Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201626 Þroskaþjálfa á Garðaseli Dag ur í lífi... Nafn: Helena Más- dóttir. Starfsheiti/fyrirtæki: Þroskaþjálfi á leik- skólanum Garðaseli á Akranesi. Fjölskylduhagir/bú- seta: Bý á Akranesi og er í sambúð. Ég á tvö börn; Arnfinnur Sölvi Ársælsson er tveggja ára og Lilja Fanney Ár- sælsdóttir er sex ára. Áhugamál: Samvera með fjölskyldu og vin- um. Við fjölskyldan förum mjög mikið í sund. Mér þykir gaman að ferðast bæði innan- lands og utan. Ég spila á fiðlu og hef mikinn áhuga á tónlist. Vinnudagurinn: Mánudagur- inn 8. ágúst. Mætt til vinnu og fyrstu verk? Mæti í vinnu kl. 08:00, stimpla mig inn, fer inn á deild og tek á móti börnunum sem eru að koma í leikskólann eft- ir sumarfrí. Klukkan 9? Þá er ég að klára vinnustund með börnum sem hafa einhver frávik í þroska, hegðun eða líðan. Í henni fer fram þjálfun í fínhreyfingum, grófhreyfingum, vitsmuna- þroska og málörvun meðal annars (svo fer ég í kaffi). Klukkan 14? Fór í gönguferð með börnum og kennurum af elstu deildinni með viðkomu í garðinum hjá einum kennara og á gervigrasinu hjá Grunda- skóla á bakaleiðinni. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Enduðum daginn úti í sólinni. Fastir liðir alla daga? Vinnu- stundir, útivera, hópastarf. Var dagurinn hefðbundinn? Já og nei. Þetta var fyrsti dagurinn eftir sumarfrí svo börnin eru að tínast inn og dagurinn því að- eins frjálslegri en venjulega. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Í ágúst 2015. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Já, ég held það. Ég sé það allaveganna fyrir mér að ég eigi alltaf eftir að vinna með börn- um því börn eru yndisleg og gefa svo mikið af sér. Það kem- ur svo í ljós hvort ég eigi eftir að fara í frekara nám – en áhuga- sviðið mitt liggur hér. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, alltaf. Hagvísir 2016, skýrsla sem Vífill Karlsson vann fyrir Samtök sveitar- félaga á Vesturlandi um ástand vega í landshlutanum, var lögð fram á fundi bæjarráðs Akraneskaupstað- ar fimmtudaginn 28. júlí síðast- liðinn. Þar kemur meðal annars fram að fjárveiting til Vesturlands- vegar nemur um helmingi af þeim peningum sem varið hefur verið í Reykjanesbraut á tíu ára tímabili, frá 2005 til 2014. „Bæjarráð Akraness skorar á sam- gönguyfirvöld að forgangsraða fjár- veitingum í þágu umferðaröryggis og hefja nú þegar breikkun á Vest- urlandsvegi,“ segir í bókun bæjar- ráðs. Í gildandi Samgönguáætlun er gert ráð fyrir að breikkun Vest- urlandsvegar geti hafist á árunum 2019 til 2022. Bæjarráð vísar í tölur frá Vega- gerðinni sem sýna 21% aukningu umferðar um Hvalfjarðargöng á fyrstu fimm mánuðum ársins mið- að við sama tíma í fyrra. Þá fóru um átta þúsund bílar í gegnum göng- in á hverjum degi í júní síðastliðn- um. Telur bæjarráð að sú mikla fjölgun ferðamanna sem sést hefur á Íslandi undanfarin ár geri vega- bætur að einu brýnasta samfélags- verkefni samtímas. Því sé brýnt að flýta breikkun Vesturlandsvegar. „Að mati bæjarráðs á Akranesi er verkefnið svo brýnt að flýta verð- ur framkvæmdum eins og kost- ur er. Það er með öllu óviðunandi að árið 2016 sé enn verið að keyra einbreiðan Vesturlandsveg og að sú verði raunin næsta áratug eða svo,“ segir í bókuninni. Áskorun bæjarráðs hefur ver- ið send innanríkisráðherra, Vega- gerðinni og Samgöngustofu auk þingmanna Norðvesturkjördæm- is, að því er kemur fram á vefsíðu sveitarfélagsins. kgk Vilja flýta breikkun Vesturlandsvegar Gunnar Guðnason sendi ritstjórn línu þar sem hann biður fyrir kveðju til Gunnars Gauta Gunnarssonar dýralæknis í Borgarnesi og bestu þakkir fyrir skemmtilega gönguferð á fjallið Baulu í einmunablíðu 28. júlí síðastliðinn. „Þegar á tindinn kom dró nafni minn upp Skessu- hornið og las til að öðlast hinn sanna innri frið,“ skrifar Gunnar Guðnason sem segir dýralækninn mikinn aðdánda blaðsins. Hann bætti svo við meðfylgjandi vísu: Stökk á Baulu stundarkorn, stórgrýtt var og friður. Í skýjum leit ég Skessuhorn og skellti mér svo niður. (GG) Stund milli stríða hjá dýralækninum Á meðan aðrir nutu veðurblíð- unnar úti við á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelg- ina var háð hörð og jöfn barátta í skotfimi í húsakynnum SkotVest í Brákarey. Byrjað var á að keppa í loftskammbyssugreinum og mætti einn keppandi í hana, hún Ríta Rún Kristjánsdóttir og keppti hún fyrir UMSB. Lauk hún keppni með 290 stigum. Einnig var keppt í 22.cal riffl- um og voru tveir keppendur jafnir að stigum, eða 243 stig, þau Róbert Khordchai Angeluson (HSK) og Fríða Ísabel Friðriksdóttir (UMSS). Fyrsta sætið hlaut Ríta Rún Krist- jánsdóttir (UMSB) með 244 stig. Aðspurður var Þórður Sigurðsson sérgreinastjóri ánægður með ár- angur keppendanna og fannst heilt yfir krakkarnir vera að skjóta mjög vel miðað við að flestir keppenda höfðu aldrei skotið úr byssu áður. afe Jöfn og spennandi keppni í skotfimi á landsmóti Á fundi stjórnar Samtaka sjávarút- vegssveitarfélaga sem haldinn var 4. ágúst síðastliðinn var rætt um for- kaupsrétt sveitarfélaga á aflaheim- ildum og sölu aflaheimilda frá Þor- lákshöfn. Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða: „Stjórn sam- taka sjávarútvegssveitarfélaga legg- ur áherslu á að sveitarfélög hafi skýr- an forkaupsrétt þegar skip með afla- heimildum, aflaheimildir, eða hlutir í lögaðila sem á skip með aflaheim- ildum eru seld til aðila með heimilis- festi í öðru sveitarfélagi. Ljóst er að núgildandi lagaákvæði veita sveitar- félögum litla vörn þegar aflaheimild- ir eru seldar úr viðkomandi sveitar- félagi.“ Þá segir að í ljósi fregna um að um 28% aflaheimilda hafi verið seld- ar úr sveitarfélaginu Ölfusi, án þess að sveitarfélaginu hafi verið boðinn forkaupsréttur, skorar stjórn samtak- anna á sjávarútvegsráðherra og Al- þingi að breyta ákvæðum laga um stjórn fiskveiða hið fyrsta og tryggja sveitarfélögum raunverulegan for- kaupsrétt. „Stjórn vill auk þess benda á það sjónarmið að forkaupsrétt- ur hljóti að vera neyðarúrræði þeg- ar miklir samfélags- og atvinnuhags- munir eru í húfi, og megi ekki draga um of úr sóknarmöguleikum útgerða og byggðarlaga sem vilja sækja afla- heimildir og byggja upp útgerð á til- teknum stað. Slíkt myndi festa nú- verandi staðsetningu aflaheimilda í sessi. Byggðarlög með útgerð í vexti, þurfa að hafa möguleika til vaxtar.“ Þá vekur stjórn samtakanna at- hygli á hugmyndum Byggðastofnun- ar um að svæðisbinda hluta aflaheim- ilda og með þeim hætti verja hags- muni sjávarbyggða. „Stjórnin harm- ar jafnframt þá skerðingu á byggða- kvóta fyrir komandi fiskveiðiár sem boðuð hefur verið og telur að hún komi harðast niður hjá þeim sveit- arfélögum sem nú þegar eiga undir högg að sækja.“ mm Árétta mikilvægi forkaupsréttar sveitarfélaga að aflaheimildum Þorlákshöfn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.