Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201622 Byggðarráði Borgarbyggðar barst erindi frá Trausta Eiríkssyni í Lækj- arkoti á dögunum. Erindið varðaði tafir skipulags- og byggingarfull- trúa sveitarfélagsins á endurnýj- un á rekstrarleyfi fyrir gistiheim- ilið Lækjarkot Rooms and Cotta- ges, sem er í eigu Trausta. Í rekstr- arleyfinu sem skipulags- og bygg- ingarfulltrúi gaf út eru fyrirvarar um að Trausti afhendi aftur teikn- ingar af herbergjum gistiheim- ilsins og vill sveitarfélagið aftur- kalla leyfið ef þær teikningar skila sér ekki á ný. Trausti er óánægður með vinnubrögð sveitarfélagsins. „Fyrirvararnir sem settir eru fram eru ástæðulausir með öllu. Það er enginn fótur fyrir þessum fyrirvör- um,“ segir Trausti. Nú segir Trausti að sveitarfé- lagið hafi kostað sig töluverða fjár- muni. „Ég tel að sveitarfélagið hafi í hugsunarleysi sínu kostað mig um 12 milljónir króna. Ég segi í hugs- unarleysi því ég tel að það sé eng- inn að reyna að klekkja á mér vís- vitandi, heldur virðast menn bara ekki vera að hugsa. Í fyrsta skipt- ið sem ég sótti um rekstrarleyfi tók það um tvö ár að fá það í gegn. Nú var ég að sækja um endurnýjun og það tók fjóra mánuði að ganga frá því. Ef allt væri eðlilegt tæki þetta ferli tvær til þrjár vikur. Það er gríðarlega blóðugt að verða fyrir þessu, maður er að reyna að reka fyrirtæki og svona hlutir hafa ekki góð áhrif. Við erum að selja gist- ingu í gegnum erlenda söluaðila og þegar við getum ekki sýnt fram á fullgilt rekstrarleyfi vilja söluað- ilarnir ekki starfa með okkur,“ seg- ir hann. Trausti sendi Borgarbyggð reikning með erindi sínu til sveit- arstjórnar sem hljóðaði upp á rúm- ar sjö milljónir króna. Hann seg- ist ekki vilja koma af stað illindum milli sín og sveitarfélagsins. „Ég vil ekki koma af stað einhverjum deilum, ég sendi þennan reikning fyrst og fremst í því skyni að ýta við sveitarfélaginu og sýna stjórn- endum þar hvernig staðan væri. Við vildum sýna hvað svona seina- gangur kostar okkur. Við viljum líka reyna að koma sveitarfélaginu í skilning um það að því meiri tjóni sem það veldur okkur því minni peningur kemur inn í sveitarfé- lagið. Þetta eru óboðleg vinnu- brögð. Ég er loksins kominn með endurnýjun á rekstrarleyfi á gisti- heimilið en sveitarfélagið setti þau skilyrði að við myndum skila aftur inn teikningum af herbergjunum en þau voru byggð fyrir nokkrum árum og núna er bara um endur- nýjun á rekstrarleyfi að ræða. Við munum skila þessum teikningum, þó svo ég skilji ekki alveg ástæð- una því hingað hafa komið aðilar frá slökkviliðinu, heilbrigðiseftir- liti og vinnueftirlitinu og tekið allt út án athugasemda. Óánægður með hug- myndir um skotbraut Trausti segist vera svekktur með það að sveitarfélagið skuli vera að vinna að því að koma upp skotæf- ingasvæði nálægt gistiheimili hans. „Á meðan ég beið eftir því að fá endurnýjun á rekstrarleyfið á gisti- heimilið mitt var sveitarstjórn að vinna í því að koma í gegn að búin yrði til skotbraut rétt hjá gisti- heimilinu mínu. Það hafa fjölmarg- ir einstaklingar og samtök sett sig upp á móti þeirri aðgerð og einnig hefur verið haldinn íbúafundur um málið. Flestir virðast vera sammála um að svæðið eigi ekki að vera svona nálægt byggð og á þessu fal- lega og góða útivistarlandi. Þessi skotbraut getur haft töluverð nei- kvæð áhrif á reksturinn minn. Það þarf ekki að gerast nema einu sinni að fólk vakni upp við skothvell til þess að það hafi áhrif. Umsagn- ir ferðamanna á netinu um það að þeir hafi vaknað upp við skothvell á gistiheimilinu er ekki beint góð auglýsing fyrir okkur. Erlendis eru svona skotbrautir og svæði langt frá mannabyggðum eða að það er byggt yfir þær hús. Ég efast stór- lega um að það verði gert hérna. Það eru um 70-80 manns sem tala fyrir þessari skotbraut og ég held að það væri best að fólk sameinist frekar Akranesi í þessum málum og reyni að byggja upp betri aðstöðu þar og nýta sér hana. Það er alls ekki langt að fara þangað til þess að stunda slíkt sport. Ég er einn- ig óánægður með að það standi til að búa til mótorkrossbraut hér í grenndinni. Ég kalla eftir skilningi sveitarstjórnar á starfsemi okkar,“ segir Trausti að endingu. Unnið eftir lögum og reglugerðum Gunnlaugur A Júlíusson sveitar- stjóri Borgarbyggðar segir að skipu- lags- og byggingafulltrúi Borgar- byggðar vinni eftir lögum og reglu- gerðum þegar kemur að svona mál- um. „Hvað varðar samskipti skipu- lags- og byggingafulltrúa Borgar- byggðar og Trausta Eiríkssonar f.h. Lækjarkots ehf. þá vinnur nefnd- ur starfsmaður eftir þeim lögum og reglugerðum sem skipulags- og byggingamál byggja á. Ef skipu- lags- og byggingafulltrúi hefur beð- ið um teikningar vegna endurnýjun- ar á rekstrarleyfi þá byggir sú beiðni á þeirri formfestu sem hafa verður við vinnslu og afgreiðslu mála sem þessara. Byggðarráð Borgarbyggð- ar hafnaði á fundi sínum þann 4. ágúst sl. greiðsluskyldu reiknings frá Lækjarkoti ehf upp á rúmar sjö milljónir króna í þessu sambandi,“ segir Gunnlaugur. Sveitarstjórinn telur að mótor- krossbraut muni ekki hafa áhrif á starfsemi Lækjarkots og bendir einnig á að reynt verði að draga úr þeirri truflun sem skotbrautin kunni að hafa. „Hvað hugmyndir um skot- braut og mótorkrossbraut varðar þá hefur Skotfélag Vesturlands sótt um leyfi til að setja upp skotæfinga- svæði norðan Borgarness. Í mál- flutningi félagsins hafa verið uppi fyrirætlanir um að setja upp skothús við enda brautarinnar til að draga úr hávaða ef skotæfingasvæðið verður sett þarna niður. Einnig er algengt að setja reglur um hvenær heimilt sé að nota skotbrautina ef möguleiki er á að notkun hennar valdi ónæði á vissum tímum svo sem að nætur- lagi. Hljóðmælingar fóru fram síð- astliðið vor á svæðinu en að öðru leyti hefur ekki verið tekin ákvörð- un um hver framvinda málsins verð- ur. Sama gildir um beiðni frá Mót- orsportfélagi Borgarfjarðar um að setja niður mótorkrossbraut norð- an Borgarness. Hún er reyndar í það mikilli fjarlægð frá Lækjarkoti að líklegt er að meira verði vart við umferðarnið frá þjóðveginum heim að Lækjarkoti en hávaða frá mótor- krossbrautinni ef hún yrði sett nið- ur á því svæði sem umsóknin bein- ist að. Umsóknin um brautina er í sömu stöðu og umsóknin um skot- svæðið. Hljóðmælingar fóru þar fram síðastliðið vor en að öðru leyti hefur afgreiðsla málsins verið í bið- stöðu,“ segir Gunnlaugur. bþb Óánægður með vinnubrögð Borgarbyggðar Trausti Eiríksson segir að seinagangur skipulags- og byggingafulltrúa Borgarbyggðar hafi kostað sig um tólf milljónir króna. Séð yfir gistirými Lækjarkots/ Ljósm. laekjarkot.is Mikill fjöldi strandveiðibáta er gerð- ur út frá Snæfellsnesi í sumar og myndast oft skemmtileg stemning í höfnunum þegar bátarnir koma að landi. Ferðamenn hafa komið að spjalla við trillukarlana og sýnt veiðunum mikinn áhuga. Hafa þeir fylgst með löndun og skoðað aflann, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd- um sem teknar voru í Ólafsvík. Aflabrögð jafnt sem tíðarfar hef- ur verið mjög gott í sumar og eru menn sáttir með árangurinn. Flest- um sem gera út strandveiðibáta finnst þó að þeir fái alltof fáa daga til veiðanna. Áætlað var að í gær, þriðjudag, lyki veiðunum á svæð- inu frá Snæfellsnesi og vestur um til Súðavíkur. af Strandveiðin hleypur lífi í bæjarfélögin Þröstur Albertsson á Stefaníu SH bíður eftir að röðin komi að sér að landa. Jóhannes Kristjánsson gerir út strand- veiðibátinn Krók SH. Hér heldur hann stoltur á einum þorski í stærra lagi. Laxi RE að landa og ferðamenn fylgjast vel með. Þegar margir koma að landi á sama tíma þarf jafnan að bíða eftir löndun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.