Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 25 Nýjar haustvörur streyma inn Foreldrar eru bestir í for vö rn um . Forvarnarhópur Borgarbyggðar Saman í sundi, saman í tjaldi, saman að ganga, saman að grilla, saman að veiða, saman að spila, saman að syngja, saman í sportinu, saman á hestbaki. Samver a foreldra og ung linga er besta forvörnin S K E S S U H O R N 2 01 3 NORÐURÁLSVÖLLUR Allir á völlinn ÍA-Víkingur Ó. Mánudaginn 15. ágúst kl. 18:00 Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er: S K E S S U H O R N 2 01 6 PEPSIDEILD KARLA: Okkar kæri Bjarni Vilmundarson Mófellsstöðum í Skorradal lést 1. ágúst síðastliðinn. Útför hans verður gerð frá Reykholtskirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 14:00. Jarðsett verður í Hvanneyrarkirkjugarði. Karólína Sif Ísleifsdóttir Kristján Ottó Hreiðarsson og aðstandendur. Ólafsdalshátíð var haldin níunda sinni laugardaginn 6. ágúst síðastiðinn í Ólafsdal við Gilsfjörð. Að sögn Rögn- valdar Guðmundssonar, formanns Ólafsdalsfélagsins, sóttu um 500 gest- ir Ólafsdal heim á meðan hátíðinni stóð. „Mæting var með mesta móti og veðrið lék við okkur allan tím- ann,“ segir Rögnvaldur og bætir því við að töluvert margt fólk hafi ákveð- ið að dvelja í Ólafsdal um tíma. Hann segir að dagskráin hafi mælst vel fyr- ir meðal gesta. Ómar Ragnarsson hafi vakið lukku og ekki síður Lína Lang- sokkur, leikin af Ágústu Evu Erlends- dóttur. „Lína var mjög öflug. Söng fyrir krakkana og lék síðan við þá. Þá tók hún sig til og lyfti nokkrum körl- um sem eru vel yfir hundrað kílóin og hélt þeim í bóndabeygju,“ segir Rögnvaldur, en Lína er sem kunnugt er sterkasta stelpa í heimi. „Rútuferðin með Soffíu II kring- um Gilsfjörð, þar sem Sveinn Ragn- arsson á Svarfhóli var leiðsögumað- ur, sló í gegn. Farin var ein ferð með fulla rútu um morguninn og síð- an auka ferð með starfsfólk síðar um daginn,“ segir Rögnvaldur. „Sú sem gerði upp rútuna, Elínborg Kristins- dóttir, ólst einmitt upp í Ólafsdal að hluta, þó rútan hafi upphaflega ver- ið smíðuð í Reykholti í Borgarfirði,“ segir hann. „En þetta gekk allt sam- an alveg ljómandi vel og hátíðin var mjög vel heppnuð í alla staði,“ segir Rögnvaldur að lokum. kgk/ Ljósm. Steinþór Logi Arnarsson. Mjög vel heppnuð Ólafsdalshátíð Ómar Ragnarsson fór með gamanmál. Soffía II í tröðinni heima við skólahúsið í Ólafsdal. Lína Langsokkur skemmti börnum á milli þess sem hún hélt fullorðnum karlmönnum í bóndabeygju. Á markaðnum var meðal annars lífrænt ræktað grænmæti úr matjurtagarðinum í Ólafsdal. Hestar teymdir undir börnum. Mæting var með mesta móti, en um 500 gestir sóttu Ólafsdal heim á meðan hátíðinni stóð. Skemmtiatriðin mældust vel fyrir meðal gesta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.