Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 27 Skipt var um glugga og gler í Brauð- gerð Ólafsvíkur nú í sumar og um leið fékk bakaríið örlítið breytt út- lit. Settar voru skemmtilegar film- ur með gömlum ljósmyndum á nýja glerið. „Okkur þótti þetta ágætis hugmynd og lögðumst í smá grúsk til að finna réttu myndirnar. Þess- ar heilluðu okkur, höfðum því sam- band við eigendur þeirra og fengum leyfi til að nota þær. Ferró skilta- gerð sá svo um að útbúa þessar film- ur og þær eru síðan límdar á glerið,“ segir Bjarney Jörgensen í samtali við Skessuhorn, en hún á og rek- ur Brauðgerðina ásamt eiginmanni sínum, bakarameistaranum Jóni Þór Lúðvíkssyni og fjölskyldu hans. „Okkur langaði að hafa mynd- ir af merkum stöðum bæjarins á árum áður. Fyrsta myndin er af Dagsbrún, gamla kaupfélaginu hér í Ólafsvík. Sú næsta er af gömlu kirkjunni sem stóð á Snoppunni. Á þeirri þriðju má sjá húsaþyrpingu, Símstöðin er þar í forgrunn og gamla höfnin hér í Ólafsvík í bak- sýn,“ segir Bjarney. „Fjórða myndin sem stendur stök, er af Lúðvík Þór- arinssyni tengdapabba mínum, en hann stofnaði Brauðgerðina ásamt eiginkonu sinni Sigríði Jónsdóttur,“ bætir Bjarney við. arg/ Ljósm. tfk. Brauðgerð Ólafsvíkur fær nýtt útlit Fiskvinnslufyrirtækið Guðmund- ur Runólfsson hf lét smíða fyrir sig líkan af togaranum Runólfi SH 135 á dögunum. Það var listamað- urinn Grímur Karlsson sem sá um smíðina en hann hafði lengi þráast við að smíða eftirlíkingu af togar- anum þar sem hann hafði einung- is smíðað líkön af gömlum fiskibát- um og seglskipum en aldrei togur- um. Hann lét þó tilleiðast og hófst handa við smíðina síðastliðinn vet- ur. Líkanið var svo tilbúið í júlí og það var Runólfur Guðmundsson sem lengst af var skipstjóri á togar- anum sem fór og sótti líkanið. „Mér leið eins og smástrák á jól- unum, slík var eftirvæntingin,“ sagði Runni léttur í samtali við fréttarit- ara. „Þetta er ótrúlega nákvæmt hjá honum. Hvert smáatriði er lista- smíði,“ hélt Runni áfram í aðdáun- artón. Og það er alveg rétt hjá hon- um. Líkanið er sannkallað listaverk og sómir sér vel á skrifstofu Guð- mundar Runólfssonar hf. Grímur Karlsson hélt sýningu í skipalíkönum sínum í kringum sjómannadagshelgina fyrr í sum- ar eins og kom fram í Skessuhorni í júní. Þessi 81 árs listamaður eyddi á milli 1750 og 1800 vinnustundum í smíðina en hann vaknar klukkan 05:30 á hverjum morgni og vinnur til 18:00 sjö daga vikunnar. Runólfur SH 135 kom til Grund- arfjarðar árið 1975 og var Runni stýrimaður á honum í eitt og hálft ár og svo skipstjóri allt þar til skipið var selt til Rússlands 12. maí 1998 á afmælisdegi skipstjórans. „Já, það vildi nú þannig til að skipið var selt sama dag og ég fagnaði fimmtugs- afmælinu mínu,“ sagði Runólfur á meðan hann virðir líkanið fyrir sér og hugsar til baka um skipið sem var honum svo kært. tfk Leið eins og smástrák á jólum þegar hann sótti líkanið Líkanið er ótrúlega nákvæm eftirlíking af skipinu. Runólfur Guðmundsson stendur hér við líkan af skipinu sem að hann var lengst af skipstjóri á. Þröstur Albertsson sjómaður og ljósmyndari í Ólafsvík var á veiðum í síðustu viku þegar rita ein gerði sig heimakomna í bátnum hjá honum. Þröstur skar handa bita af makríl og bauð henni. Settist hún á hendi hans og át og tók Þröstur með- fylgjandi mynd með hinni hendinni á símann. mm/ Ljósm. þa. Þáði makríl úr útréttri hönd Kríuvarp virðist hafa gengið vel í Rifi í sum- ar ef marka má fjölda unga sem nú eru í veg- köntunum. Greinileg framför er í vexti og viðgangi kríunnar og víst að æti hefur ver- ið betra en undanfar- in ár þegar fáir ungar komust á legg. Í sumar hefur farið fram rann- sókn á því hvort hægt sé að halda ungunum frá veginum með því að mála yfirborð veg- arins í ákveðnum lit- um. Hvort það hef- ur haft áhrif skal ósagt látið en gaman verð- ur að sjá niðurstöður úr rannsókninni. Eitt- hvað er þó samt um að kríur verði fyrir bílum og mikilvægt að fara varlega á svæði varps- ins í Rifi. þa Kríuvarpið gekk vel í Rifi Á lokadegi júlí lauk mánaðarlöng- um leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. Leiðangurinn hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu makríls umhverfis Ísland. Verkefnið er hluti af sameiginleg- um rannsóknum Íslendinga, Norð- manna, Færeyinga og Grænlendinga á dreifingu og magni helstu uppsjáv- artegunda í Norðaustur-Atlantshafi ásamt athugunum á magni átu og umhverfisþáttum. Makríl var að finna úti fyrir Aust- urlandi, með suðurströndinni og upp með Vesturlandi en lítið sem ekkert varð vart við hann norður af land- inu. Bráðbirgðaniðurstöður sýna ívið meira magn og vestlægari útbreiðslu makríls við Ísland en í fyrra, sem er jafnframt hæsta gildi síðan athugan- irnar hófust árið 2009. Síld fannst nokkuð víða á rannsóknasvæðinu, norsk-íslensk síld austur og norður af Íslandi og íslensk sumargotssíld fyr- ir sunnan og vestan. Norður af Ís- landi varð vart við töluvert af norsk- íslenskri síld allt að Vestfjarðamiðum. Skörun á útbreiðslu síldar og mak- ríls var mest austan við land en einnig töluverð á grunnslóð sunnan og vest- an lands þar sem makríll var í bland við íslenska sumargotssíld. Ágæt- is upplýsingar um útbreiðslu hrogn- kelsa í úthafinu fengust í leiðangrin- um og líkt og fyrri ár veiddust hrogn- kelsi víðast hvar á rannsóknarsvæð- inu. Þá var kolmunna að finna á haf- svæðinu á milli Íslands og Færeyja sem og suður og vestur af landgrunni Íslands. Alls voru teknar 82 fyrirfram ákveðnar rannsóknastöðvar þar sem tekin voru stöðluð tog í efstu lögum sjávar með flottrolli til að meta magn makríls. Jafnframt yfirborðstogum voru umhverfisþættir mældir og átu- sýnum safnað með háfum. Í ár var ell- efu sinnum togað dýpra þar sem kol- munna varð vart og á fimm stöðvum voru framkvæmd samanburðartog. Bergmálsgögnum var safnað á milli rannsóknarstöðva til að meta magn síldar og kolmunna. Framundan hjá Hafró er frekari úrvinnsla á gögn- um sem safnað var í leiðangrinum og munu helstu niðurstöður verða kynntar undir lok mánaðarins í sam- eiginlegri skýrslu þeirra aðila sem að leiðangrinum stóðu. mm Makrílleiðangri Árna Friðrikssonar lokið Makríll veginn og mældur í leiðangri Árna Friðrikssonar. Ljósm. Hafró.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.