Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 201634 Þórður Þórðarson óskaði nýver- ið eftir því að láta af störfum þjálf- ara meistaraflokks kvenna hjá ÍA af persónulegum ástæðum. Ágúst Valsson aðstoðarþjálfari Þórð- ar mun einnig láta af störfum á sama tíma. Gengið hefur verið frá samningum við Kristinn H. Guð- brandsson og Steindóru Steins- dóttur um að taka við þjálfun liðs- ins út keppnistímabilið. Kristinn er 46 ára íþróttafræð- ingur með UEFA - A gráðu í þjálf- un. Kristinn var reynslumikill leik- maður á sínum tíma. Hann lék lengst af með Keflavík og á að baki 115 leiki með liðinu í efstu deild. Auk þess varð hann bikarmeist- ari með liðinu árið 1997. Krist- inn hefur víðtæka reynslu af þjálf- un, en hann var aðstoðarþjálfari hjá Keflavík og síðar Fylki í efstu deild. Auk þess hefur hann þjálf- að meistaraflokka Víðis í Garði og Víkings Ó. Undanfarin ár hefur hann þjálfað yngri flokka hjá ÍA. Steindóra er 44 ára íþrótta- fræðingur. Hún lék á sínum tíma yfir 100 leiki fyrir ÍA í efstu deild. Steindóra á að baki sex A-landsleiki fyrir Ísland og fjóra fyrir 20 ára landsliði Íslands. Hún hefur starf- að lengi við kvennaknattspyrnu hjá ÍA, bæði sem þjálfari yngri flokka en einnig hefur hún aðstoðað við þjálfun meistaraflokks. „Stjórn KFÍA vill nota tækifærið og þakka Þórði fyrir gott sam- starf og framúrskarandi störf fyrir KFÍA. Ágúst fær sömuleiðis þakkir fyrir góð störf. Stjórn óskar nýjum þjálfurum til hamingju með nýja starfið og hlakkar til samstarfsins,“ segir í tilkynningu. Undirbúningur að ráðningu framtíðarþjálfara meistaraflokks kvenna er hafinn í samráði við Jón Þór Hauksson yfirþjálfara félags- ins. kgk Steindóra og Kristinn taka við ÍA F.v. Kristinn H. Guðbrandsson og Steindóra Steinsdóttir ásamt Sævari Frey Þráinssyni varaformanni KFÍA. Nýverið náðu Skagamenn og Fjöln- ir samkomulagi um að Guðmund- ur Böðvar Guðjónsson myndi klára tímabilið á lánssamningi hjá Skaga- mönnum. Guðmundur Böðvar er 27 ára gamall og hóf að leika með ÍA árið 2006. Hann lék alls 155 leiki fyrir Skagamenn áður en hann færði sig yfir til Fjölnis árið 2013 en hann aðstoðaði félagið að komast upp í efstu deild það árið. Guðmundur er fjölhæfur leikmaður sem getur leik- ið í öllum stöðum varnar auk þess að spila á miðjunni. Guðmundur spilaði sinn fyrsta leik með gamla liðinu sínu gegn FH, en fékk ekki að spila leik- inn við Fjölni vegna lánsins þaðan. bþb Guðmundur Böðvar aftur í ÍA Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Flenard Whitfield um að leika með liðinu í Domino’s deild karla á vetri komanda. Flen- ard er 26 ára gamall Bandaríkja- maður, rúmir tveir metrar á hæð, eitt hundrað kíló að þyngd og leik- ur stöðu framherja. Hann kemur frá Detroit í Michigan-fylki og lék með Western Michigan háskólan- um á námsferli sínum þar sem hann skoraði ellefu stig og tók sex fráköst á lokaári sínu. Á sínum atvinnu- mannaferli hefur hann meðal annars leikið í Kanada og Ástralíu. Síðast lék hann með Orangeville A’s í kan- adísku deildinni þar sem hann skor- aði að 13,1 stig og tók 5,8 fráköst að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá kkd. Skalla- gríms segir að Flenard sé mikill íþróttamaður sem geti varist mörg- um stöðum. Hann hafi einkar góða fótavinnu og sé skotmaður góður. Hann er væntanlegur í Borgarnes um miðjan september. „Við bjóðum Flenard Whitfield velkomin í Borgarnes og vænt- um mikils af samtarfinu við hann á komandi leiktíð,“ segir í tilkynningu Skallagríms. kgk Bandarískur framherji í Skallagrím Flenard Whitfield er nýjasti leikmaður karlaliðs Skallagríms. Í ágúst og september mun íslenska karlalandsliðið í körfubolta leika í undankeppni fyrir Evrópumótið sem fram fer á næsta ári. Íslending- ar lentu í riðli með Belgíu, Sviss og Kýpur í undankeppninni en hópur- inn sem mun leika leikina sex í und- ankeppninni var tilkynntur á dög- unum. Það eru sextán körfubolta- menn sem munu taka þátt í verk- efninu og meðal þeirra er Vest- lendingurinn Hlynur Bæringsson. Hlynur hefur verið fastamaður hjá landsliðinu síðustu ár svo það ætti að koma fáum á óvart að þessi frá- bæri körfuboltamaður sé í lands- liðshópnum. Ísland komst í fyrsta sinn á Evrópumótið í fyrra og er stefnan sett á að endurtaka leikinn að þessu sinni. bþb Hlynur Bæringsson í landsliðshóp Íslands Bakvörðurinn Árni Elmar Hrafnsson hefur skrifað undir eins árs samning við Snæfell og mun leika með Stykk- ishólmsliðinu í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á vetri komanda. Árni er fæddur árið 1998 og uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi. Hann flytur í Hólminn og mun nema við FSn í Grundarfirði meðfram körfuboltan- um. Á sama tíma og Árni gekk til liðs við Snæfell samdi Austin M. Bracy við Tindastól og mun því ekki leika með Snæfelli á næstu leiktíð. Austin átti gott tímabil með Snæfelli á síð- ustu leiktíð en hann spilaði alla leiki liðsins og skoraði að meðaltali 16.3 stig. Austin er þriðji leikmaðurinn sem yfirgefur Snæfell en áður höfðu þeir Stefán Karel og Sigurður Þor- valdsson fært sig um set. Þá tilkynnti Óli Ragnar Alexand- ersson fyrir helgi að hann myndi ekki leika með Snæfelli á komandi leik- tíð þar sem hann hefur ekki náð sér af meiðslum sem hann hlaut í desem- ber síðastliðnum. Hann mun flytjast brott úr Hólminum ásamt unnustu sinni, Ernu Hákonardóttur, sem und- anfarin ár hefur leikið með kvenna- liði Snæfells og varð m.a. Íslands- og bikarmeistari með liðinu á síðasta ári. Erna hefur samið við Keflavík og mun leika körfuknattleik suður með sjó á næsta vetri. kgk ÍA nældi í mikilvægt stig í botnbar- áttu Pepsi deildar kvenna í knatt- spyrnu þegar liðið gerði jafntefli við Þór/KA á sunnudag. Leikurinn var sá ellefti í sumar og fór fram á Akranes- velli. Var þetta jafnframt fyrsti leikur Skagakvenna undir stjórn hjónanna Steindóru Steinsdóttur og Kristins H. Guðbrandssonar, en þau tóku nýver- ið við þjálfun liðsins af Þórði Þórðar- syni. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu af krafti en það voru Skagakonur sem fengu betri færin á upphafsmínútum leiksins. Þær áttu góðan skalla eftir hornspyrnu og skoruðu mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fyrsta mark leiksins kom á 25. mín- útu og það voru gestirnir sem skor- uðu það. Sandra María Jessen skall- aði boltann laglega fyrir Söndru Gu- tierrez í vítateignum sem gerði engin mistök og kláraði færið. Leikurinn datt aðeins niður eftir markið og fátt markvert gerðist fram að leikhléinu. Í síðari hálfleik færð- ist aukin harka í leikinn. Tvisvar var brotið á Skagakonum svo þær þörfn- uðust aðhlynningar sjúkraþjálfara en spjöld dómarans voru nægilega þung til að hann hefði þau ekki á loft. Eftir að Þór/KA hafði verið held- ur sterkara liðið framan af síðari hálf- leik jöfnuðu Skagakonur á 58. mín- útu. Megan Dunnigan fékk sendingu inn fyrir vörnina og sendi boltann í netið. Markið kveikti í liðsmönnum ÍA sem voru mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en gestirnir allt til leiksloka. Þeim tókst hins vegar ekki að stela sigrinum og 1-1 jafntefli því niðurstaðan á Akranesvelli. ÍA situr í botnsæti deildarinnar með fimm stig eftir ellefu leiki, einu stigi á eftir KR í sætinu fyrir ofan. Næst mætir ÍA liði Selfoss á útivelli miðvikudaginn 17. ágúst. kgk Unglingalandsliðsmaður til Snæfells Gunnar Svanlaugsson, formaður kkd. Snæfells, ásamt Árna Elmari eftir undir- ritun samninga. Ljósm. Snæfell. Megan Dunnigan jafnaði metin fyrir ÍA í leiknum gegn Þór/KA. Hún hefur skorað fjögur af fimm mörkum liðsins í deildinni í sumar. Ljósm. gbh. Skagakonur náðu í mikilvægt stig Kári sigraði Vængi Júpíters Kári spilaði sinn tólfta leik í þriðju deild karla í knattspyrnu síðastliðinn föstudag gegn liði Vængja Júpíters. Kári sigraði leikinn 3-1 og skoruðu Marinó Hilmar Ásgeirsson, Sverrir Mar Smárason og Atli Albertsson mörk Kára. Kári er eftir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með nít- ján stig en möguleikar liðsins um að komast upp um deild eru afar takmarkaðir þar sem sex leikir eru eftir og ellefu stig upp í annað sætið. Næsti leikur Kára er laug- ardaginn 13. ágúst á Dalvík gegn liði Dalvíkur/Reynis. -bþb Skallagrímur tapaði gegn ÍH Í B-riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu mætti Skallagrímur efsta liði riðilsins, ÍH, á Skalla- grímsvelli síðastliðinn föstudag. ÍH sigraði leikinn nokkuð sann- færandi 3-0. Skallagrímur sit- ur enn í þriðja sæti eftir leik- inn. Næsti leikur Skallagríms er í kvöld klukkan 19:15 gegn Snæ- felli á Skallagrímsvelli. -bþb Martraðarleikur Snæfells Lítið sem ekkert hefur gengið hjá liði Snæfells í sumar og situr liði í neðsta sæti B-riðils fjórðu deildar karla í knattspyrnu með ekkert stig. Liðið mætti Ern- inum síðastliðinn sunnudag og var sá leikur martröð fyrir leik- menn Snæfells. Leikurinn end- aði með 14-1 sigri Arnarins en mark Snæfells skoraði Andri Freyr Arnarsson. Næsti leik- ur Snæfells er gegn Skallagrími í kvöld klukkan 19:15 á Skalla- grímsvelli. -bþb Spennan magnast í fyrstu deild kvenna Víkingskonur hafa spilað virki- lega vel það sem af er tímabili. Þær sigruðu lið KH í elleftu umferð A-riðils fyrstu deildar kvenna í knattspyrnu 3-2 síðast- liðinn laugardag. Samira Sulem- an skoraði tvö mörk og Lovísa Margrét Kristjánsdóttir skoraði eitt fyrir Víking Ó. Spennan í A- riðli er virkilega mikil. Nú eru aðeins þrír leikir eftir og Vík- ingur í þriðja sæti riðilsins með jafn mörg stig og HK/Víkingur sem er í öðru sæti en með betri markatölu. Annað sæti riðils- ins gefur sæti í umspili um sæti í Pepsi deild kvenna að ári. Næsti leikur Víkings er á heimavelli gegn liði HK/Víkings í kvöld klukkan 19:00. Búast má við spennuþrungnum leik þar sem mikið er í húfi. -bþb Kristinn Pétur lánaður til Sindra Kristinn Pétur Magnússon leik- maður Víkings Ó. hefur verið lánaður til liðs Sindra á Höfn í Hornafirði. Sindri leikur í ann- arri deild og er í sjötta sæti sem stendur. Kristinn Pétur hefur fengið fá tækifæri með Víkingi í sumar og aðeins leikið þrjá leiki í Pepsi deildinni. Búast má við að Kristinn Pétur fái að spila meira með Sindra en hann var í byrj- unarliði Sindra sem gerði jafnt- efli við Magna Grenivík í nýlið- inni viku. -bþb

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.