Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201630 Vísnahorn Það munu nú rúm 60 ár síðan Lárus Jónsson læknir á Skagaströnd hélt upp á sextugsafmæli sitt og hefur án efa gert það rösklega sem og margt fleira. Fékk hann vin sinn Lúðvík Kemp til að semja fyrir sig boðsbréf sem jafn- framt var matseðill kvöldsins og birtist hann hér: BOÐSBRÉF í sextugsafmæli Lárusar Jónssonar læknis þann 23. mars 1956. Undirritaður afmæli á og heldur með vinum bráðum. Ætla ég það verði einsdæmi enda er Kemp þar með í ráðum. Tuttugasta og þriðja þá þessa mánaðar hef ég lifað sextíu ár og seggjum hjá sjúka læknað og resept skrifað. Sprautur gefið og mæðast mátt. Margt hef ég stigið örðugt þrepið. Meðul blandað, við meiðsli átt, marga læknað en fáa drepið. Áfengi miðlað ýmsum hér aðeins til prýði og heilsubóta, Landphysikus er ljúfur mér, lætur mig jafnan þessa njóta. MATSEÐILL Hef ég á borðum hákarl, lax, hangiket, rikling, skötu, kola. Brennivín öllum boðið strax bitunum til að niður skola. Kál verður þarna og kúasmjör, kæfa, rúgbrauð og þeyttar flautir. Selspik framreiði og sauðamör seggir þá gerast innanblautir. Garðávöxtum og grænmeti gnægð verður af og sviðahausum, hangnum sperðlum og spaðketi spikfeitu og berjum makalausum. Ávaxtamauk og íslenskt skyr í öskum framreitt á skutil manna. Allt saman þetta áður fyr uppáhaldsréttir forfeðranna. Bjarndýraket og bolaspað, baunum, harðfisk og súrmat nægum og æðarfuglum skal úthlutað í eggjasósu með kokkteil frægum. Framreidd þá verður í síðsta sinn soðin og harðsteikt fjallarjúpa. Eftirmaturinn ákveðinn: englabolla og fiskisúpa. ÖLFÖNG Menn eiga þarna á whisky völ, vermouth og sherry engan skortir, karfalýsi, kaffi og öl, kampavín, mjólk og fleiri sortir. Verður framborið vodka og gin, vatn og koníak, mjöð og landi, það skulu bragða þessi og hin sem þora ekki að drekka áberandi. Og að sjálfsögðu alltaf veitt ekta brennivín frómum sálum. Rommblanda, te og toddy heitt en templarar drekka mysu úr skálum. Ákavíti og enskur bjór ætlast er til að verði á borðum engu minni en hjá Ása Þór í Útgarða Loka höllu forðum. Lúðvík Rúdolf Kemp Eitthvað er minnst þarna á bjór sem mörg- um þykir heppilegur drykkur og þótti það líka áður en til kom aðflutningsbann á áfengi sem var sett á 1915 ef ég man rétt. Eitthvað fyr- ir þann tíma kom skáldið Einar Benediktsson á bæ ölkenndur nokkuð og þáði veitingar hjá húsfreyju sem síðan gekk með honum til hests og hélt í ístaðið meðan skáldið ámeraðist. Að launum vildi húsfreyja fá vísu og kom þá þessi gáta um bjórinn: Í gleði og sút hef ég gildi tvenn. Til gagns er ég eltur en skaði er að njóta. Hafður í reiða, um hálsa ég renn, til höfuðs ég stíg en er bundinn til fóta. Einhver góður og gegn gleðimaður kvað að morgni dags fyrir margt löngu og hefur greinilega legið heldur vel á honum. Mætti segja mér að bjór hafi komið eitthvað við sögu og jafnvel að ort hafi verið um Verslun- armannahelgina: Hefjum gæjar söngvaseið, suður á bæi afi reið, með sínu lagi á sónarskeið syfjuð pæja úr bóli skreið. Rósberg Snædal hefur án efa þekkt langan vinnudag meira en af afspurn einni: Dofnar skinn og daprast trú, dvín að sinni bragur, læknir minn og líkn ert þú langi vinnudagur. Íslenskur landbúnaður hefur oft átt í vök að verjast á undanförnum árum og afkoma bænda ekki alltaf uppá marga fiska. Kvótinn þrengir að og kröfur aukast en aðföng halda sínu verði enda orti Sigfús Jónsson: Flestir bændur finna og sjá að fjölgar gráum hárum. Búskapurinn byggist á blóði, svita og tárum. Þó verður nú stöðugt eitthvað oss til glaðn- ingar eins og fleirum enda jarðlífið full stutt til að eyða því í eintóm leiðindi. Vegagerðar- menn hafa löngum verið frekar léttlyndir og reynt að hafa gaman af lífinu enda var kveðið: Á Norðurlandi sérhver sála söng i moll og dúr í Vaðlaheiðarvegamála- verkfærageymsluskúr. Á tímabili handverkfæra í vegagerð var al- gengt hópakkorð og þá ekki vinsælir í flokkn- um menn sem ekki lögðu sig alla fram til verksins. Einu sinni var kveðið um vegavinnu- mann, sem þótti duglegri við matborðið en í vinnunni enda trúlega félagsútgerð á matvæl- unum líka: Á honum finn ég engan blett, sem æruna megi skaða. Hann juðar þetta jafnt og þétt, en étur með akkorðshraða. Á stríðsárunum orti Jón nokkur Pétursson um vinnufélaga sinn og sýnist sem maðurinn hafi verið í fullri þörf fyrir andlega huggun: Hans er sundrað sálarflak, syndir í dánum vonum. Það þarf hundrað tonna tak til að bjarga honum. Ætli við látum þetta ekki duga sem andlega huggun að sinni og bið ég lesendum mínum blessunar með þökk fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Í Vaðlaheiðarvegamálaverkfærageymsluskúr Eftirspurn eftir athafnaþjónustu Siðmenntar hefur vaxið verulega undanfarin ár og aldrei meiri en á þessu ári. Eru þær þegar orðn- ar fleiri nú á miðju ári en allt árið 2015. Búið er að framkvæma eða panta 200 athafnir en það eru nafn- gjafir, giftingar og útfarir. Aukin eftirspurn er aðallega eft- ir giftingum og hefur fjöldi þeirra næstum þrefaldast frá 2013. Það ár voru þær 36 talsins en eru orðn- ar 135 í ár. Aukning hefur orð- ið í giftingum Íslendinga en einn- ig erlendra para sem leita til félags- ins beint eða gegnum fyrirtæki sem sérhæfa sig í slíkum ferðum til Ís- lands. Til þess að mæta eftirspurninni hefur Siðmennt þjálfað 16 nýja at- hafnastjóra á árinu en fyrir voru þeir 25. Með þessari fjölgun hefur Siðmennt tekist að byggja upp net athafnastjóra um landið til þess að gefa fleirum möguleika á að hafa val þegar kemur að mikilvægum athöfnum í lífinu. Fyrir utan höf- uðborgarsvæðið eru athafnastjór- ar starfandi á Vesturlandi, Ísafirði, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Höfn í Hornafirði og á Suðurlandi. Athafnir Siðmenntar eru verald- legar og eru því valkostur sem kemur í stað trúarlegra athafna. Siðmennt hóf að bjóða upp á þær árið 2008 og hefur þeim fjölgað stöðugt síðan en verulega hratt síðan 2013, þegar fé- lagið hlaut skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag. Athafnirnar eru persónulegar, hátíðlegar og falleg- ar þar sem áherslan er lögð á fólkið sem verið er að þjónusta. Frá árinu 2008 hafa athafnastjórar Siðmennt framkvæmt 705 athafn- ir, gift 800 einstaklinga, gefið 240 börnum nafn og séð um útfarir 50 einstaklinga. -fréttatilkynning Eftirspurn eftir athöfn- um SiðmenntarDanskir dagar verða haldnir í 22. sinn í Stykkishólmi um næstu helgi en hátíðin er ein af elstu bæjarhá- tíðum landsins. Að sögn Önnu Margrétar Sigurðardóttur, fram- kvæmdastýru Danskra daga, hef- ur verið sett saman fjölbreytt dag- skrá þar sem nóg verður í boði fyr- ir alla. „Hátíðin er fjölskylduhátíð og dagskráin eftir því, allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Anna Margrét í samtali við Skessuhorn. Meðal þess sem boðið verður upp á er Stubbahlaup, markaðs- tjöld og fjölbreytt dagskrá á sviði á hátíðarsvæðinu. Dagskráin sjálf hefst klukkan tvö á föstudaginn með Loppemarked í tónlistarskól- anum en þar getur fólk selt notaðar gersemar úr geymslunni. „Á föstu- dagskvöldinu er dagskráin mest í höndum veitingastaða bæjarins en við sem stöndum að hátíðinni erum sjálf að einblína frekar á laugardag- inn. Hin árlegu hverfagrill verða þó á sínum stað á föstudagskvöld- inu,“ segir Anna Margrét. Eftir gott morgunjóga sem boðið verður upp á á laugardagsmorgninum ættu allir hátíðargestir að vera tilbúnir í dagskrá dagsins. „Það verður mikið fjör á laugardeginum, Brúðubíllinn og Heiðar og Haraldur úr Polla- pönki verða ásamt fleirum á hátíð- arsvæðinu og svo verður m.a. boð- ið upp á froðurennibraut og dorg- veiðikeppni. Í fyrra var haldin fyrir- tækjakeppni í loftbolta og sló það al- veg í gegn svo við ákváðum að hafa keppnina aftur í ár og hvetjum við fyrirtæki og aðra hópa til að skrá sig til leiks,“ segir Anna Margrét. Um kvöldið verður síðan fjölbreytt dag- skrá á sviðinu og koma fram með- al annars Alda Dís og Páll Ósk- ar ásamt tónlistarfólki úr Hólmin- um. Brekkusöngurinn og flugelda- sýningin verða svo að sjálfsögðu á sínum stað og dagskráin endar svo með stórdansleik með Páli Óskari í íþróttamiðstöðinni. Fyrir þá sem vilja kynna sér dagskrána nánar er hægt að nálgast hana á Facebook síðu Danskra daga og á heimasíðu hátíðarinnar, www.danskirdagar. stykkisholmur.is. „Við hvetjum alla til að skreyta í dönsku fánalitunum og að mæta í hátíðarskapi því það verður mik- il stemning í bænum þessa helgi,“ segir Anna Margrét að lokum. arg Danskir dagar framundan í Stykkishólmi Svipmynd frá hátíðinni í fyrra. Anna Margrét Sigurðardóttir er framkvæmdastýra Danskra daga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.