Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Page 24

Skessuhorn - 07.12.2016, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 201624 Hlynur Gauti Sigurðsson, skóg- ræktarráðgjafi Skógræktarinnar á Vesturlandi og kvikmyndagerðar- maður hjá KvikLandi, hefur sent frá sér nýtt myndband um íslenska jólatréð. Skoða má það á vefsíð- unni skogur.is og á vef Skessu- horns. Í myndbandinu segir Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, frá kostum þess að velja lifandi íslenskt jólatré. Myndbandið er samvinnu- verkefni Skógræktarinnar, Skóg- ræktarfélags Íslands, Landssam- bands skógareigenda og Skógrækt- arfélags Reykjavíkur. Fylgst er með Gústaf Jarli og félögum þar sem þeir fella stafafurur í Heiðmörk og fram kemur að nú orðið séu þess- ar furur aðallega teknar úr sjálfsán- ingum, mjög falleg jólatré. Að velja íslenskt jólatré dreg- ur úr umhverfisáhrifum jólahalds- ins og stuðlar raunverulega að já- kvæðum umhverfisáhrifum því fyr- ir hvert fellt jólatré eru gróðursett fimmtíu tré í staðinn. Því má segja að íslenskt jólatré stuðli að því að minnka sótspor jólanna hjá hverri fjölskyldu því trén sem gróðursett eru binda koltvísýring og græða upp landið. mm Íslenska jólatréð minnkar sótspor jólanna Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur við myndarlega stafafuru sem vaxið hefur upp úr sjálfsáningum. Hinn árlegi jólamarkaður Framfarafélags Borgarfjarðar var í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal á laugardaginn. Að venju var margt um manninn, söngur og veitingasala og sala á ýms- um varningi sem gladdi auga, eyra en ekki síst bragðlaukana. Hægt var að kaupa afurðir unnar úr hinum ýmsu kjöttegund- um, grænmeti, ávaxtasultur, ilmolíur, sápur og drykki, ís og handverk úr tré, kökur og föndur, dún og gærur og nýútkom- in ljóðabók Bjartmars á Norður-Reykjum var árituð og seld. Þá var einnig boðið upp á einkatíma í miðlun, heilun og skyggni- lýsingu, þannig að sálin færi endurnærð heim. Meðfylgjandi myndir tók Björn Húnbogi Sveinsson á markaðinum. mm Handverk og matvara úr héraði á jólamarkaði

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.