Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201624 Listahátíðin Plan-B artfestival verður haldin í Borgarnesi fyrsta sinni helgina 12-14. ágúst næst- komandi. Hátíðin er fjölþjóðleg, en um 20 listamenn af sjö mismun- andi þjóðernum munu taka þátt í henni. Listamennirnir stunda fjöl- breytta list og verða til sýnis verk úr öllum miðlum nútíma-mynd- listar. Verkin spanna allt frá olíu- málverkum og innsetningum til vídeóverka. Hilmar Guðjónsson er einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Hann kvaðst fullur eftivænting- ar þegar blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til hans. „Ég er orð- inn spenntur, það er stutt í þetta,“ segir Hilmar. „Þegar maður er far- inn að sjá eitthvað gerast, búið að setja upp í rými og svona þá verður maður spenntur,“ bætir hann við. Aðspurður af hverju Borgarnes hafi orðið fyrir valinu segir Hilm- ar að allir skipuleggjenda hátíðar- innar hafi tengingu við Borgarnes eða Borgarfjörð, séu þar búsett- ir eða hafi búið þar. Sjálfur á hann rætur í Reykholtsdalnum. „Okkur þykir öllum vænt um sveitina og við sáum pláss og rými fyrir mynd- list og meiri lifandi listastarfsemi í bænum,“ segir hann. „Bærinn sjálfur er fallegur og þar er mik- ið af fallegum húsum. Við viljum bara virkja þessa tegund af menn- ingu í bænum því okkur finnst hell- ings pláss fyrir hana,“ bætir Hilm- ar við. Mörg af helstu kennileitum Borgarness verða nýtt sem sýning- arrými á meðan hátíðinni stendur. Verður meðal annars hægt að sjá vídeóverk og gjörninga á stöðum sem flestir hafa þjónað verslunar- mönnum í gegnum tíðina. Sýning- arstaðir verða Gamla mjólkursam- lagið, pakkhúsið í Englendingavík, pakkhúsið sem hýsir Landnáms- setur Íslands og Studio Mjólk sem áður var fjósið í Einarsnesi. Myndlist er fyrir alla Hilmar segir enn fremur ánægju- legt að geta fært samtímalist út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Því hefur oft verið haldið fram að samtímalist geti ekki dafnað nema á fjölmenn- um þéttbýlissvæðum en ég held að það sé bara mýta. Myndlist er fyr- ir alla,“ segir hann, „og það hefur sýnt sig á mörgum öðrum stöðum að svona hátíðir geta haft margt jákvætt í för með sér,“ bætir hann við og nefnir til dæmis Listahátíð unga fólksins á Seyðisfirði, Lunga. „Fleiri staðir hafa farið af stað með viðburði í alternatífum listgrein- um og samsýningar á sviði nú- tímalistar og það hefur gefið mik- ið til bæjarfélaganna,“ segir hann og nefnir að listamenn, innlend- ir sem erlendir, sæki staðina heim og dvelji í lengri tíma. „Við, með aðstoð sveitarfélagsins, náðum að bjóða listamönnum upp á að vinna að undirbúningi sýninga sinna í félagsheimilinu Valfelli. Þar hafa þrír til fjórir erlendir listamenn unnið öllum stundum undanfarið við að undirbúa sig fyrir hátíðina,“ segir Hilmar ánægður. Frá vegglistaverkum til gjörninga Hann segir að listamennirnir sem sýni á hátíðinni séu jafn fjölbreytt- ir og þeir eru margir. „Þetta er alls konar fólk víða að úr heim- inum. Sýningarnar verða breiður þverskurður af því sem er í gangi í samtímalist í dag, allt frá vegg- listaverkum og hefðbundnum mál- verkum yfir í hljóðverk, vídeóverk og gjörningana í Einarsnesi,“ seg- ir hann. Gjörningarnir eru einu verkin sem fólk verður að koma og skoða á ákveðnum tímum og aðspurður vill Hilmar ekkert gefa upp um efnistök þeirra. „Ég vil halda gjörningunum leyndum en ég lofa því að í Einarsnesi verða fluttir merkilegir gjörningar,“ seg- ir hann. „Það er líka svo gaman að fá listamenn frá mörgum löndum inn. Þá fær maður tengingu við það sem er að gerast annars staðar, eitthvað sem maður vissi kannski ekki að væri í gangi,“ segir hann. Þó að hátíðinni ljúki formlega 14. ágúst næstkomandi kveðst Hilm- ar vonast til að ákveðnar sýning- ar, eins og sú sem verður í gömlu mjólkursamsölunni, verði áfram uppi. „Það er rosalega fallegt hús, eins og hannað fyrir sýningar af þessu tagi. Við vonumst til að geta haldið að minnsta kosti þeirri sýn- ingu gangandi svo fólk geti skoð- að ef það kemst ekki um helgina. En ég hvet auðvitað alla sem geta til að koma og skoða á meðan há- tíðinni stendur,“ segir hann, „og það er frítt inn á alla viðburði. Við erum ógeðslega stolt að geta boð- ið fólki upp á það,“ segir Hilmar Guðjónsson að endingu. kgk FORMLEG OPNUN GAMLA MJÓLKURSAMLAGIÐ BORGARNESI FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 18:00 www.planbartfestival.is Plan-B artfestival í Borgarnesi um helgina Hilmar Guðjónsson, einn skipuleggjenda Plan-B artfestival. Boðskort aðstandenda Plan-B artfestivals. Héraðsbúum og öðrum gestum er boðið frítt á allar sýningar. Lógó hátíðarinnar. Verk sem listakonan Katorina Pling vinnur að þessa dagana í félagsheimilinu Valfelli. Gjörningur sem Maiken Stæhr sýndi í Danmörku í lok síðasta árs. Hún kemur fram á Plan-B listahátíðinni í Borgarnesi um helgina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.