Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 10.08.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 20168 Staða fram- kvæmda við Vesturgötu AKRANES: Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar í lok júlímán- aðar fór Sigurður Páll Harðar- son sviðsstjóri skipulags- og um- hverfissviðs yfir stöðu malbikun- arframkvæmda við Vesturgötu á Akranesi. Gatan var fræst fyrr í sumar og var talið nauðsynlegt að meta ástand steypunnar og þá sér í lagi undirlag hennar og grunn- vatnsástand. Til þess var feng- in verkfræðistofan Efla en Veit- ur hafa einnig skoðað aðstæð- ur enda stendur til að endurnýja lagnir undir hluta götunnar. Í til- kynningu frá Akraneskaupstað segir Sigurður Páll að tvær leið- ir séu til að byggja upp götuna að nýju. Annars vegar með fljótandi jarðfyllingu sem er um metri að þykkt og þarf að standa í ein- hverja mánuði til að ná fullu sigi, þar sem ekki er burðarhæft efni undir henni. Hægt er að malbika yfir þegar fullu sigi er náð. Hins vegar er hægt að grafa niður á burðarhæfan botn og notast við fyllingu sem er allt að 2,5 metr- ar að þykkt og er hægt að mal- bika strax yfir. Ekki hefur verið ákveðið enn hvor aðferðin verð- ur valin en valið ræðst af frekari rannsóknum á grunnvatnsástandi á svæðinu með tilliti til sighættu á nærliggjandi húsum og lóð- um. Niðurstaða um málið ætti að liggja fyrir síðar í þessum mán- uði. -grþ Ónýtt gervigras í Akraneshöll AKRANES: Knattspyrnufélag ÍA hefur óskað eftir því við Akranes- kaupstað að gervigrasið í Akra- neshöll verði endurnýjað. Í erindi sínu, sem sent var bæjarráði í júlí- mánuði, er vísað í úttekt sem sér- fræðingur annaðist sl. haust. Þar kemur fram að gervigrasið sem nú er í Akraneshöllinni sé ónýtt. Knattspyrnufélagið telur því að- kallandi að skipt sé um gervigras í höllinni sem fyrst en í haust verða liðin tíu ár frá því grasið var tekið í notkun. Í erindinu kemur jafn- framt fram að áætlaður kostnað- ur við nýtt gervigras, sem uppfyll- ir nútímakröfur um öryggisstaðla og kröfur FIFA/UEFA, sé um 45 milljónir króna. „Það er von Knattspyrnufélags ÍA að hægt sé að koma endurnýjun á gervigras- inu á fjárhagsáætlun 2018. Til- laga KFÍA er sú að stefnt verði að því að verktaki leggi grasið í ágúst 2017,“ segir í erindinu. Bæjar- ráð Akraneskaupstaðar vísaði er- indinu til skipulags- og umhverf- issviðs til frekari skoðunar. -grþ Drög lögð að Sjávarútvegsráð- stefnunni LANDIÐ: Næsta Sjávarútvegs- ráðstefna verður haldin dag- ana 24.-25. nóvember í Hörpu. Verða þar 14 málstofur og flutt verða um 70 erindi. Hlutverk ráðstefnunnar er stuðla að fag- legri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg og vera vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Áhugasömum er bent á að drög að dagskrá hafa verið birt á sjav- arutvegsradstefnan.is. Þar má sjá vinnuheiti erinda, en endan- leg heiti erindanna og nöfn fyr- irlestra verða birt í september. -kgk Spjaldtölvur í leikskólana SNÆFELLSBÆR: Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar 2. ágúst síðastliðinn var afgreidd ósk leikskólastjóra um kaup á spjaldtölvum til handa leik- skólum Snæfellsbæjar. Bæjar- stjórn samþykkti samhljóða að veita 500 þús. kr. aukafjár- veitingu til kaupa á spjaldtölv- um fyrir öll leikskólaútibúin í Snæfellsbæ. Gert hafði verið ráð fyrir ófyrirséðum fjárveit- ingum sem þessari á fjárhags- áætlun sveitarfélagsins. -kgk Samfylkingin heldur flokksval NV-KJÖRD: Samfylking- in hefur unnið að undirbún- ingi alþingiskosninganna um nokkurra mánaða skeið, segir í tilkynningu. Flokksval verður haldið í Reykjavík, Suðvestur- kjördæmi og Norðvesturkjör- dæmi 8.-10. september en í Norðausturkjördæmi og Suð- urkjördæmi verður beitt upp- stillingu við val á framboðs- lista. Þá kemur fram í tilkynn- ingu frá flokksskrifstofunni að búið er að ráða Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttir í starf kosn- ingastjóra. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 30. júlí – 5. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 12 bátar. Heildarlöndun: 39.764 kg. Mestur afli: Klettur MB: 31.949 kg. í fjórum löndun- um. Arnarstapi 8 bátar. Heildarlöndun: 8.534 kg. Mestur afli: Bárður SH: 2.219 kg í einni löndun. Grundarfjörður 13 bátar. Heildarlöndun: 58.374 kg. Mestur afli: Helgi SH: 42.979 kg í einni löndun. Ólafsvík 39 bátar. Heildarlöndun: 106.547 kg. Mestur afli: Brynja II SH: 19.426 kg í fjórum löndunum. Rif 22 bátar. Heildarlöndun: 54.743 kg. Mestur afli: Sæbliki SH: 17.939 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur 14 bátar. Heildarlöndun: 26.562 kg. Mestur afli: Blíða SH: 12.100 kg í sjö löndunum Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Helgi SH – GRU: 42.979 kg 2. ágúst. 2. Klettur MB – AKR: 9.219 kg 4. ágúst. 3. Klettur MB – AKR: 8.941 kg 3. ágúst. 4. Klettur MB – AKR: 7.823 kg 2. ágúst. 5. Brynja II SH – ÓLA: 6.674 kg 2. ágúst. Eins og greint var frá í síðasta tölu- blaði Skessuhorns voru nýverið undirritaðir samningar mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Samningarnir gilda til þriggja ára og kveða á um stóraukið framlag íslenska ríkisins til afreks- íþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 millj- ónir á næstu þremur árum. „Þetta verður algjör bylting fyrir okkur hjá ÍSÍ sem höfum haft úr allt of litlu að spila til að aðstoða sér- sambönd ÍSÍ og þá afreksfólkið til að það geti helgað sig íþrótt sinni og náð sem bestum árangri,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ. Hann segir margt afreksfólk hafa búið við það að meiri tími fari í að fjár- magna ferðir, þjálfun og uppihald heldur en æfingar og undirbún- ing fyrir keppnir. Kostnaður sem fylgi keppnum, t.d. Ólympíuleik- um, hafi oft og tíðum lent að tölu- verðu leyti á keppandanum sjálfum. „Það er allt of algengt að íslenskt afreksíþróttafólk hætti of snemma og samkvæmt því sem við höfum kannað er það oftar en ekki vegna erfiðleika við fjármögnun eða van- líðan vegna fjárhagsáhyggja. Von- andi mun þessi samningur koma í veg fyrir mikið brottfall af fjárhags- legum ástæðum,“ segir Lárus. Forsvarsmenn ÍSÍ telja því að hér sé um að ræða algera byltingu fyrir afreksíþróttir á Íslandi. Segir hann að nú færist Ísland nær því að geta byggt upp umgjörð fyrir afreks- íþróttafólk í líkingu við það sem þekkist í nágrannalöndunum. kgk Framlög til afreksíþrótta fjórfaldast Forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar ásamt ráðherrum við undirritun samning- anna í Laugardalnum. Bresk sprengivörpusprengja frá því í seinni heimsstyrjöld fannst skammt frá Kárastaðaflugvelli í Borgarnesi um verslunarmanna- helgina. Félagar í Björgunarsveit- inni Brák rákust á sprengjuna þar sem þeir voru að undirbúa flugelda- sýningu fyrir gesti Unglingalands- móts UMFÍ. Lögregla kallaði til sérfræðinga úr sprengjusveit Land- helgisgæslunnar sem mættu á svæð- ið og gerðu sprengjuna óvirka. Tal- ið er að sprengjan hafi verið neðan- jarðar árum saman. Hún hafi síðan smám saman komið upp á yfirborð- ið í frostlyftingu sem varð til þess að hún fannst. Lögreglan á Vesturlandi vill árétta að ef fólk finnur grunsamlega hluti á víðavangi, hvort sem það er í fjöru, eða á fjöllum, sem það telur að geti verið einhvers konar sprengibún- aður þá er öruggast að hreyfa ekk- ert við þeim og halda sig fjarri. Taka þarf niður staðsetningu, merkja staðinn og hafa síðan samband við 112 eða viðkomandi lögreglu sem að kallar síðan til rétta viðbragðs- aðila hverju sinni. Krafðist bóta vegna æfinga hersins Í tilefni frétta um sprengjufundinn benti Heiðar Lind Hansson sagn- fræðingur, sem vinnur nú við loka- áfanga af ritun sögu Borgarness, á að á skjalasafni Héraðsskjalasafns sé að finna skjöl sem minna á veru breska setuliðsins í landi Borg- ar. Laugardaginn 12. júlí árið 1941 sendi sr. Björn Magnússon, prest- ur á Borg á Mýrum, bréf stílað til „brezka setuliðsins á Íslandi.“ Bréf- ið var þó sent sýslumanni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sem þá var Jón Steingrímsson, en formleg sam- skipti við stjórn breska hersins fóru fram í gegnum sýslumann. Í bréf- inu krefst sr. Björn bóta, samtals 600 króna, vegna spjalla á fugla- tekju í Borgareyjum, skemmda á girðingum veturinn 1940-1941 og vegna vinnu og viðgerða við brotinn hliðstöpul og fleiri smærri skemmd- ir. „Þess má ennfremur geta, að stungnir voru hnausar í Borgar- landi, mörg bílhlöss, án leyfis eða endurgjalds, ennfremur var mik- ið ónæði allan veturinn vegna skot- æfinga rétt við túnið, og er áskilinn réttur til að krefjast bóta fyrir þetta, ef ástæða þykir til,“ segir í bréfi sr. Björns. Ekki kemur fram í skjölum safnsins hvort presturinn á Borg hafi haft erindi sem erfiði og feng- ið greitt fyrir þann meinta skaða sem hann taldi setuliðið hafa vald- ið, meðal annars með æfingaspreng- ingum í æðarvarpi. Sprengjan sem fannst við flugvöllinn á Kárastöðum var í það minnsta aldrei sprengd og hefur nú verið eytt. kgk Sprengja fannst í Borgarnesi Sprengjan sem fannst við Kárastaða- flugvöll í Borgarnesi um verslunar- mannahelgina er bresk og úr síðari heimsstyrjöldinni. Ljósm. Lögreglan á Vesturlandi. Skjalið sem sýnir reikninginn sem sr. Björn Magnússon, prestur á Borg á Mýrum, sendi breska setuliðinu árið 1941 vegna meintra spjalla af völdum hersins. Það er varðveitt á Héraðsskjalasafninu í Borgarnesi ásamt greinargerð frá Birni presti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.