Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 29 Nýverið urðu mannabreytingar í Húsasmiðjunni á Akranesi. Auglýst var eftir nýjum rekstrarstjóra fyrr í sumar og hefur Brynjólfur Jón Her- mannsson nú verið ráðinn í starfið. Blaðamaður Skessuhorns leit við á skrifstofunni hjá Brynjólfi sem hóf störf í síðustu viku og líst vel á. „Þetta er mjög spennandi. Mér hefur verið tekið mjög vel og ég er mjög ánægður. Hér er gott starfs- fólk,“ segir hann en alls starfa átta manns í versluninni. Brynjólfur er fæddur í Bolungarvík og hefur alið manninn meiri hluta ævinnar í höf- uðborginni. Hann hefur þó góða tengingu við landshlutann og býr á Galtarlæk II í Hvalfjarðarsveit. „Ég er fóstursonur Guðmundar Andr- éssonar, sem er elsti sonur Guð- bjargar Guðmundsdóttur og Sæ- mundar á Galtarlæk. Ég flyt svo hingað ásamt eiginkonu minni og þremur börnum árið 2013,“ segir hann. Það má því segja að Brynjólf- ur hafi flutt á heimaslóðir enda var hann alltaf í sveit á Galtarlæk sem barn. Er tölvunar- og búfræðingur Brynjólfur er lærður tölvunarfræð- ingur en áður en hann menntaði sig í þeim geiranum var hann á sjó og rak járnabindingarfyrirtæki. Þá er hann einnig búfræðingur að mennt. „Ég lauk barnaskólanum í Reykjavík en fór ekki í framhaldsskóla eftir það, heldur beint inn í Bændaskólann og lauk þaðan búfræðinámi. Ég hafði hug á því að gerast bóndi og starf- aði um tíma sem afleysingabóndi í Efsta - Dal á Suðurlandi og sem fjósamaður. Eftir það fer ég á sjó- inn og í járnabindingarnar,“ útskýrir hann. Brynjólfur segist þó hafa orð- ið slæmur í skrokknum eftir járna- bindingarnar og því lokaði hann fyr- irtæki sínu eftir tíu ára rekstur. Það- an fór hann aftur í nám. „Ég kláraði stúdentinn frá frumgreinadeild Há- skólans í Reykjavík og fór í tölvunar- fræðina þar. Ég lauk því námi 2014 en þá vorum við flutt hingað upp eft- ir. Það er lítið um hugbúnaðarfyrir- tæki hérna á svæðinu og mig langaði ekki að keyra í bæinn, enda erum við með börn á grunnskólaaldri.“ Kórdrengur með græna fingur Eftir að Brynjólfur lauk náminu við Háskólann í Reykjavík segir hann að það hafi dottið upp í hendurnar á sér að sjá um timbursöluna í Húsasmiðj- unni í Borgarnesi. „Ég var þar í þrjú ár. Það hefur greinilega gengið það vel með hana að þegar ég sæki um rekstrarstjórastöðuna hér, þá fæ ég hana,“ segir hann léttur í bragði. Að- spurður um hvort breytingar verði á rekstri Húsasmiðjunnar á kom- andi misserum segir hann svo ekki vera, enda sé nýverið búið að breyta rekstrinum þegar verslunin Blóma- val var tekin út. „ Markmið mitt er að gera þetta að eftirsóknarverðri versl- un fyrir fólk í heimabyggð og iðn- aðarmenn og veita þeim framúrskar- andi þjónustu. Ef mér, ásamt mínu starfsfólki, tekst að skapa stemningu þar sem fólki líður vel og lítur við í kaffi og hittir nágranna þá verð ég yfir mig ánægður.“ Aðspurður um áhugamálin segist Brynjólfur hafa gaman af söng og er hann einn af stofnendum Drengja- kórs íslenska lýðveldisins, þar sem hann syngur enn. „Þetta eru félagar sem eru í kórum víðsvegar en við vildum syngja meira og flytja öðru- vísi tónlist. Við hittumst einu sinni í viku og syngjum dægurlög í bland við gamla standara. Það eru mikl- ir grínistar innan um og við leyf- um þeim að láta ljós sitt skína,“ seg- ir hann. Þess má geta að kórinn kom einmitt fram á Ólafsdalshátíð um liðna helgi. Brynjólfur hefur þó ekki einungis gaman af söng og nýtir sinn frítíma einnig í garðinum heima á Galtarlæk. „Ég er með græna fingur og róta mikið í beðunum heima. Ég hef mikið dálæti á náttúrunni í Hval- firði og elska að horfa yfir fjörðinn. Ég tel það vera forréttindi að búa þar,“ segir rekstrarstjórinn að lok- um. grþ Nýr rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Akranesi Brynjólfur Jón Hermannsson er nýr rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Akranesi. Pennagrein Pennagrein Á næstunni fer fram forval Vg í Norðvesturkjördæmi. Ég hef gef- ið kost á mér í forystu hreyfingar- innar í kjördæminu. Undanfarin ár hef ég verið varaþingmaður Vg. Af hverju gef ég kost á mér og hver er mín sýn á verkefnin? Að hafa alist upp í litlu sjávar- þorpi, tekið þátt í samfélaginu frá mörgum hliðum og að vera að ala upp börn á sama stað hefur mótað mig og mínar skoðanir til stjórn- mála og ekki síst til stöðu lands- byggðarinnar. Endalaus varnar- barátta um möguleika á þjónustu og uppbyggingu er slítandi fyrir þá sem í því standa og íbúa sam- félaganna. Íbúum fækkar, þjónusta minnkar, laun lækka (að meðaltali) og það sem verst er: sjálfsmynd íbúanna gagnvart samfélaginu lækkar, eðlilega. Snúum þessu við. Finnum leiðir og leyfum svæðun- um að njóta sinna styrkleika og efla sín sterku sérkenni. Það á að vera góður valkostur fyrir ungt fólk að setjast að á landsbyggðinni. Undanfarin ár hafa einkennst af átökum og óvæginni pólitík sem fælir almenning frá því að taka þátt og minnkar traust á stjórnmál- um. Greinileg hagsmunagæsla og spilling hefur ekki aukið tiltrúna. Þessu þarf að breyta. Við þurf- um breytta nálgun. Fólk verður að fá aftur tiltrú á stjórnmálin og vera tilbúið að taka þátt, því hvort sem okkur líkar betur eða verr þá byggist okkar tilvera að miklu leyti á hvernig hér er haldið um hina pólitísku tauma. Til að svo geti orðið verða taum- arnir að liggja til fólksins og að fyrst og fremst verði þeirra hags- muna gætt. Öll þjónusta kostar peninga og því verðum við saman að fá meiri tekjur af okkar auðlind- um hvort heldur við erum að tala um raforkufram- leiðslu, sjávar- útveg eða ferða- þjónustu. Möguleikarnir eru miklir sem við höfum í okkar gjöfula og ótrú- lega fallega landi. Fólkið er dug- mikið og vill sínu samfélagi vel. Nálgumst verkefnin saman, ver- um kurteis, lausnamiðuð og leyf- um svæðum að vaxa. Það er bjart yfir, nýkjörinn for- seti gefur frá sér mildan tón um- burðarlyndis og sátta. Flykkjumst saman á þann góða vagn, það mun gagnast okkur vel. Ég hvet alla áhugasama að taka þátt í forvali Vg í Norðvestukjör- dæmi og hafa áhrif. Bestu kveðjur, Lárus Ástmar Hannesson, Stykk- ishólmi. Breytt nálgun Framsóknarþingmenn og fleiri telja nú að það bjargi efnahag heimil- anna að banna vísitölutengd lán. Fleira er vísitölutengt en lán, t.d. lífeyrisgreiðslur gamla fólksins. Ef svo hefði ekki verið í hruninu, þá hefði fjárhagslegur skellur þess fólks orðið mun verri en hann varð. Lausnin felst ekki í banni við vísitölutengingu lána eins og Fram- sóknarþingmenn halda. Niðurstaða þess verður aðeins að færri fjöl- skyldur geta fjárfest í mannsæm- andi íbúðarhúsnæði, vegna mun hærri vaxta og þá um leið þyngri greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Vandinn er ónýt mynt, sem þarf belti, axlabönd og bleyju sér til halds og trausts í formi gjaldeyrishafta og annarra varúðar- tækja Seðlabank- ans, sem og lang- varandi efnahagslegri óstjórn. Betra væri að hér væri nothæf al- þjóðleg mynt fyrir allan almenning, mynt eins og formaður Framsókn- arflokksins geymdi sínar eignir í og hafði sínar tekjur af á Tortola, laus frá vandamálum krónunnar. Það myndi leiða til lægri vaxta og bættrar afkomu almennings og fyrirtækja en er ekki „hokus pokus“ lausn byggð á pólitískri tækifæris- mennsku. Borgarnesi, 8. ágúst 2016 Guðsteinn Einarsson Sjálfsblekking Framsóknarþingmanna! Pennagrein Um verslunarmannahelgina fór fram Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi og voru það UMSB og aðildarfélög þess ásamt Borg- arbyggð sem voru mótshaldarar. Talsverður undirbúningur er á bak- við viðburð af þessari stærðargráðu þar sem tæplega 1500 keppend- ur mæta til leiks og 10-15 þúsund gestir heimsækja Borgarbyggð á einni helgi. Frá byrjun árs 2016 hef- ur verið starfandi Unglingalands- mótsnefnd sem skipuð er fulltrú- um úr stjórn UMSB, stjórn UMFÍ ásamt starfsmönnum og íbúum Borgarbyggðar. Hlutverk nefndar- innar er að undirbúa og skipuleggja viðburðinn og sjá til þess að keppn- isgreinar, afþreying og allur aðbún- aður sé eins og best verður á kos- ið. Einnig hafa starfsmenn áhalda- húss Borgarbyggðar og nemendur vinnuskólans unnið frábært starf í sumar við að koma bænum í „spari- fötin“ og getum við öll verið stolt af bænum okkar sem heillaði gesti alla helgina. Mótið hófst á fimmtudegi með keppni í golfi og körfubolta, þegar leið á helgina bættust fleiri grein- ar við en alls var keppt í 14 grein- um frá fimmtudegi til sunnudags. Tókst mótahaldið mjög vel og voru margir að bæta árangur sinn veru- lega. Sett voru tvö Íslandsmet í frjálsum, í hástökki stúlkna 13 ára og í boðhlaupi stúlkna 16-17 ára. Fjöldi landsmótsmeta var sleginn og ungur kylfingur náði drauma- högginu og fór holu í höggi á 14. braut á Hamarsvelli. Fjölbreytt afþreying var fyrir alla aldurshópa frá fimmtudegi fram á sunnudagskvöld og má þar m.a. nefna kvöldvökur öll kvöldin þar sem fram komu nokkrir af vinsæl- ustu tónlistarmönnum Íslands í dag, en þar má t.d. nefna; Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Dikta, Amabadama o.fl. Hoppukastalar voru bæði á tjaldstæðinu og í Skallagrímsgarði, boðið var upp á kennslu í „street“ fótbolta, fótboltakeppni var fyrir yngstu gestina, kvikmyndasýning- ar, andlitsmálning o.fl. En það var almennt mikil ánægja gesta með fjölbreytt úrval afþreyingar fyrir alla aldurshópa og fengu mótshald- arar almennt mikið hrós fyrir. Umgengni gesta var til fyrir- myndar og þó veðrið hafi verið gott frá fyrsta degi mótsins þá batnaði það með hverjum deginum sem leið og á sunnudeginum var kom- ið glampandi sólskin, logn og bros á hverju andliti. Mótið tókst einfaldlega frábær- lega og er það ekki síst að þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem stóðu vaktina með sóma, íbú- um Borgarbyggðar sem tóku á móti gestum með brosi á vör og öllum þeim keppendum og gestum sem tóku þátt í mótinu og þeirri afþrey- ingu sem var í boði. Takk fyrir hjálpina íbúar Borgar- byggðar og sjálfboðaliðar, og takk fyrir komuna góðir gestir og kepp- endur! Sjáumst á næsta Unglingalands- móti í Fljótsdalshéraði 2017! F.h. Stjórnar UMSB Pálmi Blængsson framkvæmda- stjóri UMSB Kveðja frá stjórn UMSB - Takk fyrir okkur!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.