Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 23 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Vörur og þjónusta Skeljungs á Snæfellsnesi Þú færð hágæða smurolíur frá Shell og aðrar bílavörur frá Skeljungi hjá Vélsmiðju Grundarfjarðar og í Söluskála ÓK við bensínstöð Orkunnar í Ólafsvík. Birgir Tryggvason sér um allar olíuafgreiðslur á Snæfellsnesi. Vélsmiðja Grundarfjarðar ehf. Ártúni 1, 350 Grundarfirði - sími 499 1234. Söluskáli ÓK, Ólafsbraut 27, 355 Ólafsvík - sími 436 1012. Olíuafgreiðsla: Birgir Tryggvason - sími 862 4369. www.skeljungur.is Upphaf skólastarfs FSN haustönn 2016 Stundatöfluafhending/-birting verður 17. ágúst kl. 11:00 – 12:30. Skólasetning og fyrsti kennsludagur á haustönn 2016 er fimmtudagurinn 18. ágúst kl. 8:30. Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundatöflu. Nýnemar fá sérstaka kynningu á helstu þáttum skólastarfsins þennan fyrsta skóladag. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans, www.fsn.is. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er á Facebook. Skólameistari SK ES SU H O R N 2 01 6 Skólabyrjun í Menntaskóla Borgarfjarðar Nýnemar mæta 17. ágúst kl. 09:00 og fá þá stundatöflur afhentar og fleiri upplýsingar varðandi skólastarfið. Dagurinn hefst með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema innI á Innu sama dag. Kennsla hefst miðvikudaginn 18. ágúst samkvæmt stundatöflu. SK ES SU H O R N 2 01 6 Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá Vestlendingum að sumarið hefur ver- ið gott veðurfarslega séð. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í landshlutann og íbúar hafa margir hverjir nýtt veðrið til ýmissa útiverka, svo sem viðhalds- og garðvinnu. Það hefur því verið nóg að gera í verslunum á borð við Húsa- smiðjunni í Borgarnesi. „Það er búin að vera gríðarlega mikil sveifla hérna í sumar, sumarið er búið að vera al- veg svakalega gott. Hér hefur verið full búð alla daga, sem ég tengi við að sumarið hefur verið mjög gott hér á Vesturlandi. Veðráttan hefur verið með afbrigðum góð miðað við síð- ustu sumur,“ segir Gauti Sigurgeirs- son rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Borgarnesi. Uppganginn segir hann fyrst og fremst skapast af því að mikil uppbygging er á svæðinu í ferðaþjón- ustu, enda sé verið að byggja nokk- ur hótel á svæðinu. „Svo bætist við þörf á viðhaldi og stækkun, sérstak- lega í sumarhúsabyggðunum hérna. Það hefur verið gríðarlega mikil sala til einstaklinga sem eru í viðhaldi, stækkunum og nýbyggingum í sum- arhúsunum.“ Hann er þó handviss að uppgangurinn sé ekki einungis vegna betra veðurs. „Kaupmátturinn er klárlega meiri, það er engin laun- ung. Hlutir eins og viðhald og end- urnýjun hafa verið á ís undanfarin ár en núna hefur fólk greinilega meira á milli handanna til að framkvæma.“ Sumarfuglarnir fljúga heim Gauti segist sjá töluverðan mun milli ára og að mun meira hafi verið að gera í versluninni í ár en í fyrrasum- ar. „Það er bæði meiri sala í bygg- ingarefnum, sem er auðvitað stoð- in í sölunni í versluninni. Svo hef- ur verið nóg að gera í viðlegubún- aði, garðhúsgögnum og fleiru. Það er meiri sala í því en í fyrra. Fólk hef- ur verið að fara mikið í útilegur hér á Vesturlandi út af veðrinu, sem hefur staðið vel með okkur í sumar,“ seg- ir hann. Nóg vöruúrval hefur ver- ið í Húsasmiðjunni í Borgarnesi það sem af er sumri en Gauti segir að nú sé lítið eftir af sumartengdum varn- ingi í búðinni. „Núna undir verslun- armannahelgina lentum við í því að við erum búin að selja upp í mörg- um flokkum, eins og í viðlegubún- aði, garðhúsgögnum og sláttuvél- um. Þessi árstíðabundni varning- ur er bara uppseldur hjá mér núna.“ Hann segist þó ekki eiga von á nýjum sendingum af sumarvarningi enda sé haustið að taka við. „Þá förum við að leggja áherslu á aðra hluti. Við erum til dæmis núna að fylla hillur af varn- ingi sem tengist berjatínslu. Ég hef orðið var við að fólk er að klára frí- in sín eftir verslunarmannahelg- ina og þá fer salan hraðminnkandi í sumarfrísgeiranum. Færri eru í fram- kvæmdum og fólk nýtir þessa síð- ustu sumardaga frekar í að njóta en að framkvæma. Sumartímabilið tek- ur enda núna um miðjan ágúst, þeg- ar skólarnir byrja. Þá breytist strúkt- úrinn á þessu og sumarfuglarnir, eins og við köllum þá, fljúga heim eins og farfuglarnir,“ segir hann. „Það sem tekur við núna er að fylla á og halda áfram að þjónusta Vesturlandið eins best og við getum. Seinni hlutann í ágúst munum við gefa út nýtt blað og halda áfram að halda upp á sex- tíu ára afmæli Húsasmiðjunnar og þá setjum við í nýjan gír, höldum áfram að bjóða fólki góða þjónustu og gott verð.“ grþ Mikil uppsveifla í Húsasmiðjunni í Borgarnesi Gauti Sigurgeirsson rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Borgarnesi. Á dögunum var Reykhólakirkju af- hentur veggskjöldur með upplýs- ingum um listamanninn Wilhelm E. Beckmann, sem skar út skírnar- font kirkjunnar. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur veitti skildinum viðtöku úr hendi Jóns Þórs Þórhallssonar, stjórnarfor- manns Stofnunar Wilhelms Beck- mann. Hlutverk þeirrar stofnun- ar er að kynna listsköpum Beck- manns og listamanninn sjálfan sem á verk í ellefu kirkjum víðs vegar um landið, þar á meðal skírnarfont í Ólafsvíkurkirkju. Margir sækja Reykhólakirkju heim og því án efa fengur í upplýsingum um helgi- gripina þar. Auk skjaldarins liggja frammi í kirkjunni bæklingar með upplýsingum um listamanninn á þremur tungumálum. Wilhelm Beckmann var íslensk- ur listamaður af þýsku bergi brot- inn. Hann fæddist í Hamborg árið 1909 og lauk námi í myndhöggi og útskurði árið 1927 og starfaði sem listamaður í Þýskalandi fyrstu árin eftir nám. Hann var virkur í starfi þýska jafnaðarmannaflokks- ins og flúði land eftir að nasistar náðu völdum. Hann fór fyrst til Kaupmannahafnar og kom þaðan til Íslands árið 1935, án atvinnu og átti sér hvergi höfði að halla. Hann sneri aldrei aftur til Þýskalands heldur iðkaði list sína hérlendis. Hann kvæntist Valdísi Einarsdótt- ur árið 1940 og eignuðust þau tvö börn og varð íslenskur ríkisborg- ari árið 1946. Wilhelm Beckmann lést í Reykjavík árið 1965 eftir löng veikindi. kgk Veggskjöldur gefinn Reykhólakirkju Sr. Hildur Björk Hörpudóttir veitti skildinum viðtöku úr hendi Jóns Þórs Þórhallssonar, stjórnarformanns Stofnunar Wilhelms Beckmann. Fyrir framan þau er skírnarfontur Beckmanns í Reykhólakirkju. Ljósm. Pétur Steinn Gíslason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.