Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201618 Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi um versl- unarmannahelgina var einstaklega vel heppnað að sögn Evu Hlín- ar Alfreðsdóttur verkefnastjóra mótsins. „Við vorum heppin með veður þó að borgfirska golan hafi kannski farið aðeins of hratt yfir. En það var sól og þurrt sem skiptir mestu máli, fólk var í það minnsta ekki blautt,“ segir Eva Hlín en hún hafði lofað góðu veðri fyrir mót- ið. „Ég held að ég hafi alveg stað- ið við loforðið,“ segir hún og hlær. Mótið hófst á fimmtudeginum, 28. júlí, en formleg setning var á föstu- dagskvöldinu. Þá komu gestir sam- an við Skallagrímsvöll og þrátt fyr- ir smá kulda og golu var mjög góð stemning. Eftir að mótið var sett gengu félagar ungmennafélaganna á mótinu inn á völlinn við fögnuð áhorfenda. Þá var sýningarhlaup á vellinum þar sem spretthlaup- ararnir Ari Bragi Kárason, Kol- beinn Höður Gunnarsson, Dag- ur Andri Einarsson, Trausti Stef- ánsson og Patrekur Andrés Axels- son, sem er blindur og hljóp með fylgdarhlaupara, öttu kappi í 100 metra hlaupi. Þar hljóp Ari Bragi hraðasta hlaup Íslandssögunnar þegar hann hljóp á 10,38 sekúnd- um. Hlaupið var þó ekki gilt sem Íslandsmet því meðvindur var of mikill. Kolbeinn á því enn Íslands- metið sem hann setti á Akureyri helgina áður. Rútuakstur á móts- svæðið alla helgina Eftir setningarathöfnina söfnuðust gestir mótsins saman á tjaldstæð- inu og til að hlýja sér eftir kuldann en þá sló rafmagnið út á tjaldstæð- inu. „Það varð allt í einu svo mikil notkun á rafmagni á tjaldstæðinu að það toppaði notkunina í Borgarnesi. Það hafa sjálfsagt allir farið beint að kveikja á ofnum til að ná hita í kropp- inn og þar sem allir voru að koma upp á tjaldstæði á sama tíma var þetta of mikið álag í einu. En þetta leyst- ist allt og við biðluðum til fólks að takmarka notkun á rafmagni eftir fremsta megni og tóku allir vel í það. Þetta var samt rafmagnskerfi sem UMFÍ er með og hefur verið með á síðustu mótum svo það var alveg gert ráð fyrir töluvert mikilli notkun á rafmagni. Þetta hefur sjálfsagt verið því það voru allir að fara inn í tjöld á sama tíma,“ segir Eva Hlín. „En eft- ir þetta gekk allt smurt yfir helgina. Það eina sem kannski hefði mátt bet- ur fara voru bílastæðamál. Við vor- um með stórt stæði þegar fólk kemur inn í Borgarnes en það þarf að ganga smá spotta þaðan svo fólk notaði það ekki. Það var því töluvert um bíla um allan bæ. Það er samt bara þannig að við breytum ekki bænum okkar fyrir svona mót og það bara eru ekki fleiri stæði við íþróttasvæðið. Við reyndum að koma til móts við fólk með rút- um sem gengu á milli mótssvæðis og tjaldstæðis alla helgina og var fólk mjög ánægt með það. Rútuferðirnar gengu mjög hratt fyrir sig og marg- ir sem notuðu þær. Fyrir utan þetta tvennt, með rafmagnsleysið og bíla- stæðin, gekk mótið heilt yfir alveg ofboðslega vel. Auðvitað eru alltaf hlutir sem má gagnrýna og það er bara gott, við lærum af því öllu en al- mennt var fólk held ég mjög ánægt,“ bætir Eva Hlín við. Íslandsmet sett Tvö Íslandsmet voru sett á mótinu, annars vegar var það Eva María Baldursdóttir í HSH sem stökk 1,61 metra í hástökki 13 ára stúlkna og bætti þar með fyrra met um einn sentimetra. Þá setti sveit ÍBR Ís- landsmet í 4x100 metra boðhlaupi 16-17 ára stúlkna þegar þær hlupu brautina á 48,18 sekúndum. Í liðinu voru þær Dagbjört Lilja Magnús- dóttir, Tiana Ósk Whitworth, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Einnig sást frá- bær spilamennska á Hamarsvellin- um þegar Björn Viktor Viktorsson, kylfingur úr GL, náði holu í höggi. Að sögn Jóns Aðalsteins Bergsveins- sonar, kynningarfulltrúa UMFÍ, var mótið í heild alveg einstaklega vel heppnað og keppendur sem og aðrir gestir ánægðir. „Það sem mér finnst helst standa uppúr varðandi mótið sjálft var samstaða krakkanna alveg óháð liðum, þá sérstaklega í körfu- boltanum og frjálsum. Þarna sýndu krakkarnir mikla samstöðu sem var mjög gaman að sjá. Þeir sem ég hef heyrt í fannst öllum mjög gaman að koma á mótið og við erum mjög ánægð,“ segir Jón Aðalsteinn í sam- tali við Skessuhorn. Fjölskyldudagskráin heppnaðist vel Á milli þess sem keppendur öttu kappi í hinum ýmsu íþróttagrein- um var fjölbreytt afþreyingardagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna. „Fjöl- skyldudagskráin gekk öll mjög vel og voru gestir að ég held almennt mjög ánægðir með það sem var í boði. Við fengum konur frá „Andlitsmál- un - Brosum“ til vera með andlits- málun sem vakti mikla lukku með- al barnanna, enda miklar listakon- ur á ferð. Kvöldvökurnar voru vel sóttar, bæði af gestum á tjaldstæð- inu og öðrum gestum, sem var mjög ánægjulegt að sjá. Ég held að flestir hafi skemmt sér vel þar. Yngri systk- ini keppanda og aðrir gestir tíu ára eða yngri fengu líka að spreyta sig bæði í sundi og fótbolta. Það var þó ekki beint keppni heldur fengu all- ir viðurkenningar en þau fengu smá forsmekk af því sem koma skal ef þau skrá sig á landsmót þegar þau hafa aldur til,“ segir Eva Hlín. Í Englend- ingavík komu margir gestir saman og nutu þess að sóla sig í skjóli frá gol- unni. „Þar var fullt af fólki og krakk- arnir margir hverjir að vaða í sjónum og að hafa gaman. Svo kíktu margir á Bjössaróló og almennt var fólk dug- legt að taka þátt í því sem var í boði,“ bætir Eva Hlín við. Gengur stolt frá verkefninu Til að halda svona mót þarf margt fólk og flest er unnið í sjálfboða- starfi. Mönnun gekk ágætlega en þó hefðu fleiri hendur verið vel þegn- ar, að sögn Evu Hlínar. „Það mæddi mikið á sumum en við erum líka mjög þakklát þeim sem lögðu hönd á plóg. Það var eitthvað um forföll sjálfboðaliða þegar nær dró móti og á tímabili leit þetta ekki nógu vel út en þetta hafðist allt. Við hefðum al- veg þegið fleiri hendur en sem betur fer voru margir tilbúnir að bæta við sig endalaust af vöktum og marg- ir mjög liðlegir,“ segir Eva Hlín. „Heilt yfir erum við öll að ég held mjög ánægð með mótið og ég geng mjög stolt frá þessu verkefni. Ég er þakklát fyrir alla þá sem lögðu hönd á plóg og ég upplifði mikla gleði og jákvæð viðbrögð við mótinu,“ segir Eva Hlín að endingu. arg/ Ljósm. UMFÍ Vel heppnað Unglingalandsmót í Borgarnesi Þessar vösku stúlkur úr ÍBR slóu Íslandsmet í 4x100 metra boðhlaupi 16-17 ára stúlkna. Drónamynd sem tekin er yfir glæsilegan Skallagrímsvöllinn, Borgarnes og Hafnarfjall í baksýn. Ljósm. þa. Keppnin í motocrossi fór fram í Akrabraut, æfinga- og keppnissvæði VÍFA á Akranesi. Mikil einbeiting í lyftingum. Tilþrif í hástökki. Flott tilþrif í spjótkasti. Flottir taktar í sundi. Einnig var keppt í upplestri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.