innflytjendaum- ræðu í sögulegt samhengi. „Gleym- um ekki fjölmenningu landnáms- aldar og þeim nánu tengslum við útlönd sem lögðu grunn að afrek- um á sviði bókmennta og verkleg- um framförum síðar meir,“ sagði hann. „Við játum ólík trúarbrögð, stöndum sum utan trúfélaga, við erum ólík á hörund, við getum heit- ið erlendum eiginnöfnum, þúsund- ir íbúa þessa lands eiga sér erlend- an uppruna og tala litla eða enga ís- lensku en láta samt gott af sér leiða hér. Við lifum tíma fjölbreytni og megi þeir halda áfram þannig að hver og einn geti rækt sín sérkenni, látið eigin drauma rætast en fund- ið skjól og styrk í samfélagi manna og réttarríki hér á landi,“ sagði Guðni. Forseti skal stuðla að einingu Samfélagsumræðan var Guðna einnig hugleikin í innsetningarræð- unni og sagði hann að forseta bæri að stuðla að einingu og bera virð- ingu fyrir skoðunum annarra. „Eitt gildir þó um allar þjóðir, þá íslensku sem aðrar: Það sem sameinar þær verður að vega þyngra en það sem sundrar og hér hefur þjóðhöfð- inginn hlutverki að gegna. Forseta ber að stuðla að einingu, bera virð- ingu fyrir skoðunum annarra, var- ast að setja sig á háan hest,“ sagði hann. Þó væri ekki þar með sagt að hann mætti ekkert mæla á forseta- stóli nema það sem full samastaða ríkti um, enda væri slíkt ómögu- legt. Forseti sagði að ólík sjónar- mið yrðu að heyrast og að mál- efnalegur ágreiningur væri til vitnis um þroskað samfélag. Þá umræðu setti hann í samhengi við kosning- ar til Alþingis og kom skýrt fram í máli hans að forseti gerir ráð fyrir því að kosið verði í haust. „Ég vona einmitt að við stöndumst það próf þegar við kjósum nýtt þing í haust. Í kosningum er tekist á um ólík- ar stefnur og markmið en að þeim loknum verða þingmenn að vinna saman, finna lausnir, sýna sanngirni og beita þeim aðferðum sem auka virðingu þeirra sjálfra og hinnar aldagömlu stofnunar, Alþingis.“ Stjórnmálamenn setja lögin Þá gerði Guðni stjórnarskrána að umtalsefni og áréttaði að það væru stjórnmálamennirnir sem settu lög- in og bæru stjórnskipulega ábyrgð. Það væri þeirra hlutverk að svara kalli þjóðarinnar um breytingar á stjórnarskrá. „Þeirra er ábyrgð- in og þeir setja lögin, þau breyt- ast í tímans rás. Það á líka við um stjórnarská okkar, grunnsáttmála samfélagsins. Geti þingið ekki svar- að ákalli margra landsmanna og yf- irlýstum vilja stjórnmálaflokka um endurbætur eða endurskoðun er úr vöndu að ráða,“ sagði Guðni og minnti í því samhengi á gildi áfangasigra og málamiðlana. Meðal samfélagsmála sem Guðni snerti á var heilbrigðisþjónustan. Hann sagði að alltaf væri hægt að gera betur á einhverjum sviðum og að hag margra þyrfti að bæta. „Fólk á Íslandi á ekki að þurfa að líða sáran skort. Góða heilbrigðisþjón- ustu má gera enn betri og tryggja ber að landsmenn njóti hennar jafnt, óháð búsetu eða efnahag,“ sagði Guðni. Þá ræddi hann umhverfismál og sagði að íslenska náttúru bæri að nýta á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Það væri vandasamt en við sem nú göngum um landið ættum að skila því til næstu kynslóða þannig að þær fengju notið gæða þess og gagna jafn vel og við. Vonbjört framtíð á nýrri öld Lokaorð innsetningarræðunnar báru með sér jákvæðan tón þar sem Guðni áréttaði meðal annars mik- ilvægi fjölbreytileikans. „Góðir Ís- lendingar. Við þurfum ekki að vera vera tortryggin eða óttaslegin um hag okkar á nýrri höld, hún er von- björt og full af fyrirheitum. Vissu- lega geta ógnir leynst víða. Það sanna dæmin, því miður. Vissulega er gott að vera á varðbergi og hart þarf að mæta hörðu þegar nauðsyn krefur. En trú á hið góða verðum við að varðveita,“ sagði hann. „Ég endurtek að lokum þá ósk mína að við stöndum saman um fjöl- breytni og frelsi, samhjálp og jafn- rétti, virðingu fyrir lögum og rétti. Stöndum saman um þessi grunn- gildi góðs samfélags, vongóð og full sjálfstrausts. Megi sú verða gæfa okkar um alla framtíð,“ voru loka- orð Guðna Th. Jóhannessonar for- seta Íslands. kgk Fjölbreytileiki og frelsi áberandi í ræðu nýs forseta

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.